16.8.2007 | 11:38
Hættulegur veggur....
Ég held að veggurinn sem ég labba framhjá í til að sækja úr prentaranum í vinnunni sem andsetinn. Hann virkar að minnsta kosti mjög blóðþyrstur á mig.
Ég fæ nefnilega alveg óstjórnlega löngun til að slengja hausnum í vegginn á leiðinni til baka frá prentaranum. Sé það alveg fyrir mér. Hef sem betur fer nógu mikla sjálfstjórn til að komast klakklaust framhjá veggnum. Ég veit svosem að ég er stórfurðuleg og viðurkenni það fúslega, en nú er nóg komið af svo góðu.
Ég hef heyrt um skrifstofutæki sem hafa verið illa andsetinn, hætta að virka þegar ákveðinn aðili á skrifstofunni reynir að nota þau. Lausnin er venjulega einföld í þeim tilfellum. Viðkomandi fær sér milligöngumann sem sér um samskiptin við viðkomandi tæki.
Ég get reyndar farið aðra leið að prentaranum en gleymi mér stundum. Það þýðir heldur ekkert að fara framhjá honum með lokuð augun. Það lítur ekki alltof vel út í vinnunni ef ég læðist framhjá veggnum með lokuð augun. Ég myndi þá örugglega bara labba á vegginn og þar með hefði honum tekist ætlunarverk sitt.
Ég þigg ráðleggingar um hvernig ég get komið veggnum fyrir kattarnef.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 21203
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nýjustu færslurnar
- Nú er tíminn kominn, allir fari að leita leiða til að við fólkið snúum frá illskunni. Skáldjöfrar og skáldið í hverjum manni, orkan og efnið, heilmyndin, hver lífvera, áköllum hinn hæsta með bæn og lofsöng í óperu sinfóníum ljóss og lita.
- "Hvað finnst ykkur um þetta?"
- Enn úr línuritasafninu - loftþrýstingur í þetta sinn
- Siðblinda og Siðleysi eru kröftugar jötnasystur.
- -yfirborðzjákvæðnin-
Athugasemdir
Já ég held að ég verði mér út um vígt vatn og athugi hvað gerist.
Þetta með hjálminn er góð hugmynd, en ég hugsa að það yrði horft skringilega á mig ef ég færi að setja upp hjálm í hvert skipti sem ég sæki eitthvað í prentarann.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 17.8.2007 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.