Leita í fréttum mbl.is

Hættulegur veggur....

Ég held að veggurinn sem ég labba framhjá í til að sækja úr prentaranum í vinnunni sem andsetinn. Hann virkar að minnsta kosti mjög blóðþyrstur á mig. Devil

Ég fæ nefnilega alveg óstjórnlega löngun til að slengja hausnum í vegginn á leiðinni til baka frá prentaranum. Blush Sé það alveg fyrir mér. Hef sem betur fer nógu mikla sjálfstjórn til að komast klakklaust framhjá veggnum. Ég veit svosem að ég er stórfurðuleg og viðurkenni það fúslega, en nú er nóg komið af svo góðu.

Ég hef heyrt um skrifstofutæki sem hafa verið illa andsetinn, hætta að virka þegar ákveðinn aðili á skrifstofunni reynir að nota þau. Lausnin er venjulega einföld í þeim tilfellum. Viðkomandi fær sér milligöngumann sem sér um samskiptin við viðkomandi tæki. Smile 

Ég get reyndar farið aðra leið að prentaranum en gleymi mér stundum. Það þýðir heldur ekkert að fara framhjá honum með lokuð augun. Það lítur ekki alltof vel út í vinnunni ef ég læðist framhjá veggnum með lokuð augun. Whistling Ég myndi þá örugglega bara labba á vegginn og þar með hefði honum tekist ætlunarverk sitt.

Ég þigg ráðleggingar um hvernig ég get komið veggnum fyrir kattarnef.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Já ég held að ég verði mér út um vígt vatn og athugi hvað gerist. 

Þetta með hjálminn er góð hugmynd, en ég hugsa að það yrði horft skringilega á mig ef ég færi að setja upp hjálm í hvert skipti sem ég sæki eitthvað í prentarann.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 17.8.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 21203

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband