Leita í fréttum mbl.is

Mikið vildi ég óska....

.... að ég ætti fjarstýringu á hausinn á mér. Hún þarf ekkert að vera flókinn. Bara virka á heilann með on/off takka. Einfalt.

Á kvöldin þegar ég er að fara að sofa fer heilinn í gang.

Ég sem alveg rosalega skemmtileg og áhugaverð blogg. Skipulegg matseðil vikunnar með það í huga að hafa alltaf með mér nesti í vinnuna og borða hollan og góðan mat. Endurskipulegg og tek til í skápunum hjá mér. Ákveð að henda öllu óþarfa draslinu sem hefur safnast hjá mér í gegnum árin. Losa mig við skó og föt sem ég er hætt að nota. Þríf bílinn, að innan og utan. Finn alveg rosalega góða lausn á vandamáli sem ég hef verið að glíma við. Tek C-vítamín, Omega-3 og B-vítamín á hverjum degi. Vakna eldsnemma til að fara í ræktina fyrir vinnu. Smile

Þegar líður á daginn fatta ég að ég vaknaði ekki eldsnemma til að fara í ræktina fyrir vinnu. Stillti reyndar vekjaraklukkuna á 5:45 en endurstillti hana bara á 7:00 þegar hún hringdi svo ég gæti sofið lengur. Sleeping

Á mánudegi viku seinna er ég ekki búin að skipuleggja neinn matseðil og tók aldrei með mér nesti í vinnuna. Er ekki búin að taka til í skápunum, henda drasli og losa mið við föt og skó. Bílinn er ennþá skítugur. W00t Man ekki snilldarlausnina sem ég fann á vandamálinu. Man stundum eftir að taka Omega-3 og vítamínin, þá á kvöldin þegar ég er að fara sofa. Hef ekki haft fyrir að gera tilraun til að vakna og fara í ræktina fyrir vinnu. Shocking Hef verið andlaus og bara skellt inn einhverjum smá athugasemdum og brosköllum í hjá hinum og þessum bloggvini.

Ég hugga mig reyndar við það að ég er örugglega ekki eina manneskjan sem lendi í þessu, að minnsta kosti vona ég það.

Þetta með fjarstýringuna var kannski vanhugsað hjá mér. Það mætti alveg vera hægt að skipta um stöð. Whistling

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Skemmtilegt blogg.

Ég lendi oft í þessu fæ snilldarlausnir í svefnrofunum sem gufa svo alveg upp. Alla vega verður oft minna af framkvæmdunum.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.8.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mikið rosalega þekki ég þetta. Og um leið og svona takki er fundinn upp má líka finna upp tæki þar sem maður ræður næturdraumum sínum þannig að maður er t.d. giftur draumaprinsinum, eða eitthvað svoleiðis.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband