24.8.2007 | 22:10
Óskemmtileg reynsla....lögreglan í Kópavogi á samskiptanámskeið!
Ungur maður (undir 25) sem ég þekki, lenti í árekstri á hringtorgi í dag. Það var keyrt aftan á hann. Hann gerði skyldu sína og stoppaði en viti menn sá sem keyrði á hélt bara áfram sína leið eins og ekkert hefði í skorist. Sem betur fer náði hann bílnúmerinu.
Hann hélt þá áfram og fór á næstu lögreglustöð til að tilkynna áreksturinn, gefa skýrslu og kæra. Þegar hann kemur að litla gatinu sem fólk þarf að tilkynna erindi sitt í spyr lögreglumaðurinn ekki um málavexti eða hvort hann kenni sér meins. Nei takk! Það fyrsta sem hreytt var framan í þennan unga mann var "hvað ertu með margar hraðasektir" og næsta spurning var hvort hann væri á kraftmiklum bíl. Eins og það komi málinu við. Þetta var nú samt ekki búið enn.
Á meðan lögreglumaðurinn reyndi að ná í bílstjórann sem stakk af var unga maðurinn bara látin bíða í afgreiðslunni við litla gatið. Ekki skánaði framkoman hjá lögreglumanninum þegar hann kom úr símanum eftir að hafa talaði við þann sem stakk af. Nei, nei. Hann átti enga sök á árekstrinum, ungi maðurinn keyrði á hann. Einmitt! Hann bakkaði á hann í hringtorginu. Og ástæðan fyrir að hann stakk af var að hann var á svo gömlum bíl að honum fannst ekki taka því að stoppa.
Lögum samkvæmt ber honum að stoppa.
Umferðarlög 1987 nr. 50 30. mars
II. Reglur fyrir alla umferð.
Meginreglur.
Skyldur vegfarenda við umferðaróhapp.
10. gr. Vegfarandi, sem á hlut að umferðarslysi eða öðru umferðaróhappi, skal þegar nema staðar, hvort sem hann á sök á eða ekki. Hann skal veita slösuðum mönnum og dýrum hverja þá hjálp, sem honum er unnt, og taka að öðru leyti þátt í aðgerðum, sem óhappið gefur efni til. Hver sá, sem hlut á að umferðaróhappi eða hefur verið sjónarvottur að því, skal skýra frá nafni sínu og heimilisfangi, ef þess er óskað af öðrum þeim, sem hlut á að óhappinu eða hefur orðið fyrir tjóni.
Viðmótið hjá lögreglunni í Kópavogi gagnvart þessum unga manni var forkastanlegt.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég trúi þessu vel, ungur ökumaður, hann hlýtur að hafa valdið árekstrinum sjálfur líklega spólað afturábak og keyrt svo alltof hratt upp á lögreglustöð og er svo örugglega með fullt skott af punktum.
Já þeir þurfa flestir að fara á námskeið í mannlegum samskiptum, það vantar eitthvað uppá þá kennslu í lögregluskólanum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.8.2007 kl. 22:24
Þetta er skelfileg saga og lögreglunni til skammar
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.8.2007 kl. 22:24
Bróðursonur minn átti mjög kraftmikinn bíl þegar hann var í kringum átján ára og löggan á Akureyri var alltaf að stoppa hann og tékka á ökuskírteininu og svoleiðis. Hann var aldrei stoppaður fyrir hraðakstur enda ábyrgur ungur maður þrátt fyrir kraftmikinn bíl. En hann var pottþétt stoppaður mun oftar en vinir hans á kraftminni bíl. Það sama var með frænda minn á Húsavík sem var lagður í einelti af lögreglunni þar út af bílnum.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.8.2007 kl. 18:17
Þetta er leiðinlegur hugsunarháttur hjá lögreglunni. Af því að þú ert undir ákveðnum aldri, karlmaður og á kraftmiklum bíl ertu stimplaður sem ökuníðingur.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 11:06
Næst þegar ég gef einhverjum á kjaftinn, þá ætla ég að segja að hann hafi lamið mig á höndina með höfðinu.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 18:02
Akkúrat Gunnar.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 31.8.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.