31.8.2006 | 10:12
Rockstar....
Ég var svo upptekin af Áfram Magni baráttunni að ég hef ekki komist til þess að skrifa hvað mér fannst um Rockstar í vikunni. Hér kemur það þó seint sé.
Lukas tók Lithium með Nirvana. Nirvana er langt frá því að vera hljómsveit sem ég fylgdist með á sínum tíma en Lukas gerði það að sínu eigin og þegar hann kom með kraftinn í það eftir rólega byrjun fannst mér það frekar flott. Þegar hann svo tók lagið með Supernova í gærkvöldi fannst mér hann syngja vel, ekki það að ég muni eftir laginu sjálfu.
Magni, áfram Magni! Hann var alveg frábær með I, Alone. Þegar hann labbaði út í sal og söng fyrir Gilby, Jason, Tommy og Dave var hann að sýna bestu sviðsframkomuna til þessa. Hann var nú reyndar líka æðislegur þegar hann söng "I don´t belong here.." liggjandi á sviðinu. Íslendingar sýndu líka hvers þeir eru megnugir ef þeir standa saman. Komum honum í toppinn og komum í veg fyrir að hann lenti nokkurn tíman í þremur neðstu sætunum. Húrra fyrir Íslendingum. Ef að Magni er ekki stoltur yfir því hverra þjóða hann er þá veit ég ekki hvað.
Ryan var ekki eftirminnilegur. Ég man að hann hoppaði upp á píanóið, renndi sér á því og skreið upp á það. Hann tók Clocks með Coldplay og ég þurfti að hafa fyrir því að muna hvaða lag hann tók. Það segir allt sem segja þarf og ég var ekki hissa yfir því að hann var sendur heim.
Storm tók Bring Me Back To Life með Evanescence sem er ein af uppáhaldshljómsveitunum mínum. Hún byrjaði ekki vel. Ég fann nú bara til með henni mér fannst þetta svo hræðilegt. Hún náði sér nú samt á strik og hún fær þvílíkt prik hjá mér fyrir að þora að nota keppinaut sinn hann Toby í bakrödd hjá sér. Mér finnst hún samt ekki mjög líkleg til að lenda í topp þremur. En hvað veit ég! Hún tók svo Helter Skelter í gærkvöldi og ég fylgdist varla með því. Ég var í þvílíku stuði yfir að Magni gæti tekið því rólega að ég skellti mér á bloggið og setti inn smá færslu.
Toby tók Rebel Yell með Billy Idol. Um leið og ég vissi hvaða lag hann fengi vissi ég að þetta væri lagið fyrir hann. Enda sannaði hann það þegar hann fékk endurflutninginn í gærkvöldi. Þetta var lagið fyrir hann. Aðdáendurnir hafa greinilega vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir kusu þetta fyrir hann.
Dilana tók Mother Mother og gerði það nú bara ansi vel, en mér fannst samt gengið heldur of langt í hrósinu. Mér finnst hún alltaf mjög svipuð og ég segi það enn og aftur, hún nær ekki að toppa Ring of Fire. Það var greinilega mikill sjokk fyrir hana að þurfa syngja í gærkvöldi, hún tók Pshyco Killer. Mér fannst flutningurinn ekki neitt sérstakur. Hún kemst ekki með tærnar þar sem Talking Heads eru með hælana. Svo tók ég eftir öðru sem mér fannst frekar merkilegt og sagði mér margt um Dilönu. Í lok þáttarins í gærkvöldi um leið og Brooke Burke var búin að kveðja og bjóða góða nótt lét Dilana sig hverfa. Hún stóð ekki með hópnum þegar kreditin voru að rúlla. Vá hvað manneskjan virðist ekki geta tekist á við þá gagnrýni sem hún hefur fengið og úrslitin í gær. Hún hélt greinilega að Storm færi og leit ekki út fyrir að vera par sátt við að Ryan þyrfti að taka saman föggur sínar.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 21199
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.