3.10.2007 | 15:29
Sparnaður....
Við Íslendingar erum mjög sparsöm þjóð, að minnsta kosti íslenskir ökumenn.
Íslenskir ökumenn spara stefnuljósið í óhófi. Ef það er notað, þá er það ekki gefið fyrr en við erum komin í beygjuna og þá er því skellt á til þess eins að staðfesta að við séum að beygja. Þetta hef ég eftir útlendingi sem kom í heimsókn og hafði orð á þessu.
Ég hef reyndar tekið eftir því að í sumum tilfellum þar sem ég gef stefnuljós til að komast á næstu akrein á háannatímum í umferðinni í Reykjavík, þá er ekkert gert til að hleypa mér inní. Ég hef það á tilfinningunni að ökumaðurinn á næstu akrein finnist ég bara vera að svína.
Ég upplifi mig alltaf eins og í kappakstri í þessum tilfellum. Ónei vina, þú færð sko ekki að fara framfyrir mig.
Komum aftur að stefnuljósunum. Þau er þarft öryggistæki. Ekki síst eins og umferðin er í Reykjavík. Verum duglegri að nota stefnuljósið í hringtorgum, fráreinum, aðreinum og einfaldlega þegar tilefni gefur til.
Ég hef því miður ekki hingað til heyrt hugboðin sem bílstjórarnir sem notar ekki stefnuljós og eru að fara beygja sendir mér. Skrítið.
Þangað til næst....
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég flutti til Svíþjóðar þegar ég var 19 ára. Að keyra í Svíþjóð er draumur miðað við Ísland. Það er martröð að keyra í Reykjavík.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.10.2007 kl. 18:00
Ég hef aldrei sparað stefnuljósið - kannski þess vegna sem ég er alltaf svona blönk... spurning um að fara að spara það... já eða spara einhvers staðar annars staðar! Veit ekki alveg
Ragnhildur (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:59
Tek undir með þér, það er hreinlega einsog ökumenn upplifi sig sem loosera við að hleypa bílum framfyrir sig.
Guðrún Sæmundsdóttir, 17.10.2007 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.