8.10.2007 | 13:06
Bílabíó....
Ég fór að passa Sigþór og Bergþór á miðvikudagskvöldið þar sem foreldrarnir ætluðu í bílabíó.
Þegar ég var nýkomin úr vinnunni hringdi Ragnhildur og tilkynnti mér að ég yrði að mæta í kvöldmat þar sem Óli keypti súperhamborgara (140g). Jú, jú. Ég "neyddist" víst til að koma fyrr en áætlað var. Hamborgarar með beikoni og alles.
Þegar ég var mætt á svæðið fór Óli að undirbúa hamborgaraeldunina. Rosa erfitt, tekið upp George Foreman grillið og því stungið í samband. Eftir 1 stk. risahamborgara og smá franskar valt maður á hlið út af stólnum í eldhúsinu. Ég sá fram á að það besta fyrir mig í stöðunni væri að fara með strákana í bað svo að ég freistaðist ekki til að narta í franskarnar sem voru eftir handa Ragnhildi og Davíð.
Úr baði var farið í spiderman nærföt, Sigþór í Harry Potter náttföt og Bergþór í súpermann náttföt með skikkju um hálsinn. Ég skreið svo með þá upp í sófa til að lesa og ekki leið á löngu þar til Skuggi var mættur. Hann kom sér fyrir í fanginu á mér og malaði og malaði.
Síðan var skriðið upp í hjónarúm lesið smá og svo upp í koju. Ég lagðist í neðri kojuna með honum Bergþóri og var ekki lengi að steinsofna. Já ég. Svaf reyndar ekki nema í rúman hálftíma en hefði gjarnan viljað sofa lengur.
Mér til mikillar gleði datt ég inn á TCM þar sem var verið að sýna Victor/Victoria með Julie Andrews. Æðisleg mynd. Þegar hún var alveg að verða búin, um 11, duttu Ragnhildur og Óli inn um dyrnar. Bíddu, bíddu. Ég átti nú ekki von á þeim fyrr en um 12. þau gáfust víst upp á bíóinu eins og margir aðrir og yfirgáfu svæðið.
Þetta var víst ferlega misheppnað bílabíó. Talið 2 mínútum á eftir og einhverjir kastarar fyrir ofan vegginn sem myndinni var varpað á, kveikt á þeim og þeim var beint í átt að áhorfendum sem þurftu að píra í gegnum ljósin á myndina. Frekar leiðinlegt þar sem það var greinilega hörkustemming fyrir þessu sem sást á góðri mætingu.
Niðurstaðan hjá þeim hjónakornum varð að þau hefðu betur setið heima og horft á Victor/Victoria með mér.
Þangað til næst....
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Sjónvarp | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 21199
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Er bílabíó á íslandi?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.10.2007 kl. 13:19
Þetta bílabíó var á vegum kvikmyndahátíðarinnar og var í einhverju flugskýli á gamla varnaliðssvæðinu.
Ég vissi reyndar bara af þessu því ég var beðin um að passa svo foreldrarnir kæmust á þessa sýningu.
Hugmyndin er alveg góð en það þarf líka vanda við að framkvæma hana.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 8.10.2007 kl. 21:21
ég ætlaði einmitt að spyrja að því sama og Gunnar Helgi. Já, það á að gera þetta almennilega fyrst verið er að gera þetta á annað borð.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.