Leita í fréttum mbl.is

Idol fordómar....

Það var vetrarfagnaður á laugardaginn í vinnunni.

Fyrst var mætt í partý á skrifstofunni. Þar beið okkar vín, snakk, veitingar og ágætis tónlist. Teitið byrjaði klukkan 19 og var ég mætt 20 mínútur yfir. Það voru nú ekki margir mættir. Svo eins og sönnum Íslendingum sæmir fór liðið að skríða inn 10 mínútur í átta. Það var spjallað, drukkið og borðað til korter yfir níu. Rútan sem fór með okkur á Broadway komin. Markmiðið var að koma nógu snemma til að fá borð á góðum stað.

Við fengum ágætis borð þó svo að ég hafi nú ekki séð mikið úr sætinu mínu, ekki að það hafi skipt miklu máli þar sem ég var fyrst og fremst komin til að hlusta á tónlistina. Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá vorum við á  sýningunni George Michael í 25 ár með Friðrik og Jogvan.

Mig hlakkaði mikið til að hlusta á hann Friðrik. Hann er svo góður söngvari og skemmtikraftur. Sá Björgvin Halldórsson sýninguna í fyrra og hann Friðrik gjörsamlega stal senunni. Ég var nú ekki spennt yfir því að heyra hann Jogvan syngja. Hann kom mér skemmtilega á óvart, komst að því að ég var haldinn allsvakalegum idol fordómum gagnvart honum. Cool Skil alveg stelpurnar sem féllu fyrir honum í Idolinu á sínum tíma. Hann er algjört krútt. Wink Ekki má svo gleyma bakradda söngkonunum á sýningunni. Það var Hera og önnur frábær söngkona sem ég á að vita hvað heitir en man það bara ekki. Fór inn á heimasíðuna hjá Broadway til að komast að því. Neibb, hvorki Hera né hún eru nefndar þar. Bömmer.

Hera og Friðrik tóku "I knew you were waiting" saman. Vá maður Aretha má sko passa sig. Mér hefur alltaf þótt Hera æðisleg og ekki varð ég fyrir vonbrigðum.

Jogvan og hin söngkonan tóku líka lag saman, en ég man ekki hvaða lag það var frekar en ég man hvað söngkonan heitir. Ef einhver getur upplýst mig um nafnið á henni yrði ég mjög fegin.

Sýningin byrjaði klukkan 22 og stóðí tvo tíma. Það voru eitt eða tvö lög sem ég þekkti varla en ég er ekki hardcore aðdáandi þannig að það breytti engu fyrir mig. Sýningin var vel heppnuð og augljóst að allir sem komu að henni höfðu gaman að.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er ekki með Idol fordóma...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.11.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband