28.9.2006 | 22:11
Komin tími á nokkur orð....
Ég er búin að vera í bloggfríi. Mér fannst ég vera hálf andlaus og ekkert hafa um að blogga eftir að Magna ævintýrið var yfirstaðið. Það er auðvita ekki rétt, ég hef heilmikið um að skrifa. Hef bara ekki nennt því. Ætla aðeins að reyna bæta úr því á næstunni.
Það var voða gaman hjá mér um daginn. Ég keypti mér nefnilega nýjan bíl. Vei. Ég er nefnilega svo heppin að Óli, pabbi skæruliðanna, vinnur hjá Heklu og ég hringdi í hann þegar ég var að spá í bílakaupin. Hann er frábær. Hafði samband við sölumann, fékk uppgefið verð og hvað mánaðargreiðsla yrði af bílaláni. Hann Óli hætt ekki þar. Nei, hann fékk lánaðan reynsluaksturs bílinn (sem var í litnum sem ég vildi) og kom með hann heim til mín, . Þjónusta að dyrum. Geðveikt. Daginn eftir þegar ég skilaði bílnum (föstudagur) þá gekk ég frá öllu sem þurfti og fór svo á þriðjudeginum í vikunni á eftir og sótti bílinn. Gaman, gaman. Ég fékk mér beinskiptan Skóda Fabia með leðurstýri, álfelgum og topplúgu. Ég er búin að vera á honum í mánuð og hann eyðir nánast engu.
Það skemmtilegasta við þetta allt var þegar skæruliðarnir skoðuðu bílin í fyrsta skipti. Þeir komu sér fyrir í framsætunum og þegar ég opnaði topplúguna vildi Sigþór sko upp á þak og skildi bara alls ekki afhverju hann mætti það ekki. Loksins þegar ég gat lokað lúgunni fór Bergþór í göngutúr um bílinn. Í bókstaflegri merkingu. Hann klifraði um hann allan og vildi svo endilega komast í skottið. Það best við þessa bílaskoðun var þegar skæruliðarnir sátu báðir í bílstjórasætinu og Sigþór heimtaði bíllykilinn. Þegar ég spurði hann afhverju hann þyrfti lykilinn þá svaraði hann einfaldlega. Við erum að fara. Meinti þá bróðir sinn og sig. Ég og pabbi þeirra fengum kast. Þeir bræðurnir eru svo skemmtilegir að það hálfa væri nóg.
Þangað til næst....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.