Leita í fréttum mbl.is

Bráðabloggofnæmi....

Já það er langt síðan ég lét heyra í mér.

Ástæðan er að ég fékk algjört bloggofnæmi. Gerði heiðarlega tilraun í desember að koma mér í gang aftur en þá margfaldaðist ofnæmið og ég sá enga aðra lausn en að taka mér frí frá blessuðu blogginu.

Ég ætla nú ekki útlista af hverju ég fékk þetta bráðaofnæmi, en það lýsti sér þannig að ég gat ekki einu sinni farið inn á bloggið og lesið færslur bloggvina minn. Eins og þeir eru nú skemmtilegir pennar allir saman. Þar sem þetta bráðabloggofnæmi virðist vera í rénum, get ég látið mig hlakka til að lesa fullt af skemmtilegum bloggum. Jibbý.

Það hefur nú ekki mikið á daga mína dregið síðastliðna mánuði. Það sama er nú ekki hægt að segja um hann Snúð.

Hann hefur stækkað, reyndar ekki mikið. Hann verður 1 árs í lok næsta mánaðar, stórafmæli. Og alltaf er hann jafnskemmtilegur.

Gerir mig stundum hálfbrjálaða á kvöldin þegar hann hleypur um alla íbúð með nýjustu bráðina í kjaftinum (sem er venjulega plastpoki eða plastumbúðir sem er búið að binda í hnút) stekkur svo upp í gluggakistu í svefnherberginu mínu og lendir á rimlagluggatjöldunum á fullri ferð með viðeigandi látum. Þetta er ein af hans uppáhalds iðjum þegar ég er komin upp í rúm.

Svo er hann búin að uppgötva 'sjónvarpið'... Hann situr fyrir framan þvottavélina þegar hún er í gangi og fylgist grant með því sem er að gerast inni í henni á milli þess sem hann reyndir að komast inn í hana í gegnum hurðina. Þvottahúsið er ekki spennandi nema að þvottavélin sé í gangi.

Svo er Snúður með alveg svakalega teygjuáráttu. Allar hárteygjurnar mínar hurfu, hver á fætur annarri. Hann þefaði þær uppi. Ég hélt nú bara að hann gerði það þar sem það væri líklega lykt af mér í teygjunum. Nei, ekki aldeilis. Ég keypti nefnilega teygjur og setti spjaldið í töskuna mína, þegar ég kom heim gerði Snúður sér lítið fyrir fór með hausinn ofaní töskuna þar sem hún lá á gólfinu og kom svo með hausinn upp úr töskunni með teygjurnar í kjaftinum. Ég var snögg að taka þær af honum. Þær teygjur eru allar horfnar. Hann náði þeim aftur að lokum. Snúður hefur hvorki fyrr né síðar haft neinn áhuga á töskunni minni.

Nóg um hann í bili.

Þangaði til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að "heyra" í þér aftur langt ´siðan síðast.. ;)

Anna Birna (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband