Leita í fréttum mbl.is

Sýnishorn....

Ég fór allt í einu að spá í sýnishorn úr bíómyndum.. Þá hvort þau væru í samræmi við innihald myndarinnar.

Það getur verið gaman að sjá sýnishorn úr nýrri mynd. Annað hvort langar manni að sjá hana út frá sýnishorninu eða ekki. Reyndar á það kannski ekki við um myndir eins og Hringadrottinsögu þar sem við sem höfum lesið bækurnar vitum hver söguþráðurinn er og flest okkar höfum líklega séð myndirnar.

Ég, ásamt fleirum geri ég ráð fyrir, höfum lent í því að sjá sýnishorn úr mynd og langa mikið að sjá myndina en orðið fyrir miklum vonbrigðum. Ekki það að sýnishornið væri ekki í samræmi við innihald myndarinnar.. heldur að myndin var bara léleg.

Svo hef ég séð sýnishorn og dauðlangað til að sjá viðkomandi mynd.. og myndin kemur samt skemmtilega á óvart varðandi gæði. Alltaf gaman þegar það gerist.. en það gerist allt of sjaldan.

Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum mínum eru sýnishornin sem eru í engu samræmi við innihaldið.

Ég horfði nefnilega á Pan´s Labyrinth um daginn eftir að vera búin að langa til að sjá hana frá því hún kom í bíó. Ástæðan fyrir því er sýnishornið sem ég sá úr myndinni á sínum tíma. Það gaf til kynna að þetta væri ævintýramynd sem gerist undir lok seinni heimstyrjaldarinnar á Spáni. Ung stúlka lendir í spennandi ævintýrum uppi í sveit og þarf að bjarga litla bróður sínum. Vá hvað ég hafði enga hugmynd um hvað ég væri að fara horfa á. Þvílíkt og annað eins ógeð. Það kom hvergi fram í sýnishorninu eða neinu sem ég las í sambandi við myndina að í henni væri stjúpfaðir stúlkunnar í stóru hlutverki sem sadista helv... Það er sýnt þar sem hann drepur á virkilega ógeðfelldan hátt, þar sem hann er að velja pyntingartól til yfirheyrslu og afleiðingar "yfirheyrslunnar". Ég skil ekki þau tugi verðlauna sem myndin var tilnefnd til og vann.

Ég get að minnsta kosti ekki mælt með þessari mynd. Hún er blóðug, ógeðsleg og alls ekki nein ævintýramynd. Langt frá því. Það má vel vera að hún höfði til einhverra og einhverjir séu mér ósammála.

Málið er að ég hefði aldrei horft á þessa mynd ef sýnishornið hefði verið í samræmi við innihald og söguþráð.

Og á meðan ég man.. ég hata fólk!

Þangað til næst.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Unnar

Já oft eru myndirnar vonbrigði miðað við stilkurnar. En ég trúi ekki að þér hafi fundist Pan svona slæm. Mér fannst hún stórfengleg.

Magnús Unnar, 4.3.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Jú Magnús.. ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Pan. Fannst hún frekar ógeðfelld og ekkert varið í hana.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 21199

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband