Leita í fréttum mbl.is

Hvað leynist undir yfirborðinu....

Mikið ofboðslega hafa íbúar Solund það gott. Eða hvað! Mér dettur nú bara í hug breskir lögregluþættir sem eiga að gerast í sveitasælunni eins og Midsomer Murders, þar kraumar allt af framhjáhaldi, fjárkúgunum og ég veit ekki hverju. Já og svo auðvita Hot Fuzz þar sem fyrirmyndaborgararnir voru morðóðir vitleysingar Grin.

Þetta er auðvita bara ofundsýki í mér, hver vill ekki búa í leiðinl... nei ég meina friðsælasta bænum í landinu.

Þangað til næst.... 


mbl.is Friðsælasti bær í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jebb, ég er nokkuð viss um að þetta sé eins og í Hot Fuzz, þar sem ákveðnir bæjarbúar sjá til þess að þeir sem eru líklegir til að valda skandal "lendi í slysi." Kemur einhvers staðar fram hver slysatíðnin er þarna?

Hélt ekki...

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Nei, slysatíðnin er hvergi nefnd. Það væri annars gaman að vita hver hún er.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 13:09

3 Smámynd: Svanbjörg Sverrisdóttir

...slysatíðni hér er ákaflega lág...auðvitað verða slys á sjónum...ekki dauðaslys. Fólk ferðast hér jafnt á bátum sem á bílum, langt er á milli manna, svo við erum sennilega ákaflega heppin og kannske erum við líka einstaklega varkár.

Og til að fyrirbyggja misskilning...Sólundir eru ekki bær og koma sennilega aldrei til með að verða það. Margar stórar eyjar eru sveitarfélagið Sólund....Þéttust er byggð á Harðbakka, þar sem búa 320 manns...og þar býr borgardaman ég. Sennileg má einna helst líkja samfélaginu hér við hreppa af ámóta stærð á 'Islandi - með ca 800 íbúa.

Svo hefi ég velt því fyrir mér hvers vegna það ætti að vera samhengi milli ofbeldis og leiðinda....Auðvitað leiðist mér stundum hér en aldregi hefir hvarflað að mér að tengja þá tilfinningu skorti og vöntun á ofbeldi/glæpum/slysum.

Svanbjörg Sverrisdóttir, 11.3.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Þetta var nú ekki illa meint Svanbjörg.. enda er þetta bara öfunsýki í mér yfir að geta ekki verið algjörlega áhyggjulaus um mig og mína hérna í henni litlu Reykjavík. 

Með kveðju frá litla Íslandi 

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband