Leita í fréttum mbl.is

Um að gera að blogga....

Já er ekki best að taka sig til og reyna að blogga reglulega. Jú, mér finnst það.

Dagarnir eru ekki mikið frábrugðnir hver öðrum. Nema kannski síðastliðnar tvær vikur. Var hundveik. Með hita, beinverki og alles í síðustu viku. Ég hélt reyndar að ég væri komin með lungnabólgu þar sem ég var með þvílík andþyngsli og hrygldi í mér þegar ég andaði. Endaði með heimsókn frá næturlækni sem úrskurðaði að ég væri með inflúensu og þyrfti hvorki meira né minna en fuglaflensulyfið fræga Tamiflu. Já takk, ég er sem sagt með fuglaflensuna. Bauðst til að hósta á alla sem ég hitti.

Svaf mikið í síðustu viku, eiginlega of mikið.

Gísli afi lést aðfaranótt 1. apríl, vikuna fyrir veikindin miklu, við brunuðum norður til að kveðja þann gamla. Hann lést í svefni sem var mikil blessun.

Hann var nýkomin úr heilmikilli rannsókn og líklega með krabbamein á háu stigi. Fjóla amma lést 1.janúar 1999 eftir langvarandi baráttu við krabbamein. Engum langaði til að upplifa það aftur.

Það var kistulagt 11.apríl og jarðaförin var laugardaginn 12.apríl. Ég fór ekki í kistulagninguna, var bara of veik. Var einstaklega fegin því að við fjölskyldan fórum norður til að kveðja Gísla afa daginn sem hann lést.

Séra Hjálmar jarðsöng afa. Hann Gísli afi bað hann um það þegar hann jarðsöng hana Fjólu ömmu fyrir rúmum 9 árum og auðvita mundi Séra Hjálmar eftir því.

Það er nú samt skemmtilegt að segja frá að þegar langafabörnin hans Gísla afa, synir Ragnhildar og Óla, komu inn í kirkjuna heyrðist í Sigþóri. "Er langafi í kistunni, má ég opna hana, mig langar að sjá hann." Hann Sigþór vissi nefnilega að mamma hans hafði farið á kistulagninguna kvöldið áður til að kveðja afa og að kistunni hefði verið lokað eftir það.

Eftir erfidrykkjuna lá leiðin suður. Ég sá rúmið mitt í hyllingum. Auðvita ekki búin að gera mikið annað en að verma það í veikindunum.

Er enn að jafna mig á þessu öllu saman. Fæ enn smá andþyngsli og nokkuð væn hóstaköst. Vonandi fer þetta að verða búið.

Þangað til næst.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband