18.4.2008 | 23:07
Þetta venjulega....
Ég skellti mér á Deli í hádeginu í gær og fékk mér Quesadilla með kjúklingi. Mikið svakalega var þetta gott. Quesadilla er ekki fast á matseðlinu hjá honum í Deli en var víst í boði alla vikuna. Vona bara að það verði framhald af því.
Fæ mér venjulega pastasalatið hjá honum, það er vel útlátið og ansi gott. Verð að prófa hvítlauksbrauðin því þau runnu út eins og heitar lummur þegar ég beið eftir matnum mínum í gær.
Ég er að jafna mig á fuglaflensunni. Missi samt stundum andann þegar ég er að tala, öllum til mikillar ánægju. Ég á það til að fá munnræpu, ekki neitt svakalega slæma. Kannski er þetta bara samsæri hjá fjölskyldunni til að þagga niðri í mér.
Hef legið yfir Terry Pratchett undanfarið. Hef lesið allar Discworld sögurnar hans, flestar oftar en einu sinni og meirihlutann oftar en það. Er að lesa Making Money núna. Hann er svo skemmtilegur höfundur. Vona bara að hann geti glatt mig og aðra lesendur sína í nokkur ár í viðbót. Hann er víst með Alzheimer maðurinn.
Sá á IMdb að Sky sýndi The Colour of magic um páskana. Get ekki beðið eftir að hún komi á DVD svo ég geti séð hana. Davíð frændi er víst búin að sjá hana og er myndin gerð eftir fyrstu tveimur Discworld bókunum, The Colour of Magic og The Light Fantastic, segir frá ævintýrum Rincewind og Twoflower. Jason David leikur Rincewind og Sean Austin leikur Twoflower. Sá stutt brot úr henni á heimasíðu Sky, það lofar góðu.
Það verður gott að sofa út í fyrramálið.
Þangað til næst....
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bækur, DVD, Matur og drykkur | Breytt 19.4.2008 kl. 03:32 | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.