21.4.2008 | 14:20
Vekjaraklukkan mín....
Mikið svakalega var ég bjartsýn þegar ég lýsti yfir tilhlökkun minni við að sofa út á laugardagsmorguninn.
Ég vaknaði þegar Snúður "vekjari" skellti sér á bringuna á mér óguðlega snemma. Sem betur fer er ég þeim eiginleikum búin að ég get oftast sofnað aftur eftir svona vakningu. Ég veit ekki hvað gekk á fyrir honum en eitthvað var hann ósáttur við að hafa mig uppi í rúmi.
Ég bjó til hummust fyrir helgina, notaði uppskrift hérna af mbl. Þvílíkur viðbjóður. Ég bjó þetta til eftir minni, þurfti að kaupa kjúklingabaunir og cumin, annað var til. Notaði extra virgin ólífuolíu eins og kokkurinn gerði hérna á mbl síðunni. Verð að viðurkenna að ég er ekki mjög hrifinn af bragðinu á henni. Þegar ég var komin með allt hráefnið skellti ég því í matvinnsluvélina og setti hana í gang. Smakkaði svo á afrakstrinum og var ekki hrifinn. Mér finnst hummus nefnilega góður, komst að þeirri niðurstöðu að ólífuolían væri ónýt og grunaði að kannski hefði ég gleymt einhverju úr uppskriftinni. Auðvita kom á daginn að ég gleymdi einhverju, sítrónusafanum. Samt sem áður var það ólífuolían sem gerði útslagið. Hún var nefnilega ónýt.
Gerði svo aðra tilraun til að búa til hummus á laugardaginn eftir vakninguna æðislegu. Var með öðruvísi niðursoðnar kjúklingabaunir, venjulega ólífuolíu og mundi eftir sítrónusafanum. Nammi, namm. Mikið ofboðslega var heimilisfólkið almennilegt þegar það smakkaði á vonda hummusnum og lýsti því yfir að hann væri fínn.
Þarf að fara í Hagkaup og kaupa fleiri dósir af þessum fínu kjúklingabaunum.
Þangað til næst....
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Spaugilegt, Gæludýr, Matur og drykkur | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.