21.4.2008 | 16:31
Bílastæði....
Ég lagði í gjaldskylt bílastæði í dag. Kostaði kr. 500 þeir klukkutímar sem ég þurfti. Fann ekki stæði annars staðar svo ég ákvað bara að spreða aðeins.
Ég lenti í stórskrítnum atburði þegar ég var að borga í stæðið.
Þegar ég er að koma að bílastæðagreiðsluvélinni er maður að koma frá henni og sest inn í bílinn sinn sem er lagt alveg við hana. Ég byrja að setja pening í, kemur þá ekki maðurinn út úr bílnum talandi um að hann hafi gleymt að taka miðann.
Það var enginn miði í vélinni og ég hafði bara byrjað að setja pening í þegar ég kom að henni. Tók ekkert eftir því hvort væri miði eða peningur í vélinni. Maðurinn gerði sér lítið fyrir og ýtti á græna takkann til að fá miða. Halló, ég er að setja pening í. Ég varð smá reið og spurði hvað maðurinn væri eiginlega að gera, svo fauk miðinn sem kom þegar hann ýtti á takkann og ég þurfti að elta hann. Ekki bætti það úr skák. Ég spurði manninn hvað hann héldi að hann væri að gera og sagði að hann skuldaði mér 300 krónur. Miðinn sem kom út var til klukkan hálf fjögur ég þurfti til rúmlega fjögur.
Hann má nú eiga það þessi maður að hann borgaði mér 300 krónur og tók miðann. Ég setti pening í aftur og fékk miða sem rann út rúmlega hálf fimm. Þegar ég er svo að labba að bílnum mínum til að setja miðann í hann kemur maðurinn út úr bílnum og segir að miðinn sé til fjögur. Ég svaraði hátt og skýrt að hann væri bara til hálf og að ég þyrfti miða til rúmlega. Týpískur karlmaður.
Ég var frekar hneyksluð á þessum manni í morgun, en nú þykir mér þetta bara fyndið. Sérstaklega í ljósi þess að maðurinn jú borgaði mér peninginn sem ég var búin að setja í. Ég tek það fram að ef hann hefði ekki ýtt á takkann hefði ég látið hann hafa pening þar sem hann gleymdi að taka miða og það var peningur í vélinni þegar ég kom að.
Þangað til næst....
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Dægurmál, Spaugilegt | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.