Leita í fréttum mbl.is

Af sjálfvirkum vekjara....

Ef væri ekki búið að gelda Snúð þá hefði ég farið allsnarlega með hann í morgun og "snip, snip".

Best að byrja á byrjuninni. Á laugardagsmorguninn klukkan 06:10 mætti sjálfvirki vekjarinn á svæðið. Vakna, vakna, vakna. Hann tók tilhlaup eins og venjulega og skellti sér á bringuna á mér.  Ég sneri mér á hliðina og ýtti Snúð í burtu. Þá fór hann á röltið, á mér. Sprangaði fram og aftur á mjöðminni á mér. Á endanum gafst hann samt upp og ég gat sofnað aftur. Húrra.

Ég fékk frið í gærmorgun, hann hefur líklega verið svo þreyttur eftir að vakna svona óguðlega snemma á laugardagsmorguninn.

Í morgun klukkan 05:30 fékk Snúður kast í glugganum á svefnherberginu. Starrarnir voru greinilega eitthvað spennandi og hann gat augljóslega ekki mænt á þá í gegnum eldhúsgluggann, stökk heldur upp í gluggann hjá mér með ógurlegum látum. Hann hefur nú gert þetta áður en í morgun er í fyrsta skipti sem ég hef farið á fætur og tekið hann úr glugganum.

Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar en mundi svo að ég var búin að láta gelda ólátabelginn. Andsk....!

Þangað til næst.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband