28.4.2008 | 11:53
Af sjálfvirkum vekjara....
Ef væri ekki búið að gelda Snúð þá hefði ég farið allsnarlega með hann í morgun og "snip, snip".
Best að byrja á byrjuninni. Á laugardagsmorguninn klukkan 06:10 mætti sjálfvirki vekjarinn á svæðið. Vakna, vakna, vakna. Hann tók tilhlaup eins og venjulega og skellti sér á bringuna á mér. Ég sneri mér á hliðina og ýtti Snúð í burtu. Þá fór hann á röltið, á mér. Sprangaði fram og aftur á mjöðminni á mér. Á endanum gafst hann samt upp og ég gat sofnað aftur. Húrra.
Ég fékk frið í gærmorgun, hann hefur líklega verið svo þreyttur eftir að vakna svona óguðlega snemma á laugardagsmorguninn.
Í morgun klukkan 05:30 fékk Snúður kast í glugganum á svefnherberginu. Starrarnir voru greinilega eitthvað spennandi og hann gat augljóslega ekki mænt á þá í gegnum eldhúsgluggann, stökk heldur upp í gluggann hjá mér með ógurlegum látum. Hann hefur nú gert þetta áður en í morgun er í fyrsta skipti sem ég hef farið á fætur og tekið hann úr glugganum.
Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar en mundi svo að ég var búin að láta gelda ólátabelginn. Andsk....!
Þangað til næst....
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Gæludýr, Spaugilegt | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.