28.4.2008 | 13:41
Ekki slæmur sonur....
Heyrði viðtal við Mike Hammond á BBC World í morgun.
Hann gerði þetta þar sem 88 ára gamall föður hans getur ekki farið á kránna einn, er hálfblindur gamli maðurinn. Hann er komin á heimili fyrir aldraða, fluttur í burt frá vinum sínum og er af þeirri kynslóð að ef hann átti fríkvöld var farið á kránna og drukkin 1-2 bjórar. Samkvæmt Mike vildi pabbi hans gjarnan fara á hverju kvöldi á kránna og Mike heldur bara ekki í við þann gamla. Ekki að sá gamli sitji á sumbli öll kvöld, heldur sækir kránna fyrir félagsskap.
Mike hafði samband við félagsþjónustu þar sem fæst fólk til að fara með þeim sem á aðstoð þurfa að halda í búðir og þess háttar. Þar var ekki í boði að fá félagsskap á kránna.
Úr varð að hann auglýsti eftir félagsskap fyrir pabba sinn á pósthúsinu í bænum. Eftir að auglýsingin var birt í dagblaði eyddi Mike heilum degi í að svara í farsímann og heimasímann vegna fyrirspurna. Hann slökkti á farsímanum og tók heimasímann úr sambandi klukkan 5 þann daginn. Var búin að fá nóg.
Mike segist hafa fengið um 15 alvöru umsóknir, að lokum komu þrír til greina. Mike fór með pabba sinn og tvo af umsækjendunum á kránna, sitt í hvoru lagi, til að athuga hvort þeir kæmu til greina. Jú, pabba Mike líkaði vel við þessa tvo og fer nú á kránna 1 kvöld í viku með syninum og skipta svo nýju vinirnir hinum kvöldunum á milli sín.
Mér þykir hann Mike Hammond nokkuð góður að gera þetta fyrir pabba sinn.
Þangað til næst....
Á launum við sumblið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Velkominn í bloggviahópinn
Kristín Gunnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.