30.4.2008 | 12:29
Afneitun....
Ég heyrði viðtalsþátt á BBC World í gær á leið heim úr vinnunni í sambandi við þessi mál. Þar kom fram að ein af ástæðunum að þetta viðgengist, þ.e. enginn virtist vita neitt fyrr en atburðirnir komu fram í dagsljósið og þá kæmi fólk fram og segðist hafa vitað að ekki væri allt í lagi þarna, ætti rætur sínar að rekja til seinni heimstyrjaldarinnar.
Á þeim tímum var algengt að fólk færi með kjaftasögur í nasistana um nágranna og vini til þess að fá verðlaun, oft á tíðum bara af því að það hafði horn í síðu einhvers. Afleiðing þess væri að fólk skipti sér ekki af málum annarra og vildi helst ekki þekkja nágrannana sína.
Tæplega 63 ár eru síðan Seinni heimstyrjöldinni lauk og nokkrar kynslóðir. Ég er auðvita ekki dómbær á hvernig fólk hagar sér í daglegu lífi í Austurríki en er efins að þessi útskýring sé réttlætanleg.
Í þessum þætti var talað eins og Amstetten málið væri einsdæmi af Austurrískum sálfræðingi. Hann reyndi að gera lítið úr Kampusch málinu og nefndi ekkert konuna sem hélt dætrum sínum í haldi eftir skilnaðinn við manninn sinn.
Í því máli var einhver kona margbúin að kvarta við yfirvöld bæjarins yfir að eitthvað væri ekki í lagi hjá móðir stúlknanna og ekkert gert fyrr en hún hótaði að höfða mál á hendur þeirra sem sáu sér ekki færi á að athuga umkvartanir sínar.
Svo er ég forvitinn af hverju það voru félagsmálayfirvöld í Amstetten fóru í 21 skráða heimsókn á heimili Fritzl. Varla var það eingöngu út af þessum þremur ættleiðingum. Hvað á maður að halda.
Þangað til næst....
Kanslari Austurríkis óttast orðspor landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Samviskan, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Eg hef nokkrum sinnum verið í Austurríki og fólkið þar er alveg yndislegt, fallegri stað er vart hægt að finna.
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 2.5.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.