Leita í fréttum mbl.is

Snúður og teygjan....

Hann Snúður á alveg nóg af dóti og er duglegur að leika sér með það. Ef hann kemst í færi við hárteygju verður hann himinlifandi. Honum þykir ekkert skemmtilegra að leika sér með þær.

Í gær fórum við að leika okkur að gamalli teygju, ég skaut henni út í loftið og hann á eftir. Nei, ég skaut honum ekki út í loftið, bara teygjunni. Það er augljóst að Snúður er ekki hundur þar sem ég þarf að sækja teygjuna til að skjóta henni aftur. Hann situr bara á rassinum og horfir á mig. Meira, skjóttu aftur. Þegar ég nennti ekki að skjóta og sækja, já ég veit það hann ræður, hélt hann bara áfram að leika sér að teygjunni.

Í gærkvöldi fann ég svo teygjuna á gólfinu, rennandi blauta og reyndar bara pínu hluta af henni. Ónei, ætli hann hafi étið restina af teygjunni. Ég varð pínu áhyggjufull en það virtist í lagi með Snúð svo ég hugsaði ekki meira um það. í morgun heyrði ég hann svo kúgast og æla. Það er ekkert nýtt, svona hreinsa þeir sig. Þegar ég fór fram til að hreinsa upp eftir hann sá ég restina af teygjunni í bland við hárin sem hann hafði ælt. Vá hvað mér létti, en mikið rosalega er kötturinn minn ruglaður.

Hann fær ekki að leika sér með teygjur á næstunni.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

það er margt líkt með köttum og hundum.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 14.6.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband