Leita í fréttum mbl.is

Uppáhaldið mitt ásamt fleiru.

Páskarnir yfirstaðnir, ég komst ekki yfir helminginn af því sem ég ætlaði að gera. Náði ekki að horfa á Alias, Angel, Buffy eða The X-Files. Var alltof upptekin við að búa til hálsfestar.

Ég horfði þó á The Triangle á Skjá Einum. Allt í lagi þættir. Endirinn ekki nógu góður, fannst hann frekar endaslepptur. Mér þykir samt alltaf gaman að því yfirnáttúrulega.

Ég er mikill aðdáandi Star Trek, þá sérstaklega Voyager. Þykja þeir þættir einna skemmtilegastir af Star Trek seríunum. Hef reyndar ekki séð alla Enterprise seríuna þannig að það getur breyst. The X-Files, Buffy the Vampire Slayer, Angel, Firefly, Charmed, C.S.I, Alias og Sex and the City eru líka í uppáhaldi. Það er alltaf gaman að geta tekið sér smá frí frá raunveruleikanum og týna sér í öðrum heimi. Draugar, djöflar, blóðsugur, önnur skrímsli, geimverur, og njósnarar þykir mér skemmtileg afþreying. Já ekki má gleyma Millenium, A Touch of Frost, Spooks, The Dead Zone, Stargate, Farscape og 24. Reyndar miseftirminnilegar seríur.

Bretarnir standa sig nú yfirleitt, ef ekki alltaf mjög vel. Þá sérstaklega þegar kemur að spennuþáttum. Mikið get ég nú verið tóm. Ég gleymi alveg honum Hercule Poirot. David Suchet er alveg æðislegur í því hlutverki þó svo að uppáhalds Poirot sé alltaf Peter Ustinov. Ég verð nú samt að viðurkenna að Peter Ustinov sem Svarskeggur Sjóræningi í Blackbeards Ghost þykir mér alltaf skemmtilegasta hlutverkið hans. Hann er frábær.

Verð að reyna klára að horfa á Alias 4!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband