Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006
31.7.2006 | 14:27
Sá þetta inni á boston.com og varð að leyfa öðrum að njóta vitleysunnar.
Poisoned pigeons fall like 'dive bombers'
SCHENECTADY, N.Y. --An attempt to control pigeons at a hospital went awry when sick and dying birds falling from the sky disrupted emergency room operations.
"Birds were coming down like dive bombers," said Fire Chief Robert Farstad.
Ellis Hospital said its emergency room continued to treat patients during the incident Thursday evening but had to divert ambulances to other hospitals.
The hospital had brought in an exterminator to use a pesticide to get rid of pigeons on the roof. The chemical was designed to poison a few birds, whose distress calls would then drive off other members of the flock. Instead, more than two dozen pigeons were stricken.
Emergency workers spent hours searching the hospital grounds and putting dead birds in red hazardous-waste bags.
County health officials said they will investigate whether the pesticide was improperly mixed or applied.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2006 | 14:59
Rockstar Supernova
Þegar ég vissi að Dilana tæki Time after time lagið hennar Cyndi Lauper þá gat ég ekki beðið eftir að sjá hvernig hún kæmi því frá sér. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Seinni hlutinn af laginu var kraftmeiri hjá henni og ég fékk bara gæsahúð. Hún er alveg svakalega góð. Hann Magni sýndi á sér nýja hlið í þáttunum þar sem hann stóð með gítarinn og söng. Það var ekkert sett út á sönginn en þeir vildu meiri kraft í sviðsframkomuna. Sleppa gítarnum. Mér fannst þetta mjög flott hjá honum. Hann stóð sig líka mjög vel sem liðstjóri þegar þau áttu að semja texta við lag og flytja það fyrir Supernova. Það kom í ljós hverjar prímadonnurnar eru.
Mér fannst það nokkuð augljóst að Phil yrði sendur heim en ekki Zayra þegar þau tvö voru orðin eftir. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér, en hún hefur svo miklu meira skemmtanagildi fyrir gömlu rokkarana en Phil. Það er annaðhvort það eða hún er búin að sofa hjá þeim öllum. Ég get reyndar ekki beðið eftir því að sjá hvað hún tekur upp á að gera næst. Það má nú samt alveg taka upp hanskann fyrir Zayru því að hún var alveg jafn hissa og allir aðrir yfir því að vera ekki send heim.
Þegar Toby var á sviðinu þá var eitthvað við hann sem fór í mig. Mér fannst hann bara ekki nógu góður. Bróðir minn kom svo með fullkomna lýsingu á því sem mér fannst vera að. "Hann var bara eins og górilla á sviðinu". Nákvæmlega. Mér finnst að hann þurfi aðeins að spá meira í hvernig hann lítur út og hreyfir sig. Uppfæra fataskápinn hjá sér aðeins.
Þangað til næst....
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2006 | 14:57
Rockstar Supernova
Hann Magni var alveg frábær í þessari viku. Ekki var það nú heldur verra að rokkararnir báðu hann um að flytja lagið aftur á útsláttarkvöldinu. Þeim hafði fundist það svo frábært. Annars finnst mér Dilana góð en það er alveg spurning hvort hún nær að toppa Ring of Fire. Mér fannst sviðsframkoman hjá henni ekki nógu góð núna. Hún hefur svo rosalega útgeislun og frábæra rödd að hún þarf ekkert að vera út um allt svið. Mér fannst hún ekki ná sömu tengslum við áhorfendur og í síðustu viku. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað Magni og Dilana gera í næstu viku.
Þangað til næst....
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2006 | 14:18
Rockstar Supernova
Já hann Magni er bara að standa sig nokkuð vel. Hann er í hópi svona 5 manns sem mér finnst eiga heima á sviðinu. Annars er Dilana mín kona. Hún er alveg frábær. Það er kannski ekki að marka þar sem ég hef bara heyrt tvö lög með henni, en útfærslan á Ring of Fire var snilld. Ég fékk hreinlega gæsahúð við að hlusta á það og er enn með það á heilanum. Sofnaði með það í hausnum á mér í gærkvöldi.
Þangað til næst....
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2006 | 13:35
Bara með rugluna!!!!
Einmitt í dag er 12. júlí.
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag....hann Bergþór, hann á afmæli í dag.
Ég er búin að rugla dögunum svo mikið saman þessa vikuna, ég er ekki einu sinni í sumarfríi.
Þegar ég er búin að jafna mig....
12.7.2006 | 13:23
Leti, leti, leti....já og Bergþór á afmæli á morgun!
Mikið hef ég nú verið löt í júlí. Algerlega andlaus. Það bætist vonandi fljótlega úr því.
Já hann Bergþór verður tveggja ára á morgun 12. júlí. Þessi drengur er gersemi. Og spurning dagsins er. Hvað á eiginlega að gefa honum í afmælisgjöf. Tek á móti tillögum til klukkan 13 á föstudag
Þangað til næst....
7.7.2006 | 21:05
Ferðasaga frá Nýja Sjálandi. Auckland....
Loksins, loksins. Eftir mikla tilhlökkun var ég komin til Nýja Sjálands. Við vorum ekki mörg sem áttum samleið frá Auckland til Napier. Ég, íslensk stelpa og sænskur strákur. Þegar ég var komin í gegnum útlendingaeftirlitið fór ég að flugfélaginu sem ég flaug með til Napier. Það hét Eagle Air. Hver man ekki eftir Arnarflugi hér heima í den. Mér fannst þetta alveg hrikalega fyndið. Ég var komin hinum megin á hnöttinn en flaug samt sem áður með Arnarflugi. Þar sem ég var nú búin að vera á fótum í tæpa tvo sólahringa var ég orðin svolítið dösuð og ekki bætti skordýraeitrið ástandið. Hehehe!
Ég man óskaplega lítið eftir fluginu til Napier en man þó eftir aðfluginu og lendingunni. Virkilega fallegt útsýnið. Í Napier tóku trúnaðarmenn og fjölskyldurnar sem við 3 áttum að búa hjá á móti okkur. Ferðalagið endaði nú samt ekki hjá mér í Napier. Fjölskyldan sem ég bjó hjá átti nefnilega heima úti í sveit. Það var um eins og hálfs tíma akstur þangað frá Napier. Svona til marks um það hvað ég var orðin hryllilega þreytt þá var ég búin að steingleyma að það er keyrt "vitlausu" megin á veginum á Nýja Sjálandi, þ.e. vinstra megin. Mér brá allsvakalega þegar við mættum bíl í einni beygjunni og ég hélt að hann ætlaði framan á okkur, hann var vitlaus megin á veginum. Ég glaðvaknaði.
Þegar við komum að húsinu var ég ekki í neinu ástandi til að skoða mig um. Allur farangurinn var settur inn í herbergið mitt og mér var sýnt hvar allt var. Síðan var borðaður kvöldmatur og setið smá stund í eldhúsinu og rabbað. Síðan fór ég inn í herbergi til að sofa. Ég gat nú ekki sofnað alveg strax og byrjaði bara að taka upp úr töskum. Ég var með stærsta svefnherbergið í húsinu með tveimur risastórum gluggum og annar þeirra opnaðist alveg. Ég sofnaði loksins og þrátt fyrir lítin svefn undanfarna tvo sólarhringa vaknaði ég klukkan 6 morgunin eftir. Ég var s.s. ansi snögg að jafna mig á tímamismuninum sem var 12 tímar. Ég meina ég var hinum megin á hnettinum. Það er nokkuð augljóst. Það var nú reyndar ástæðan sem ég gaf öllum þegar ég var spurð afhverju ég fór til Nýja Sjálands. Ég komst ekki lengra!
Þangað til næst....
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði