Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006
31.8.2006 | 10:12
Rockstar....
Ég var svo upptekin af Áfram Magni baráttunni að ég hef ekki komist til þess að skrifa hvað mér fannst um Rockstar í vikunni. Hér kemur það þó seint sé.
Lukas tók Lithium með Nirvana. Nirvana er langt frá því að vera hljómsveit sem ég fylgdist með á sínum tíma en Lukas gerði það að sínu eigin og þegar hann kom með kraftinn í það eftir rólega byrjun fannst mér það frekar flott. Þegar hann svo tók lagið með Supernova í gærkvöldi fannst mér hann syngja vel, ekki það að ég muni eftir laginu sjálfu.
Magni, áfram Magni! Hann var alveg frábær með I, Alone. Þegar hann labbaði út í sal og söng fyrir Gilby, Jason, Tommy og Dave var hann að sýna bestu sviðsframkomuna til þessa. Hann var nú reyndar líka æðislegur þegar hann söng "I don´t belong here.." liggjandi á sviðinu. Íslendingar sýndu líka hvers þeir eru megnugir ef þeir standa saman. Komum honum í toppinn og komum í veg fyrir að hann lenti nokkurn tíman í þremur neðstu sætunum. Húrra fyrir Íslendingum. Ef að Magni er ekki stoltur yfir því hverra þjóða hann er þá veit ég ekki hvað.
Ryan var ekki eftirminnilegur. Ég man að hann hoppaði upp á píanóið, renndi sér á því og skreið upp á það. Hann tók Clocks með Coldplay og ég þurfti að hafa fyrir því að muna hvaða lag hann tók. Það segir allt sem segja þarf og ég var ekki hissa yfir því að hann var sendur heim.
Storm tók Bring Me Back To Life með Evanescence sem er ein af uppáhaldshljómsveitunum mínum. Hún byrjaði ekki vel. Ég fann nú bara til með henni mér fannst þetta svo hræðilegt. Hún náði sér nú samt á strik og hún fær þvílíkt prik hjá mér fyrir að þora að nota keppinaut sinn hann Toby í bakrödd hjá sér. Mér finnst hún samt ekki mjög líkleg til að lenda í topp þremur. En hvað veit ég! Hún tók svo Helter Skelter í gærkvöldi og ég fylgdist varla með því. Ég var í þvílíku stuði yfir að Magni gæti tekið því rólega að ég skellti mér á bloggið og setti inn smá færslu.
Toby tók Rebel Yell með Billy Idol. Um leið og ég vissi hvaða lag hann fengi vissi ég að þetta væri lagið fyrir hann. Enda sannaði hann það þegar hann fékk endurflutninginn í gærkvöldi. Þetta var lagið fyrir hann. Aðdáendurnir hafa greinilega vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir kusu þetta fyrir hann.
Dilana tók Mother Mother og gerði það nú bara ansi vel, en mér fannst samt gengið heldur of langt í hrósinu. Mér finnst hún alltaf mjög svipuð og ég segi það enn og aftur, hún nær ekki að toppa Ring of Fire. Það var greinilega mikill sjokk fyrir hana að þurfa syngja í gærkvöldi, hún tók Pshyco Killer. Mér fannst flutningurinn ekki neitt sérstakur. Hún kemst ekki með tærnar þar sem Talking Heads eru með hælana. Svo tók ég eftir öðru sem mér fannst frekar merkilegt og sagði mér margt um Dilönu. Í lok þáttarins í gærkvöldi um leið og Brooke Burke var búin að kveðja og bjóða góða nótt lét Dilana sig hverfa. Hún stóð ekki með hópnum þegar kreditin voru að rúlla. Vá hvað manneskjan virðist ekki geta tekist á við þá gagnrýni sem hún hefur fengið og úrslitin í gær. Hún hélt greinilega að Storm færi og leit ekki út fyrir að vera par sátt við að Ryan þyrfti að taka saman föggur sínar.
Þangað til næst....
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2006 | 00:38
Áfram Magni....
Þetta er bara alger snilld. Ég meina allir nema Magni í botn þremur á einhverjum tímapunkti í kosningunum. Þetta þarf að endurtaka í næstu viku. Og ég legg aftur til að miðvikudaginn í næstu viku verði frídagur svo þjóðin geti vakað og kosið og kosið og kosið. Segjum svo að Íslendingar geti ekki hvað sem er.
Áfram Magni...
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2006 | 09:29
Rockstar....frí
Mér finnst að það eigi bara vera frídagur á morgun svo að þjóðin geti vakað og kosið og kosið og kosið.
Ég skora á þau fyrirtæki sem ekki leggja í það að hafa lokað að gefa starfsmönnum frí fram að hádegi.
Áfram Magni....
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2006 | 15:54
Rockstar....
Náði nú ekki að horfa á flutninginn hjá liðinu á netinu í gær þar sem ég fór í afmælismat hjá Önnu B frænku minni. Það var svo gott í matinn hjá henni að ég fæ vatn í munninn við að hugsa um það.Mmmmm. Nóg um það.
Horfði á þáttinn í gærkvöldi og fannst þau misminnisstæð. Var líka nokkuð viss um að Magni fengi ekki nóg af atkvæðum til að sleppa úr þremur neðstu. Við erum svo fá, þátturinn var sýndur allt of seint og svo eru ákveðnir aðilar í þættinum með stóran hóp af aðdáendum á bak við sig sem passa að sitt fólk lendir ekki í botninum.
Patrice fannst mér bara eins og venjulega. Ekki hissa á því að hún lenti í þremur neðstu og var auðvita látinn fara.
Magni var góður að venju. Fannst hann ekkert þurfa á gítarnum að halda, hvað þá að fá kast á sviðinu og brjóta eitt stykki gítar. Hann átti ekki skilið að lenda í einu af þremur neðstu. Fannst hann bjarga sér frábærlega.
Ryan var bara helv... góður. Þetta var það besta sem ég hef séð hann gera, sé hann alveg fyrir mér fronta bandið. Hann nýtti sér líka athugasemdina sem Magni fékk frá Tommy Lee um að rústa eins og einum gítar þó að hann hafi ekki gengið svo langt, bara hent gítarnum aftur fyrir sig.
Storm vinnur á hjá mér. Mér fannst hún alveg frábær. Crying er auðvita klassískt og ég held að ég hafi aldrei heyrt það í annarri útgáfu en original fyrr en hjá Storm. Hún er með alveg svakalega rödd og getur sko sungið hvað sem er. Æðisleg! Fegin að hún var ekki í þremur neðstu.
Toby er ekki að virka fyrir mig. Hreyfingarnar hjá honum voru samt með skárra móti. Ég missti alveg af því þegar hann vippaði sér úr að ofan og fannst það bara alger óþarfi. Var nú alveg ágætur í elimination þættinum, hefði samt mátt standa með Patrice og svitna aðeins meira.
Dilana var frekar hræðileg. Mér fannst hún fara mjög illa með lagið. Svona svipað og hún Storm gerði í síðustu viku. Þarna heyrði ég hvað hún hefur takmarkað raddsvið. Hún á bara að endurtaka Ring of Fire. Það var toppurinn og hún hefur ekki náð honum aftur. Hún fór kom líka frekar illu út úr fjölmiðla"prófinu" og fékk að heyra það í elimination þættinum, átti það líka alveg skilið. Hún var að sína sitt rétta andlit, fannst tárinn sem hún hefur látið falla fyrir hina keppendurnar í þáttunum líta út fyrir að vera frekar fölsk. Allavega eftir þessa framkomu. Það er munur að eiga hardcore aðdáendur.
Lukas vex alltaf í augunum á mér. Yrði alveg sátt við að hann frontaði Supernova ef Magni gerir það ekki. Miðað við það sem ég hef séð af honum fannst mér hann komast í gegnum fjölmiðla"prófið" mjög fagmannlega.
Svo er það Supernovalagið. Ég stóð mig að því í morgun að reyna muna hver söng með þeim. Ó já, Toby. Það var ekki minnistæðara en það. Þegar ég er búin að hugsa aðeins meira um það þá man ég að það minnti mig á eitthvað annað lag. Þeir eru ekki frumlegir fyrir fimm aura. Það er mitt álit.
Þangað til næst....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2006 | 12:38
Rockstar....með flensuna
Ég horfði á raunveruleikaþáttinn á netinu á mánudaginn. Fannst ósköp lítið að marka hvernig viðtölin við fjölmiðlana fóru hjá fólkinu þar sem ég geri alveg ráð fyrir að SÁ/sú sem frontar Supernova kemur til með að fá leiðsögn í þeim málum. Mér fannst nú samt Dilana frekar ótuktarleg í sínu viðtölum. Reyndar kom Lukas vel frá viðtalinu við leiðinlegu útvarpskonuna, þagði bara og var ekkert að skíta neinn út á móti. Það hefði nú verið auðvelt að falla í þá gryfju. Ég held að ástæðan fyrir að Dilana talaði svona hreint út og illa um fólkið er óöryggi.
Ég efast ekki að Magni verði langflottastur þrátt fyrir veikindinn. Hann er sá sem er búin að vera sterkur í flutningi frá fyrsta degi. Horfi á liðið þegar ég kem heim í dag.
Hlakka mikið til að sjá Storm, lögin sem Patrice og Ryan taka og svo auðvita hvernig henni Dilonu gengur eftir ískrinn í henni þegar hún var að æfa lagið í húsinu. THE HORROR!!!
Þangað til næst....
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 17:09
Íþróttaálfarnir....Sigþór og Bergþór
Ég ákvað að fara með Sigþóri, Bergþóri og foreldrum í Latabæjarhlaupið svo ég gæti nú tekið myndir, var líka vel undir það búin. Tók með mér 2 linsur, aukarafhlöður og aukaminniskort, ekki veitti af! Ég var komin niður í bæ um hálf tólf. Fór með mömmu og pabba, skildi þau eftir og skrapp niður í 2001 á Hverfisgötu. Hringdi svo í Ragnhildi til að vita hvar ég ætti að hitta liðið. Viti menn, mamma, Sigga og Ragnhildur voru í Tösku og hanskabúðinni. Kom mér mjög á óvart eða þannig. Svo var rölt niður Skólavörðuholtið að Laugavegi þar sem Íþróttaálfarnir Sigþór og Bergþór voru að kaupa candyfloss með pabba sínum. Um að gera að safna orku fyrir Latabæjarhlaupið. Það var nú líka nammidagur.
Það var rölt í rólegheitum niður að Lækjartorgi og svo að sviðinu fyrir framan Glitnir. Það var ferlega gaman að sjá hlauparana úr maraþoninu koma að markinu. Það skemmtilegasta var þó að sjá tvo fullskeggjaða Indverja (að ég held) koma hlaupandi, annar þeirra leit út fyrir að vera eldri en sólin. Ég náði því miður ekki mynd af þeim. Það var einhver útlendingur að skemmta fólki á stultum við Lækjartorg og þegar hann stökk niður dreifðist úr hópnum. Ég, Óli og Bergþór fórum í smá göngutúr og fundum auðvita brunahana, nema hvað. Þegar við komum svo að hátölurunum hjá sviðinu hrökkluðumst við til baka því að þar var svo gífurlegur hávaði, Í svörtum fötum voru að spila.
Ég dró mannskapinn upp á tún hjá MR. Þar sátum við þar til að við skelltum okkur í upphitunina fyrir Latabæjarhlaupið. Jónsi byrjaði á að hita upp mannskapinn og láta krakkana og foreldra vita að það væri sko ekki hægt að hlaupa af stað þar sem við værum svo mörg. Svo kom Solla Stirða á svið og fékk Jónsa til að fara í Latabæjarbol við mikinn fögnuð kvenfólksins í hópnum. Hann fór nefnilega úr að ofan. Hann er flottur. Svo kynnti Solla Íþróttaálfinn á svið við mikin fögnuð barnanna. Hann Magnús fékk einhverja hlaupara í lið við sig til að hjálpa við að hita umm fyrir hlaupið og svo var lagt af stað. Mannfjöldinn var svo mikill að þegar ég, Baddi og Sigþór vorum rétt að koma að brúnni þá voru þeir sem höfðu verið fremst að koma í mark. Hlaupið var nú ekki nema 1,5 km en það tók um 30-45 mín fyrir Sigþór, Bergþór, Ragnhildi og Óla að komast í mark og fá verðlaunapeningana sína. Það voru ansi margir Latabæjaraðdáendur sem komu þreyttir í mark, eða hálfsofnandi á öxlinni á mömmu eða pabba.
Til að komast upp á Laugarveginn, fóru ég, mamma og Sigga upp fyrir Lækjargötuna og biðum svo eftir liðinu á móts við Hans Pedersen. Svo var farið í að hringja í mannskapinn. Hvar eruð þið, við erum hér o.s.frv. Þegar allir voru komnir til baka heldum við af stað heim, og um kvöldið mættu allir í humar og læri heima hjá Ragnhildi og Óla. Ekki nema von þar sem við áttum svo sannarlega skilið að fá góðan mat, svöng og þreytt eftir ævintýri dagsins.
Ég læt nokkrar myndir frá atburðum dagsins fylgja.
Þangað til næst....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2006 | 16:21
Latabæjarhlaupið
Ég var að koma heim frá því að fara með með Bergþóri og Sigþóri ásamt foreldrum, ömmum og öfum niður í miðbæ svo ég gæti nú fylgst með strákunum í Latabæjarhlaupinu, fylgt þeim smá leið og tekið myndir fyrir foreldrana.
Það var múgur og margmenni í bænum, Í svörtum fötum spilaði fyrir mannskapinn áður en upphitunin byrjaði og svo byrjaði Jónsi upphitunina, kynnti Sollu á svið og svo loks kom Íþróttaálfurinn sjálfur. Þetta var heilmikið fjör. Ég kem til með að setja inn myndir fljótlega og nánari lýsingu á viðburðum dagsins.
Eitt er samt víst að það voru margir þreyttir Íþróttaálfar á leið heim núna upp úr hálf fjögur. Ekki furða ef þeir voru búnir að vera í bænum eins lengi og við.
Þangað til næst....
17.8.2006 | 10:41
Rockstar....Magni
Þrátt fyrir að það tæki mjög á taugarnar að sjá Magna í þremur neðstu og ég hefði misst alla trú á Supernova ef hann hefði verið látin pakka þá var alveg æðislegt að sjá hann taka Creep. Ég er búin að vera raulandi það í allan morgun. Og það er nú ekki slæmt að hafa þetta lag á heilanum.
Mér fannst Zayra alveg æðisleg í gær. Lagið sem hún tók er með því besta sem ég hef séð hana gera og ég tek það til baka að hún eigi bara að syngja á spænsku. En hún þarf greinilega að kunna lagið almennilega svo hún geti komið því frá sér.
Mig minnir endilega að hún Patrice hafi eitthvað verið að tala um að hún hafi ætlað að taka ballöðu en svo hætt við það og ákveðið að taka alvöru rokklag! Leiðréttið mig ef það er vitleysa hjá mér. Hún var bara jafn ömurleg og venjulega og ég hefði alls ekki verið hissa á því ef hún hefði verið látin fara en ekki Zayra. Ég skildi heldur ekki alveg pælinguna á bak við það þegar Gilby sagði að hún gæti alveg frontað þá. En það er kannski bara ég.
Ég var ekki hissa yfir því að Toby og Storm hefðu verið meðal þeirra þriggja neðstu á meðan kosningu stóð, en ég varð fyrir vonbrigðum að annað hvort þeirra hefði ekki lent í þremur neðstu þegar kosningu lauk. Magni var svo miklu betri en þau bæði til samans að hann átti það alls ekki skilið að lenda í þremur neðstu en þetta sýndi mér hvað munar að koma frá fjölmennu landi. Ég meina við erum svo fá hérna á klakanum og ekki er þátturinn sýndur á besta tíma.
Þangað til næst....
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2006 | 19:11
Rockstar....
Þá er ég búin að sjá flutninginn hjá þeim vongóðu.
Zayra á bara að syngja á spænsku. Þetta var fallegt lag en ekkert meira.
Magni var bara helv... góður. Hann heillaði mig með flutningnum. Það voru samt einhverjir taktar í honum sem pirruðu mig, ég er ekki alveg búin að átta mig á hvað það er.
Patrice! Mér fannst hún slátra laginu. Henni er engan veginn að takast þetta.
Lukas fannst mér hálf geðveikislegur á stólnum með gítarinn í fanginu. Á góðan hátt samt. Ekki nógu góður flutningur, en einhverra hluta vegna gat ég séð hann fyrir mér fronta Supernova.
Storm eyðilagði lagið. Hún er með svakalega rödd og hefði getað gengið frá þessu með stæl. Nei henni tókst að klúðra þessu. Vandræðin með lagið voru mikið til í hausnum á henni. Þar sem hún fékk þvílíka bakþanka yfir að velja þetta lag og fór ekki með réttu hugarfari á svið.
Toby! Ég var að horfa á hann og ég þurfti að hugsa mig um til að muna hvaða lag hann hefði tekið. Það segir allt sem segja þarf. Nema kannski að hann var laus við górillu taktana sem fara svo í taugarnar á mér.
Ryan fannst mér alveg ágætur, en ég veit samt aldrei hvar ég hef hann. Ég hef það á tilfinningunni að maður sé að fylgjast með honum fæðast í þættinum. En það er mín skoðun.
Dilana náði að heilla mig eftir miklar hrakfarir. Ég hef ekki verið spennt fyrir því sem hún hefur verið að gera eftir að hún tók Cindy Lauper. En núna var hún langflottust. Röddin á henni er svo æðisleg að hún á bara að vera róleg á sviðinu. Eins og ég hef nefnt áður þá þarf hún ekkert að flippa á sviðinu til að ná til manns, þvert á móti.
Það verður spennandi að sjá hvort Zayra og Patrice komist af þessa vikuna eða ekki.
Þangað til næst....
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2006 | 10:42
Rockstar...zzzZZZzzz
Hann er lúmskur hann Tommy Lee. Með þvílíkt badboy orðspor og spilaði nett á það í Vegas.
Já ég var svo þreytt að ég gat ekki haldið mér vakandi til að horfa á þáttinn. Það hefur nú samt oft tekist. Ég ætla að drífa mig að horfa á hvernig þeim tókst til með flutninginn á lögunum þegar ég kem heim í dag. Ég er nú alveg sammála í sambandi við lagið hennar Zayru, þó svo ég hafi ekki heyrt það, þegar ég frétti að það væri 5 ára gamalt að þetta hafi ekki verið það sem Gilby og Co. hafi verið að leita að í frumsömdu lagi. Að minnsta kosti ekki svona gamalt lag. Ég meina Zayra hefur örugglega þroskast eitthvað á síðastliðnum 5 árum, eða er ég bara bjartsýn fyrir hennar hönd.
Þangað til næst....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði