Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Rottur og kakkalakkar....

....eru meindýr sem heimurinn kæmist alveg af án. Kakkalakkarnir eru nú ekki alveg eins óhugnanlegir, ég er samt dauðlifandi fegin að við hér á Íslandi erum nokkuð laus við þá. En rottur. Greyið hún Elín segir farir sínar ekki sléttar á blogginu sínu um innrás rottunnar á heimilið.

Bara drífa sig í að útrýma þessum meindýrum.

Þangað til næst....


mbl.is Útrýma á rottunum á Rottueyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaður....

Við Íslendingar erum mjög sparsöm þjóð, að minnsta kosti íslenskir ökumenn.

Íslenskir ökumenn spara stefnuljósið í óhófi. Ef það er notað, þá er það ekki gefið fyrr en við erum komin í beygjuna og þá er því skellt á til þess eins að staðfesta að við séum að beygja. Þetta hef ég eftir útlendingi sem kom í heimsókn og hafði orð á þessu.

Ég hef reyndar tekið eftir því að í sumum tilfellum þar sem ég gef stefnuljós til að komast á næstu akrein á háannatímum í umferðinni í Reykjavík, þá er ekkert gert til að hleypa mér inní. Ég hef það á tilfinningunni að ökumaðurinn á næstu akrein finnist ég bara vera að svína.

Ég upplifi mig alltaf eins og í kappakstri í þessum tilfellum. Ónei vina, þú færð sko ekki að fara framfyrir mig.

Komum aftur að stefnuljósunum. Þau er þarft öryggistæki. Ekki síst eins og umferðin er í Reykjavík. Verum duglegri að nota stefnuljósið í hringtorgum, fráreinum, aðreinum og einfaldlega þegar tilefni gefur til.

Ég hef því miður ekki hingað til heyrt hugboðin sem bílstjórarnir sem notar ekki stefnuljós og eru að fara beygja sendir mér. Whistling Skrítið.

Þangað til næst....


Betri þjónusta....

Mig langar nú bara að segja frá því að eftir að erlendu stelpurnar sem vinna í Subway Ártúnshöfða byrjuðu þykir mér mikið betra að koma þangað. Afgreiðslan er fljót og skilvirk og allt mikið snyrtilegra. Ég var nefnilega hætt að fara þangað. Fannst staðurinn orðinn frekar ókræsilegur.

Ég var ekki einu sinni viss hvort þær væru íslenskar eða ekki. Öll afgreiðslan fer fram á íslensku en þegar ég var að hrósa þeim fyrir afgreiðsluna kom hjá þeim "ég ekki skilja íslensku".

Þangað til næst....

 


mbl.is Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 21052

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband