24.11.2011 | 23:55
Léleg þýðing
Mér blöskrar alveg hvernig þessi frétt er unnin.
Það hefur greinilega alveg gleymst að yfirfara þýðinguna á þessari frétt.
Hið rétta er að 6 manns létust í flugslysinu þrjú börn, faðir þeirra og tveir aðrir. Ekki sex börn eins og segir í fyrirsögninni. Þau voru á leiðinni til að halda upp á þakkargjörðarhátið en ekki á heimleið.
Með von um betri vinnubrögð.
Sex fórust í flugslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.11.2011 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2011 | 13:37
Léleg vinnubrögð.
Er farið yfir fréttir áður en þær eru birtar á mbl.is?
55,5 milljarðar fyrir 2 milljónir argentísk pesó.
Tók mig 2 mínútur að finna síðu sem reiknar pesó í krónur. Las annað úr niðurstöðunni.
Takið ykkur á mbl.is
Enginn vildi kaupa meinta mynd af Marilyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2011 | 18:33
Verðmerkingar
Hvernig væri þá að færa verðmerkingar aftur til fyrra horfs þar sem ég gat séð verðið í krónutölu á umbúðunum. Það að þurfa að leita að verðinu á vörunni og svo reikna út frá þyngdinni hvað pakkningin kostar er ekki neytendavænt .
Ég veit að ég er ekki ein um þessa skoðun.
Hakkið var of dýrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2010 | 18:36
Svakalegt
Það er rosalega óþægilegt að vakna upp við jarðskjálfta. Ég vaknaði upp við 6,4 á norður eyjunni fyrir mörgum árum, stóð bara hálfsofandi í hurðaropi bölvandi skjálftanum því mér fannst hann vera endalaus. Ég ekki ímyndað mér 7,4!
Ég vona bara að meiðsli á fólki séu minniháttar.
Glerbrot um allt húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2008 | 18:53
Mannvonskan er mikil...
Sem dýravini á ég ekki orð.
Gæludýr, hvers kyns sem þau kunna að vera þurfa að treysta á okkur til að hugsa um sig. Ekki geta þau heldur tjáð sig svo við skiljum nema að litlu leyti.
Aðilinn sem framdi þennan óhugnað á greinilega verulega bágt. Að koma svona fram við minni máttar er ofar mínum skilning.
Vonandi næst viðkomandi, fær þungar sektir og fangelsisdóm.
Við megum ekki komið svona illa fram við dýrin okkar.
Þangað til næst...
Dýraníðings leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 17:30
Snúður og teygjan....
Hann Snúður á alveg nóg af dóti og er duglegur að leika sér með það. Ef hann kemst í færi við hárteygju verður hann himinlifandi. Honum þykir ekkert skemmtilegra að leika sér með þær.
Í gær fórum við að leika okkur að gamalli teygju, ég skaut henni út í loftið og hann á eftir. Nei, ég skaut honum ekki út í loftið, bara teygjunni. Það er augljóst að Snúður er ekki hundur þar sem ég þarf að sækja teygjuna til að skjóta henni aftur. Hann situr bara á rassinum og horfir á mig. Meira, skjóttu aftur. Þegar ég nennti ekki að skjóta og sækja, já ég veit það hann ræður, hélt hann bara áfram að leika sér að teygjunni.
Í gærkvöldi fann ég svo teygjuna á gólfinu, rennandi blauta og reyndar bara pínu hluta af henni. Ónei, ætli hann hafi étið restina af teygjunni. Ég varð pínu áhyggjufull en það virtist í lagi með Snúð svo ég hugsaði ekki meira um það. í morgun heyrði ég hann svo kúgast og æla. Það er ekkert nýtt, svona hreinsa þeir sig. Þegar ég fór fram til að hreinsa upp eftir hann sá ég restina af teygjunni í bland við hárin sem hann hafði ælt. Vá hvað mér létti, en mikið rosalega er kötturinn minn ruglaður.
Hann fær ekki að leika sér með teygjur á næstunni.
Þangað til næst....
31.5.2008 | 18:42
Harðangur....
Ég var svo heppin að eiga ömmu sem var mikil föndurkona.
Fjóla amma var listamaður, sjálflærð. Já hún kenndi sjálfri sér flest allt sem hún kunni.
Hún kenndi mér að hekla, sauma, prjóna og sauma út. Mig langaði alltaf að læra harðangur og ætlaði að biðja ömmu um að kenna mér hann. Því miður varð aldrei neitt úr því þar sem hún lést áður en ég komst til þess að biðja hana um það. Það var reyndar margt fleira sem ég hefði viljað læra af henni.
Ég var svo heppin að ég fann bók sem kenndi harðangur í Skólavörubúðinni. Ég hafði mjög gaman af því að prufa mig áfram og lærði mikið af bókinni.
Síðan þá hef ég saumað nokkur stykki. Dúkurinn sem er á myndinni hér fyrir ofan er eftir dúk sem amma saumaði þegar ég var lítil eða áður en ég fæddist. Ég saumaði þrjá alveg eins einlita dúka sem ég gaf systir hennar mömmu og dætrum hennar í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Stærsta stykkið sem ég hef saumað er dúkur sem ég gaf mömmu og hún notar á borðstofuborðið.
Græni dúkurinn er fyrsti dúkurinn sem ég saumaði og gaf mömmu. Ég hugsa að hann sé um 40 cm x 40 cm. Það er ekki alltaf að marka stærðina sem gefin er upp í uppskriftunum. Stærðin fer eftir grófleika javans eða efninu sem notað er.
Nóg um harðangur í bili.
Þangað til næst....
Föndur | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2008 | 17:15
Fjólur og býflugur....
Ég var að koma frá því að setja í pottana sem mamma gaf mér til að hafa á bakvið hjá mér. Ég setti fjólur í þá, það kom ekkert annað til greina. Fjólur eru uppáhaldsblómið mitt.
Mamma var svo almennileg að hún keypti nóg af fjólum handa okkur báðum og fullt af mold einnig. Það eina sem ég þurfti að gera var að ná í þetta og fara með niður til mín. Snúður var mjög áhugasamur og hékk úti í glugga og fylgdist með mér setja fjólurnar í pottana. Það gekk bara vel og virtist hann bara vera sammála.
Þegar ég var svo búin að ganga frá öllu og fór út að vökva fékk Snúður að kíkja út. Hann tók tilhlaup og stökk á risastóra býflugu. Vá það urðu smá slagsmál. Ég tók hann upp svo hann yrði nú ekki stunginn og þurfti að hafa mig alla við svo ég missti hann ekki úr fanginu á mér. Hann slasað býfluguna svo mikið að hún geti ekki flogið og liggur bara í grasinu og titrar öll. Ég fór nefnileg út til að athuga með hana og þá mætti önnur býfluga af svipaðri stærð á svæðið. Núna er Snúður við svalahurðina og kvartar hástöfum yfir að fá ekki að fara út. Vá hvað ég er vond.
Ég held samt að hann hafi verið stunginn, ég virðist ekki mega klóra honum vinstra megin á hálsinum. Ég vona bara að hann sé svo fúll út í mig að ég megi ekki vera góð við hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem hann slæst við býflugu. Mamma og litli bróðir björguðu einni frá honum uppi á verönd um daginn.
Kamakazi köttur.
Þangað til næst....
28.5.2008 | 17:28
Snúður....
Snúður elskar þvottahúsið. Það er fullt af krókum og kimum sem hann getur smeygt sér um. Annars þykir honum ekkert skemmtilegra en að sitja fyrir framan vélina og fylgjast með þvottinum fara hring eftir hring eftir hring. Svo reynir hann að komast inn í vélina til að ná þvottinum. Frekar fyndið að fylgjast með honum, hann nefnilega kvartar við mann yfir því að komast ekki að þvottinum.
Nú er hann farinn að koma sér fyrir ofan á þvottavélinni og reynir að komast að þvottinum þannig. Hann lætur ekkert trufla sig. Hreyfir sig ekki þegar ég mæti með myndavélina til að taka myndir af honum.
Kvartar ekki einu sinni yfir að ná ekki þvottinum en reynir nú samt að teygja sig í hann eins og sést.
Ég gæti fyllt bloggið af sögum og myndum af honum Snúð en læt þetta duga í bili.
Þangað til næst....
23.5.2008 | 21:09
Eldrauður....
Gærdagurinn var nú bara með þeim betri.
Það leit allt út fyrir að hann yrði bara einn af þessum venjulegu dögum. Svo kom pósturinn inn um lúguna. Hmm, bréf til mín frá Happadrætti Háskólans. Getur verið að ég hafi unnið á miðann minn. Jú viti menn, ég vann smávegis og þetta var tilkynning um að vinningurinn hefði verið lagður inn á banka hjá mér. Jibbý, þetta er í annað skipti sem ég vinn á þennan miða og sama upphæðin og ég vann síðast.
Dagurinn varð svo bara betri, litli bróðir kom heim á eldrauðum300 hestafla Ford Mustang GT. Ég rétti fram höndina litli bróðir settist í farþegasætið og svo var farið á rúntinn. Ókei, ekki alveg á rúntinn enda erfitt í umferðinni seinni partinn á fimmtudegi. Ég fór út í búð og keyrði löngu leiðina heim. Fékk eiginlega ekki tækifæri til að gefa í þar sem það var einhver auli á sunnudagsrúntinum á vinstri akrein.
Geðveikur bíll, nú er bara að koma sér í mjúkinn hjá pabba og litla bróðir svo maður fái að keyra hann sem oftast.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði