Leita í fréttum mbl.is

Hann á afmæli í dag....

Já Óli pabbi skæruliðanna á afmæli í dag. Ragnhildur hringdi í mig rétt fyrir fjögur og bauð mér í mat í gær, ég þurfti ekki að koma með gjöf en gerði það nú samt. Ég var mætt rúmlega 6 og ilmurinn sem kom á móti mér var æðislegur. Ragnhildur var á fullu í eldhúsinu að undirbúa allt meðlætið og kjúklingar í ofninum. Mmmm. Ég fór upp og mætti Sigþóri nýkomnum úr baði. Hann var sko ekki tilbúin að fara í föt, hvað þá Bergþór bróðir hans.

Óli var mjög glaður yfir því sem ég gaf honum, en okkur var ekki alveg sama þegar Sigþór tók blaðið (Hustler Humor) og ætlaði að skoða það. Ég tilkynnti honum að hann mætti ekki skoða þetta blað fyrr en eftir 10 ár. Hann virtist alveg sáttur við það þannig að ég geri ráð fyrir því að hann biðji pabba sinn um blaðið eftir 10 ár.

Eftir mikil hopp og læti tókst loks að koma skæruliðunum í náttföt og fá þá niður. Svo mættu Anna og Egill með Birtu. Þegar Sigga og Baddi komu þá stóðu strákarnir í náttfötunum í útidyrahurðinni og görguðu til skiptis "sigga, baddi, amma, afi". Ég geri ráð fyrir að hálft hverfið hafi heyrt að Sigga amma og Baddi afi væru mætt á svæðið. Svo var púslað og leikið sér þangað til maturinn var tilbúin.

Við matarborðið ákvað ég að vera voða lúmsk og spyrja Sigþór hvað hann vildi í afmælisgjöf. Hann var fljótur að svara. Íþróttaálfakarl. Ragnhildur tilkynnt mér á ensku að það væri eitt svoleiðis stykki inni í skáp. Þannig að ég spurði hvað annað honum langaði í. Stærri íþróttaálfsbúning var svarið. Það eru allir sammála að það megi bíða fram á næsta ár. Annað langaði Sigþóri greinilega ekki í, því að hann svaraði mér ekki þegar ég spurði hvað meira honum langaði í. Ég enda örugglega á því að fara í Skólavörubúðina og kaupi eitthvað til stafakennslu því að nóg á hann Sigþór af dóti.

Þegar búið var að borða æðislegan mat (ef ég hefði komist upp með það þá hefði ég bara borðað húðina af kjúklingum, hún var svo góð) og kökur í eftirrétt var farið með strákana í rúmið og tekið af borðinu. Ég fór upp á eftir Óla og Ragnhildi, kom Sigþóri í hrein náttföt, híhíhí, og hjálpaði honum svo upp í kojuna. Þegar Ragnhildur kom svo með Bergþór bauð ég góða nótt. Bergþór sagði bless og góða nótt, en Sigþór sagði eitthvað sem hvorki ég né Ragnhildur skildum. Gerðum bara ráð fyrir að væri einhver stytting á ´bless og góða nótt´.

Það verður fjör á laugardaginn.

Þangað til næst....


Afmæli næstu helgi....

Hann Sigþór á afmæli þann 10. október. Við fengum boðskortið í gær með stórri mynd af íþróttaálfinum, auðvita. Það er mæting kl.15 á laugardaginn 7.okt. Eitt er víst að það verður eitthvað nammigott á boðstólnum eins og venjulega. Þá er bara að drífa sig og kaupa afmælisgjöf og spurning hvort ég reyni að sortera myndirnar sem ég á af þeim bræðrunum og brenna á disk handa Ragnhildi og Óla. Það kemur í ljós. Þær eru svo margar.

Þangað til næst....


Er að komast í skriftargírinn....

Ég fór með mömmu í Smáralindina á laugardaginn. Vá hvað var mikið af fólki á staðnum. Held að ég hafi aldrei séð bílastæðið eins fullt. Við fórum nú ekki í margar búðir, en tókst nú samt alveg að eyða pening. Ég keypti mér smá af fötum og mamma keypti sér kjól. Hún lýsti því yfir þegar við vorum komnar heim að það væri stórhættulegt að fara með mér í búðir. Hún keypti sér alltaf eitthvað þegar hún færi með mér, en tækist alveg að komast eyðslulaust í gegnum búðarráp án mín. Ég fer að fara fram á prósentu í búðunum sem hún verslar í þegar ég er með.

Svo var litið á klukkuna, vá hvað hún var orðin margt. Tíminn hafði sko hlaupið frá okkur og maginn á mér farinn að kvarta.  Mamma stakk upp á því að við réðumst bara á ostakynninguna sem var í Vetrargarðinum. Ég vildi nú ekki taka áhættuna, ég meina allskonar ostar á tóman maga. No thank you very much! Venjulega fæ ég mér að borða á Energiu, en hafði eiginlega ekki áhuga á því þar sem það var svo fullt að einungis var borð laust alveg við útganginn. Sem betur fer verð ég nú bara að segja. Ég og mamma löbbuðum okkur inn á Wok Barinn allavega til að sjá hvað væri í boði. Við fengum okkur sitthvort barnaboxið sem kostaði heilar 490 krónur. Það eru eggjanúðlur með grænmetisblöndu að eigin vali, 2 teriyaki kjúklingaspjót og hrísgrjón. Þetta var rosalega vel útilátið og gott. Nammi namm. Það endaði á því að við keyptum 4 barnabox í viðbót til að taka með heim í kvöldmat handa karlpeningnum á heimilinu. Þeir voru mjög ánægðir með matinn þrátt fyrir að hann væri snemma. Eitt er víst, á Wok Barinn kem ég til með að fara aftur. Ég fæ bara vatn í munninn við að skrifa þetta.

Meira um mig og mömmu. Við fórum nefnilega í kertagerðina Jöklaljós (http://www.joklaljos.is/) í Sandgerði þarsíðustu helgi. Það er hefð hjá okkur að fara þangað á haustinn að kaupa kerti. Mamma kaupir alltaf kertin í aðventukransinn þarna. Mamma keypti eins og venjulega kertin í aðventukransinn og ofsalega falleg rauð pýramidakerti með gyllingu. Ég keypti þó nokkuð af kertum, litlar kúlur, löng mjó kerti, pýramída og hátt kubbkerti. Öll voru kertin sem ég keypti jöklablá. Það er svo gaman að koma í kertagerðina hjá henni Sólrúnu og fer maður sjaldnast tómhentur heim.

Önnur ástæðan fyrir ferðum okkar til Sandgerðis er Listasmiðjan Ný Vídd sem hefur verið í sama húsi og Jöklaljós í mörg ár en okkur til mikillar furðu er hún nú flutt í annað húsnæði við hliðina á Fræðasetrinu. Við kíktum auðvita þangað eins og venjulega dróst ég að leirmununum hennar Stellu. Ég sá skál sem ég kolféll fyrir en hef því miður ekki pláss fyrir hana. Sem betur fer sá ég svona sem maður hengir á vegg og setur sprittkerti eða lítil kerti í (get ekki munað hvað þetta er kallað, stupid me, eða hvað) sem var með sama munstur og liti og skálin. Keypti það auðvita þar sem veggplássið hjá mér er ágætt. Hehehe. Ekki má heldur gleyma steinasmiðjunni sem er við hliðina á listasmiðjunni. Því miður var lokað, eigendurnir í útlöndum og afleysinginn ekki að standa sig, þannig að við lágum bara á gluggunum. Eigum örugglega eftir að kíkja þangað seinna. Mamma keypti innflutningsgjöf handa Helgu vinkonu sinni í listasmiðjunni. Ég mæli með því að fólk fari og skoði kertagerðina og listasmiðjuna. Þar er hægt að fá svo margt skemmtilegt, ekki skemmir heldur að það er ódýrara heldur en í blómabúðunum.

Þangað til næst....


Komin tími á nokkur orð....

Ég er búin að vera í bloggfríi. Mér fannst ég vera hálf andlaus og ekkert hafa um að blogga eftir að Magna ævintýrið var yfirstaðið. Það er auðvita ekki rétt, ég hef heilmikið um að skrifa. Hef bara ekki nennt því. Ætla aðeins að reyna bæta úr því á næstunni.

Það var voða gaman hjá mér um daginn. Ég keypti mér nefnilega nýjan bíl. Vei. Ég er nefnilega svo heppin að Óli, pabbi skæruliðanna, vinnur hjá Heklu og ég hringdi í hann þegar ég var að spá í bílakaupin. Hann er frábær. Hafði samband við sölumann, fékk uppgefið verð og hvað mánaðargreiðsla yrði af bílaláni. Hann Óli hætt ekki þar. Nei, hann fékk lánaðan reynsluaksturs bílinn (sem var í litnum sem ég vildi) og kom með hann heim til mín, . Þjónusta að dyrum. Geðveikt. Daginn eftir þegar ég skilaði bílnum (föstudagur) þá gekk ég frá öllu sem þurfti og fór svo á þriðjudeginum í vikunni á eftir og sótti bílinn. Gaman, gaman. Ég fékk mér beinskiptan Skóda Fabia með leðurstýri, álfelgum og topplúgu. Ég er búin að vera á honum í mánuð og hann eyðir nánast engu.

Það skemmtilegasta við þetta allt var þegar skæruliðarnir skoðuðu bílin í fyrsta skipti. Þeir komu sér fyrir í framsætunum og þegar ég opnaði topplúguna vildi Sigþór sko upp á þak og skildi bara alls ekki afhverju hann mætti það ekki. Loksins þegar ég gat lokað lúgunni fór Bergþór í göngutúr um bílinn. Í bókstaflegri merkingu. Hann klifraði um hann allan og vildi svo endilega komast í skottið. Það best við þessa bílaskoðun var þegar skæruliðarnir sátu báðir í bílstjórasætinu og Sigþór heimtaði bíllykilinn. Þegar ég spurði hann afhverju hann þyrfti lykilinn þá svaraði hann einfaldlega. Við erum að fara. Meinti þá bróðir sinn og sig. Ég og pabbi þeirra fengum kast. Þeir bræðurnir eru svo skemmtilegir að það hálfa væri nóg.

Þangað til næst....


Garðálfur á ferðalagi....

Ég fann þessa skemmtilegu frétt inni á boston.com. Njótið vel.

Man's lost gnome attends Steelers game

MORGANTOWN, W.Va. --Allen Snyder's garden gnome is apparently out of jail and now traveling the country. The 14-inch tall red-and-white statue disappeared from Snyder's Morgantown yard in the spring, and Snyder has since received three letters claiming to have been written by "Gnomey."

The latest letter, which Snyder received this week, included photos of the gnome in the company of Steelers fans attending Pittsburgh's football home opener.

"You never took me to any games," the note said. The letter ended: "Have to go now. Boarding a plane. Now, finally, broadening my travels."

An earlier letter included a request for bail money and included what appeared to be booking photos of Gnomey and another of the gnome in the back seat of a police car.

Snyder has no idea who's pulling this prank but said his short list of suspects includes several gag-loving friends.

The plight of his gnome has gotten a lot of attention. Snyder says people are always asking if he's heard from Gnomey.

"I never thought it would go this far," he said.

The story has even caught the attention of officials at Travelocity, which uses a roaming gnome in the online travel agency's advertising.

"While we know that your dear friend, Gnomey, can never be replaced, we're sending the enclosed Roaming Gnome to keep you company in his absence," wrote Michelle Peluso, president and chief executive officer of Travelocity, based in Southlake, Texas. "Hopefully your friend will find his way out of trouble and back to your front yard soon, although we can't help but admire his sense of adventure and love of travel."

Þangað til næst....


Rockstar....Storm látin fara

Það var skrítið að sjá Storm fara, ekki að ég væri hissa. Vonandi kemur eitthvað frá henni í framtíðinni. Mér fannst nefnilega What the F**k is Ladylike alveg frábært lag. Það var nú samt skrítið að heyra Supernova segjast vilja spila undir með henni þegar þeir voru nýbúnir að tilkynna að hún færi heim. Svo veit ég ekki hvernig hún kæmi út með þeim á sviði þar sem hún var eini söngvarinn sem hafði ekki tekið lag með þeim. Annars voru hún og Dave ekkert smá flott saman á sviðinu og hann yrði ekki svikin við að fara í smá samstarf við hana.

Það var alveg æðislegt að sjá Magna spila með Supernova, ég er nú samt á því að hann eigi að reyna við húsbandið. Það er alveg geðveikt. Ég gat ekki betur séð að það hefði verið hálfgert spennufall hjá honum Magna þegar Brooke sagði nafnið hans og tilkynnti svo að hann gæti fengið sér sæti. Hann lak niður í stólinn sem var fyrir aftan hann. Mikið hlýtur að hafa verið gaman fyrir hann að geta bara fengið sér sæti og slakað á í smá stund. Íslendingar eru greinilega að standa sig í atkvæðagreiðslunni. Það var ferlega gaman að sjá barn nágrannans sitja við lærdóminn að bíða eftir að kosningarnar byrjuðu í fyrrinótt. Ég sé nefnilega í eldhúsið hjá þeim úr eldhúsinu mínu.

Ég verð alltaf jafn hissa á Dilönu, hún er bara ekki að standa sig. Hún hefur ekki náð sér upp úr fjölmiðlaruglinu og eins og maður segir á ensku "Karma is a Bitch". Hún uppskerir eins og hún sáir. Það var líka svo skrítið að sjá hana gefa skít í aðdáendurnar í raunveruleikaþætti vikunnar og svo segja að hún væri ekkert án þeirra. Hún er hálf tóm þessa dagana. Eins og mér fannst hún frábær í byrjun þá er svolítið skrítið að þola hana varla í dag.

Lukas hleypur upp og niður í áliti hjá mér. Mér fannst honum ekkert takast sérstaklega vel í þættinum í gær og skildi ekki helminginn af textanum. Varð samt ekki hissa á því að hann fengi að setjast hjá Magna og Toby. Sé hann ekki með Supernova.

Miðað við hvað ég var ekki að fíla Toby í byrjun, sviðsframkomuna aðallega. Górillutaktana muniði! Þá hefur hann unnið alveg rosalega á og hann gæti unnið þetta. Hann smellpassar svo við Tommy, Gilby og Jason. Hann er svo skemmtilegur á sviðinu, krafturinn, nálgunin við áhorfendurnar og hvernig hann vinnur með húsbandinu. Mér þykir Magni samt langbestur með því. Hann átti bílin svo sannarlega skilið og gaman að sjá hann taka á móti lyklunum.

Svo er það auðvita möguleikinn sem fólk almennt virðist ekkert rosalega hresst með, hvað ef Magni vinnur. Hann var og er talinn frekar ólíklegur valkostur fyrir Supernova. En var sá sem vann INXS þáttinn ekki líka talinn ólíklegur til þess að vinna.

Annars verð ég að taka hanskan upp aðeins upp fyrir núverandi meðlimi Supernova. Þeir eru bara tónlistarmenn sem vilja spila og finnst greinilega gaman að spila. Leyfum þeim að njóta þess.

Þangað til næst.... Operation Magni: Team Iceland! Mobilize.


Magnavaka....

Það var mjög skemmtilegt og fræðandi að horfa á Magnavökuna á Skjá Einum. Mikið af skemmtilegu fólki, þekktu og óþekktu sem mætti og lét skoðanir sínar í ljós. Fólk komst reyndar misvel að orði og var hægt að túlka margt á frekar neikvæðan hátt.

Það var gefið í skyn að röddin á Magna hefði aldrei fengið að njóta síns til fulls vegna þeirrar tónlistar sem Á Móti Sól flytur. Ég heyrði nú samt íslensku útgáfuna af laginu sem Magni vippaði yfir á ensku og flutti í gær. Ég gat ekki betur heyrt en þar væri Rockstar Magni á ferð. Það voru nokkrir sem virtust láta öfund sína yfir þátttakendum Rockstar ráða ummælum. Það var reyndar gert með glott á vör og spurning hve mikil alvara hafi verið þar að baki.

Páll Óskar og reyndar Jakob "Magna"son höfðu á orði að þeir væru að sjá alveg nýja hlið á Magna í Rockstar þættinum. Einnig var nefnt að Magni væri ekki poppari, heldur rokkari sem hefði loksins komið út úr skápnum. Stóra spurningin til Á Móti Sól var hvort Magni væri að koma þeim á óvart í þáttunum. Nei þetta er bara hann. Hann hefur alltaf getað sungið svona.

Svo kom það til tals að það væri tvennt ólíkt fyrir hljómsveit að spila á sveitaballi eða taka upp lög fyrir plötu sem þeir vonuðu að yrði spiluð í útvarpinu. Það var ýmislegt annað rætt og fólkið var missátt við "rokkarana" sem eftir eru í þættinum.

Svo gat ég ekki hugsað annað en "Aumingja Ryan" þegar Sylvía Nótt lá hjá honum og fór að syngja um geimhundana. Ég ætla ekki nánar út í það, en þeir vita hvað var erfitt að horfa á þetta sem sáu. Það var æðislegt að sjá hvernig tekið var á móti henni í húsinu. Storm hafði augljóslega húmor fyrir Sylíu, en Lukas virtist ekki vita hvað hann ætti að halda. Þetta var svona eins og að sjá stærra og flottara dýr koma inn á yfirráðasvæði gamla dýrsins, og gamla dýrið vissi ekki alveg hvernig það ætti að taka á móti stóra flotta dýrinu. Æðislegt. Ég verð nú samt að segja að það er alltaf mjög misvelheppnað eða misheppnað það sem hún Sylvía Nótt tekur sér fyrir hendur.

Mér finnst gaman að hlusta og horfa á Magna og skammast mín ekki fyrir að vera orðin aðdáandi. Vínberin eru greinilega súr hjá einhverjum sem koma með leiðinleg, neiknvæð og frekar orðljót blogg. Ég leyfi mér að gleðjast með Magna, fjölskyldu hans og Á Móti Sól, afhverju geta aðrir ekki gert hið sama?

Það verður mjög spennandi að sjá hvernig kosningarnar fara og þá auðvita hver verður sendur heim.

Þangað til næst....


Rockstar....

Ég var svo upptekin af Áfram Magni baráttunni að ég hef ekki komist til þess að skrifa hvað mér fannst um Rockstar í vikunni. Hér kemur það þó seint sé.

Lukas tók Lithium  með Nirvana. Nirvana er langt frá því að vera hljómsveit sem ég fylgdist með á sínum tíma en Lukas gerði það að sínu eigin og þegar hann kom með kraftinn í það eftir rólega byrjun fannst mér það frekar flott. Þegar hann svo tók lagið með Supernova í gærkvöldi fannst mér hann syngja vel, ekki það að ég muni eftir laginu sjálfu.

Magni, áfram Magni! Hann var alveg frábær með I, Alone. Þegar hann labbaði út í sal og söng fyrir Gilby, Jason, Tommy og Dave var hann að sýna bestu sviðsframkomuna til þessa. Hann var nú reyndar líka æðislegur þegar hann söng "I don´t belong here.." liggjandi á sviðinu. Íslendingar sýndu líka hvers þeir eru megnugir ef þeir standa saman. Komum honum í toppinn og komum í veg fyrir að hann lenti nokkurn tíman í þremur neðstu sætunum. Húrra fyrir Íslendingum. Ef að Magni er ekki stoltur yfir því hverra þjóða hann er þá veit ég ekki hvað.

Ryan var ekki eftirminnilegur. Ég man að hann hoppaði upp á píanóið, renndi sér á því og skreið upp á það. Hann tók Clocks með Coldplay og ég þurfti að hafa fyrir því að muna hvaða lag hann tók. Það segir allt sem segja þarf og ég var ekki hissa yfir því að hann var sendur heim.

Storm tók Bring Me Back To Life með Evanescence sem er ein af uppáhaldshljómsveitunum mínum. Hún byrjaði ekki vel. Ég fann nú bara til með henni mér fannst þetta svo hræðilegt. Hún náði sér nú samt á strik og hún fær þvílíkt prik hjá mér fyrir að þora að nota keppinaut sinn hann Toby í bakrödd hjá sér. Mér finnst hún samt ekki mjög líkleg til að lenda í topp þremur. En hvað veit ég! Hún tók svo Helter Skelter í gærkvöldi og ég fylgdist varla með því. Ég var í þvílíku stuði yfir að Magni gæti tekið því rólega að ég skellti mér á bloggið og setti inn smá færslu.

Toby tók Rebel Yell með Billy Idol. Um leið og ég vissi hvaða lag hann fengi vissi ég að þetta væri lagið fyrir hann. Enda sannaði hann það þegar hann fékk endurflutninginn í gærkvöldi. Þetta var lagið fyrir hann. Aðdáendurnir hafa greinilega vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir kusu þetta fyrir hann.

Dilana tók Mother Mother og gerði það nú bara ansi vel, en mér fannst samt gengið heldur of langt í hrósinu. Mér finnst hún alltaf mjög svipuð og ég segi það enn og aftur, hún nær ekki að toppa Ring of Fire. Það var greinilega mikill sjokk fyrir hana að þurfa syngja í gærkvöldi, hún tók Pshyco Killer. Mér fannst flutningurinn ekki neitt sérstakur. Hún kemst ekki með tærnar þar sem Talking Heads eru með hælana. Svo tók ég eftir öðru sem mér fannst frekar merkilegt og sagði mér margt um Dilönu. Í lok þáttarins í gærkvöldi um leið og Brooke Burke var búin að kveðja og bjóða góða nótt lét Dilana sig hverfa. Hún stóð ekki með hópnum þegar kreditin voru að rúlla. Vá hvað manneskjan virðist ekki geta tekist á við þá gagnrýni sem hún hefur fengið og úrslitin í gær. Hún hélt greinilega að Storm færi og leit ekki út fyrir að vera par sátt við að Ryan þyrfti að taka saman föggur sínar.

Þangað til næst....


Áfram Magni....

Þetta er bara alger snilld. Ég meina allir nema Magni í botn þremur á einhverjum tímapunkti í kosningunum. Þetta þarf að endurtaka í næstu viku. Og ég legg aftur til að miðvikudaginn í næstu viku verði frídagur svo þjóðin geti vakað og kosið og kosið og kosið. Segjum svo að Íslendingar geti ekki hvað sem er.

Áfram Magni...


Rockstar....frí

Mér finnst að það eigi bara vera frídagur á morgun svo að þjóðin geti vakað og kosið og kosið og kosið.

Ég skora á þau fyrirtæki sem ekki leggja í það að hafa lokað að gefa starfsmönnum frí fram að hádegiGlottandi.

Áfram Magni....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 21267

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband