Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Afmælið hans Sigþórs....

Já það var fjör í afmælinu hans Sigþórs. Við gáfum honum stafaspilið og svo fékk Bergþór bróðir hans spiderman sokka og Við lesum. Þá getur Ragnhildur farið að kenna strákunum stafina og lesið bókina með þeim. Sigþór á nefnilega svo mikið af dóti að okkur fannst alger óþarfi að gefa honum dót.

Það var auðvita nammi gott að borða. Heitur brauðréttur, súkkulaði kökur, pönnukökur, salat og kex og kókosbolluterta. Mmmmmm. Það eina sem skyggði á afmælið var að Bergþór greyið var veikur og leið frekar illa. Hann vildi að mamma sín gengi um gólf með sig, hann var svo pirraður. Svo mátti ég reyndar halda á honum. Við enduðum svo í Lazy-boy að lesa. Bergþór hafði greinilega ekki orku í afmælishasar.

Annars var helgin ekki öðrvísi en venjulega. Sofa, borða, horfa á sjónvarpið, sauma, slappa af o.s.frv.

Þangaði til næst....


Hann á afmæli í dag....

Já Óli pabbi skæruliðanna á afmæli í dag. Ragnhildur hringdi í mig rétt fyrir fjögur og bauð mér í mat í gær, ég þurfti ekki að koma með gjöf en gerði það nú samt. Ég var mætt rúmlega 6 og ilmurinn sem kom á móti mér var æðislegur. Ragnhildur var á fullu í eldhúsinu að undirbúa allt meðlætið og kjúklingar í ofninum. Mmmm. Ég fór upp og mætti Sigþóri nýkomnum úr baði. Hann var sko ekki tilbúin að fara í föt, hvað þá Bergþór bróðir hans.

Óli var mjög glaður yfir því sem ég gaf honum, en okkur var ekki alveg sama þegar Sigþór tók blaðið (Hustler Humor) og ætlaði að skoða það. Ég tilkynnti honum að hann mætti ekki skoða þetta blað fyrr en eftir 10 ár. Hann virtist alveg sáttur við það þannig að ég geri ráð fyrir því að hann biðji pabba sinn um blaðið eftir 10 ár.

Eftir mikil hopp og læti tókst loks að koma skæruliðunum í náttföt og fá þá niður. Svo mættu Anna og Egill með Birtu. Þegar Sigga og Baddi komu þá stóðu strákarnir í náttfötunum í útidyrahurðinni og görguðu til skiptis "sigga, baddi, amma, afi". Ég geri ráð fyrir að hálft hverfið hafi heyrt að Sigga amma og Baddi afi væru mætt á svæðið. Svo var púslað og leikið sér þangað til maturinn var tilbúin.

Við matarborðið ákvað ég að vera voða lúmsk og spyrja Sigþór hvað hann vildi í afmælisgjöf. Hann var fljótur að svara. Íþróttaálfakarl. Ragnhildur tilkynnt mér á ensku að það væri eitt svoleiðis stykki inni í skáp. Þannig að ég spurði hvað annað honum langaði í. Stærri íþróttaálfsbúning var svarið. Það eru allir sammála að það megi bíða fram á næsta ár. Annað langaði Sigþóri greinilega ekki í, því að hann svaraði mér ekki þegar ég spurði hvað meira honum langaði í. Ég enda örugglega á því að fara í Skólavörubúðina og kaupi eitthvað til stafakennslu því að nóg á hann Sigþór af dóti.

Þegar búið var að borða æðislegan mat (ef ég hefði komist upp með það þá hefði ég bara borðað húðina af kjúklingum, hún var svo góð) og kökur í eftirrétt var farið með strákana í rúmið og tekið af borðinu. Ég fór upp á eftir Óla og Ragnhildi, kom Sigþóri í hrein náttföt, híhíhí, og hjálpaði honum svo upp í kojuna. Þegar Ragnhildur kom svo með Bergþór bauð ég góða nótt. Bergþór sagði bless og góða nótt, en Sigþór sagði eitthvað sem hvorki ég né Ragnhildur skildum. Gerðum bara ráð fyrir að væri einhver stytting á ´bless og góða nótt´.

Það verður fjör á laugardaginn.

Þangað til næst....


Afmæli næstu helgi....

Hann Sigþór á afmæli þann 10. október. Við fengum boðskortið í gær með stórri mynd af íþróttaálfinum, auðvita. Það er mæting kl.15 á laugardaginn 7.okt. Eitt er víst að það verður eitthvað nammigott á boðstólnum eins og venjulega. Þá er bara að drífa sig og kaupa afmælisgjöf og spurning hvort ég reyni að sortera myndirnar sem ég á af þeim bræðrunum og brenna á disk handa Ragnhildi og Óla. Það kemur í ljós. Þær eru svo margar.

Þangað til næst....


Er að komast í skriftargírinn....

Ég fór með mömmu í Smáralindina á laugardaginn. Vá hvað var mikið af fólki á staðnum. Held að ég hafi aldrei séð bílastæðið eins fullt. Við fórum nú ekki í margar búðir, en tókst nú samt alveg að eyða pening. Ég keypti mér smá af fötum og mamma keypti sér kjól. Hún lýsti því yfir þegar við vorum komnar heim að það væri stórhættulegt að fara með mér í búðir. Hún keypti sér alltaf eitthvað þegar hún færi með mér, en tækist alveg að komast eyðslulaust í gegnum búðarráp án mín. Ég fer að fara fram á prósentu í búðunum sem hún verslar í þegar ég er með.

Svo var litið á klukkuna, vá hvað hún var orðin margt. Tíminn hafði sko hlaupið frá okkur og maginn á mér farinn að kvarta.  Mamma stakk upp á því að við réðumst bara á ostakynninguna sem var í Vetrargarðinum. Ég vildi nú ekki taka áhættuna, ég meina allskonar ostar á tóman maga. No thank you very much! Venjulega fæ ég mér að borða á Energiu, en hafði eiginlega ekki áhuga á því þar sem það var svo fullt að einungis var borð laust alveg við útganginn. Sem betur fer verð ég nú bara að segja. Ég og mamma löbbuðum okkur inn á Wok Barinn allavega til að sjá hvað væri í boði. Við fengum okkur sitthvort barnaboxið sem kostaði heilar 490 krónur. Það eru eggjanúðlur með grænmetisblöndu að eigin vali, 2 teriyaki kjúklingaspjót og hrísgrjón. Þetta var rosalega vel útilátið og gott. Nammi namm. Það endaði á því að við keyptum 4 barnabox í viðbót til að taka með heim í kvöldmat handa karlpeningnum á heimilinu. Þeir voru mjög ánægðir með matinn þrátt fyrir að hann væri snemma. Eitt er víst, á Wok Barinn kem ég til með að fara aftur. Ég fæ bara vatn í munninn við að skrifa þetta.

Meira um mig og mömmu. Við fórum nefnilega í kertagerðina Jöklaljós (http://www.joklaljos.is/) í Sandgerði þarsíðustu helgi. Það er hefð hjá okkur að fara þangað á haustinn að kaupa kerti. Mamma kaupir alltaf kertin í aðventukransinn þarna. Mamma keypti eins og venjulega kertin í aðventukransinn og ofsalega falleg rauð pýramidakerti með gyllingu. Ég keypti þó nokkuð af kertum, litlar kúlur, löng mjó kerti, pýramída og hátt kubbkerti. Öll voru kertin sem ég keypti jöklablá. Það er svo gaman að koma í kertagerðina hjá henni Sólrúnu og fer maður sjaldnast tómhentur heim.

Önnur ástæðan fyrir ferðum okkar til Sandgerðis er Listasmiðjan Ný Vídd sem hefur verið í sama húsi og Jöklaljós í mörg ár en okkur til mikillar furðu er hún nú flutt í annað húsnæði við hliðina á Fræðasetrinu. Við kíktum auðvita þangað eins og venjulega dróst ég að leirmununum hennar Stellu. Ég sá skál sem ég kolféll fyrir en hef því miður ekki pláss fyrir hana. Sem betur fer sá ég svona sem maður hengir á vegg og setur sprittkerti eða lítil kerti í (get ekki munað hvað þetta er kallað, stupid me, eða hvað) sem var með sama munstur og liti og skálin. Keypti það auðvita þar sem veggplássið hjá mér er ágætt. Hehehe. Ekki má heldur gleyma steinasmiðjunni sem er við hliðina á listasmiðjunni. Því miður var lokað, eigendurnir í útlöndum og afleysinginn ekki að standa sig, þannig að við lágum bara á gluggunum. Eigum örugglega eftir að kíkja þangað seinna. Mamma keypti innflutningsgjöf handa Helgu vinkonu sinni í listasmiðjunni. Ég mæli með því að fólk fari og skoði kertagerðina og listasmiðjuna. Þar er hægt að fá svo margt skemmtilegt, ekki skemmir heldur að það er ódýrara heldur en í blómabúðunum.

Þangað til næst....


Komin tími á nokkur orð....

Ég er búin að vera í bloggfríi. Mér fannst ég vera hálf andlaus og ekkert hafa um að blogga eftir að Magna ævintýrið var yfirstaðið. Það er auðvita ekki rétt, ég hef heilmikið um að skrifa. Hef bara ekki nennt því. Ætla aðeins að reyna bæta úr því á næstunni.

Það var voða gaman hjá mér um daginn. Ég keypti mér nefnilega nýjan bíl. Vei. Ég er nefnilega svo heppin að Óli, pabbi skæruliðanna, vinnur hjá Heklu og ég hringdi í hann þegar ég var að spá í bílakaupin. Hann er frábær. Hafði samband við sölumann, fékk uppgefið verð og hvað mánaðargreiðsla yrði af bílaláni. Hann Óli hætt ekki þar. Nei, hann fékk lánaðan reynsluaksturs bílinn (sem var í litnum sem ég vildi) og kom með hann heim til mín, . Þjónusta að dyrum. Geðveikt. Daginn eftir þegar ég skilaði bílnum (föstudagur) þá gekk ég frá öllu sem þurfti og fór svo á þriðjudeginum í vikunni á eftir og sótti bílinn. Gaman, gaman. Ég fékk mér beinskiptan Skóda Fabia með leðurstýri, álfelgum og topplúgu. Ég er búin að vera á honum í mánuð og hann eyðir nánast engu.

Það skemmtilegasta við þetta allt var þegar skæruliðarnir skoðuðu bílin í fyrsta skipti. Þeir komu sér fyrir í framsætunum og þegar ég opnaði topplúguna vildi Sigþór sko upp á þak og skildi bara alls ekki afhverju hann mætti það ekki. Loksins þegar ég gat lokað lúgunni fór Bergþór í göngutúr um bílinn. Í bókstaflegri merkingu. Hann klifraði um hann allan og vildi svo endilega komast í skottið. Það best við þessa bílaskoðun var þegar skæruliðarnir sátu báðir í bílstjórasætinu og Sigþór heimtaði bíllykilinn. Þegar ég spurði hann afhverju hann þyrfti lykilinn þá svaraði hann einfaldlega. Við erum að fara. Meinti þá bróðir sinn og sig. Ég og pabbi þeirra fengum kast. Þeir bræðurnir eru svo skemmtilegir að það hálfa væri nóg.

Þangað til næst....


Íþróttaálfarnir....Sigþór og Bergþór

Ég ákvað að fara með Sigþóri, Bergþóri og foreldrum í Latabæjarhlaupið svo ég gæti nú tekið myndir, var líka vel undir það búin. Tók með mér 2 linsur, aukarafhlöður og aukaminniskort, ekki veitti af! Ég var komin niður í bæ um hálf tólf. Fór með mömmu og pabba, skildi þau eftir og skrapp niður í 2001 á Hverfisgötu. Hringdi svo í Ragnhildi til að vita hvar ég ætti að hitta liðið. Viti menn, mamma, Sigga og Ragnhildur voru í Tösku og hanskabúðinniHissa. Kom mér mjög á óvart eða þannig. Svo var rölt niður Skólavörðuholtið að Laugavegi þar sem Íþróttaálfarnir Sigþór og Bergþór voru að kaupa candyfloss með pabba sínum. Um að gera að safna orku fyrir Latabæjarhlaupið. Það var nú líka nammidagur.

Það var rölt í rólegheitum niður að Lækjartorgi og svo að sviðinu fyrir framan Glitnir. Það var ferlega gaman að sjá hlauparana úr maraþoninu koma að markinu. Það skemmtilegasta var þó að sjá tvo fullskeggjaða Indverja (að ég held) koma hlaupandi, annar þeirra leit út fyrir að vera eldri en sólin. Ég náði því miður ekki mynd af þeim. Það var einhver útlendingur að skemmta fólki á stultum við Lækjartorg og þegar hann stökk niður dreifðist úr hópnum. Ég, Óli og Bergþór fórum í smá göngutúr og fundum auðvita brunahana, nema hvað. Þegar við komum svo að hátölurunum hjá sviðinu hrökkluðumst við til baka því að þar var svo gífurlegur hávaði, Í svörtum fötum voru að spila.

Ég dró mannskapinn upp á tún hjá MR. Þar sátum við þar til að við skelltum okkur í upphitunina fyrir Latabæjarhlaupið. Jónsi byrjaði á að hita upp mannskapinn og láta krakkana og foreldra vita að það væri sko ekki hægt að hlaupa af stað þar sem við værum svo mörg. Svo kom Solla Stirða á svið og fékk Jónsa til að fara í Latabæjarbol við mikinn fögnuð kvenfólksins í hópnum. Hann fór nefnilega úr að ofan. Hann er flottur. Svo kynnti Solla Íþróttaálfinn á svið við mikin fögnuð barnanna. Hann Magnús fékk einhverja hlaupara í lið við sig til að hjálpa við að hita umm fyrir hlaupið og svo var lagt af stað. Mannfjöldinn var svo mikill að þegar ég, Baddi og Sigþór vorum rétt að koma að brúnni þá voru þeir sem höfðu verið fremst að koma í mark. Hlaupið var nú ekki nema 1,5 km en það tók um 30-45 mín fyrir Sigþór, Bergþór, Ragnhildi og Óla að komast í mark og fá verðlaunapeningana sína. Það voru ansi margir Latabæjaraðdáendur sem komu þreyttir í mark, eða hálfsofnandi á öxlinni á mömmu eða pabba.

Til að komast upp á Laugarveginn, fóru ég, mamma og Sigga upp fyrir Lækjargötuna og biðum svo eftir liðinu á móts við Hans Pedersen. Svo var farið í að hringja í mannskapinn. Hvar eruð þið, við erum hér o.s.frv. Þegar allir voru komnir til baka heldum við af stað heim, og um kvöldið mættu allir í humar og læri heima hjá Ragnhildi og Óla. Ekki nema von þar sem við áttum svo sannarlega skilið að fá góðan mat, svöng og þreytt eftir ævintýri dagsins.

Ég læt nokkrar myndir frá atburðum dagsins fylgja.

Þangað til næst....


Latabæjarhlaupið

Ég var að koma heim frá því að fara með með Bergþóri og Sigþóri ásamt foreldrum, ömmum og öfum niður í miðbæ svo ég gæti nú fylgst með strákunum í Latabæjarhlaupinu, fylgt þeim smá leið og tekið myndir fyrir foreldrana.

Það var múgur og margmenni í bænum, Í svörtum fötum spilaði fyrir mannskapinn áður en upphitunin byrjaði og svo byrjaði Jónsi upphitunina, kynnti Sollu á svið og svo loks kom Íþróttaálfurinn sjálfur. Þetta var heilmikið fjör. Ég kem til með að setja inn myndir fljótlega og nánari lýsingu á viðburðum dagsins.

Eitt er samt víst að það voru margir þreyttir Íþróttaálfar á leið heim núna upp úr hálf fjögur. Ekki furða ef þeir voru búnir að vera í bænum eins lengi og við.

Þangað til næst....


Bara með rugluna!!!!

Einmitt í dag er 12. júlí.

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag....hann Bergþór, hann á afmæli í dag.

Ég er búin að rugla dögunum svo mikið saman þessa vikuna, ég er ekki einu sinni í sumarfríi.

Þegar ég er búin að jafna mig....


Leti, leti, leti....já og Bergþór á afmæli á morgun!

Mikið hef ég nú verið löt í júlí. Algerlega andlaus. Það bætist vonandi fljótlega úr því.

Já hann Bergþór verður tveggja ára á morgun 12. júlí. Þessi drengur er gersemi. Og spurning dagsins er. Hvað á eiginlega að gefa honum í afmælisgjöf. Tek á móti tillögum til klukkan 13 á föstudag Brosandi

Þangað til næst....


Íbúðin, orkuveitan og Knoll og Tott, eða Sigþór og Bergþór

Þegar ég kom heim var alveg búið að mála og meira en hálfnað að leggja parketið. Það lítur út fyrir að það verði klárað fyrir helgi. Jibbý. Eða, hæ hó og jibbý jei og jibbý jei það er verið að klára íbúðina. Svona í tilefni 17. júni. Vei, húrra, jíbbý........ég gæti haldið endalaust áfram.

En í aðra sálma. Mikið rosalega er ég ósátt við sjónvarpsauglýsinguna sem Orkuveitnan var að senda frá sér. Ég horfði á hana í alla í fyrsta skiptið sem ég sá hana. Var forvitinn hvað væri nú verið að auglýsa. En je minn eini. Úff. Þvílíkur og annar eins horror. Það er nóg að sjá hana einu sinni, nú skipti ég um stöð þegar hún birtist í sjónvarpinu. Til hvers var verið að búa þessa auglýsingu til og hvaðan kemur hugmyndin á bak við hana. Ég fattaði hana ekki. Ég viðukenni það að ég er kannski bara svona fattlaus. En fyrr má nú rota en steindrepa.

Og í en aðra sálma. Ég fór og passaði knoll og tott, eða Sigþór og Bergþór á þriðjudaginn eftir vinnu. Varð nú að hleypa Ragnhildi niður í bæ með tendgó. Við fórum í smá göngutúr, löbbuðum niður að túninu. Réttara sagt hlupu strákarnir og ég á eftir. Það var þvílíkt fjör. Ekki versnaði það þegar við löbbuðum framhjá brunahana. Ég sagði Sigþóri að þetta væri brunahani og þá byrjaði Bergþór, brunahani, brunahani, brunahani...... þið getið ímyndaði ykkur restina. Það var líka erfitt að fá þá til að halda áfram, þeir voru svo hrifnir af hananum. Við fengum okkur pylsur þegar við komum heim. Því er hægt að lýsa svona: Sigþór fékk pylsubrauð með sinnepi og smá tómatsósu á disk. Hann bað um skeið og borðaði tómatsósuna með skeiðinni. Namm. Berbþór fékk pylsu í brauði með tómatsósu. Borðaði bara pylsuna úr brauðinu, fékk tómatsósu á disk og heimtaði skeið svo hann gæti borðað tómatsósuna með henni. Hann borðaði reyndar afhýddar pylsur og var mjög duglegur. Sigþór borðaði hýðið af pylsunum en ekki pylsurnar sjálfar. Þangað til hann sá pylsurnar sem ég var búin að skera niður og setja á disk handa Bergþóri. Hann borðaði þær með bestu lyst, Bergþóri til mikillar skelfingar. Sem betur fer kom mamma við til að athuga hvort ég væri ekki örugglega á lífi þegar ég var að gefa þeim að borða. Ég get ekkert sagt um hvað hefði gerst ef Pálmey amma hefði ekki mætt á svæðið. Það gegnur yfirleitt mikið á hjá strákunum. Annars er hann Sigþór alger snillingur. Hann er Batman óður og var keyptur einhver Batman karl í Hagkaup á mánudaginn, þegar amma hans spurði hvort hann væri ekki með pening heyrist í honum. Gunnhildur er vinur minn. Ekki lengi að koma sér undan. Hann er rúmlega þriggja og hálfsárs. Við erum mikið að spá hvort hann hafi bara verið að skipta um umræðuefni eða viljað að ég yrði rukkuð fyrir Batman. Fyndið. Sigþór og Bergþór eru bara skemmtilegir!

Þangað til næst....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband