Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bækur

Þetta venjulega....

Ég skellti mér á Deli í hádeginu í gær og fékk mér Quesadilla með kjúklingi. Mikið svakalega var þetta gott. Quesadilla er ekki fast á matseðlinu hjá honum í Deli en var víst í boði alla vikuna. Vona bara að það verði framhald af því.

Fæ mér venjulega pastasalatið hjá honum, það er vel útlátið og ansi gott. Verð að prófa hvítlauksbrauðin því þau runnu út eins og heitar lummur þegar ég beið eftir matnum mínum í gær.

Ég er að jafna mig á fuglaflensunni. Missi samt stundum andann þegar ég er að tala, öllum til mikillar ánægju. Ég á það til að fá munnræpu, ekki neitt svakalega slæma. Blush Kannski er þetta bara samsæri hjá fjölskyldunni til að þagga niðri í mér.

Hef legið yfir Terry Pratchett undanfarið. Hef lesið allar Discworld sögurnar hans, flestar oftar en einu sinni og meirihlutann oftar en það. Er að lesa Making Money núna. Hann er svo skemmtilegur höfundur. Vona bara að hann geti glatt mig og aðra lesendur sína í nokkur ár í viðbót. Hann er víst með Alzheimer maðurinn.

Sá á IMdb að Sky sýndi The Colour of magic um páskana.  Get ekki beðið eftir að hún komi á DVD svo ég geti séð hana. Davíð frændi er víst búin að sjá hana og er myndin gerð eftir fyrstu tveimur Discworld bókunum, The Colour of Magic og The Light Fantastic, segir frá ævintýrum Rincewind og Twoflower. Jason David leikur Rincewind og Sean Austin leikur Twoflower. Sá stutt brot úr henni á heimasíðu Sky, það lofar góðu.

Það verður gott að sofa út í fyrramálið.

Þangað til næst.... 


Afmælið hans Sigþórs....

Já það var fjör í afmælinu hans Sigþórs. Við gáfum honum stafaspilið og svo fékk Bergþór bróðir hans spiderman sokka og Við lesum. Þá getur Ragnhildur farið að kenna strákunum stafina og lesið bókina með þeim. Sigþór á nefnilega svo mikið af dóti að okkur fannst alger óþarfi að gefa honum dót.

Það var auðvita nammi gott að borða. Heitur brauðréttur, súkkulaði kökur, pönnukökur, salat og kex og kókosbolluterta. Mmmmmm. Það eina sem skyggði á afmælið var að Bergþór greyið var veikur og leið frekar illa. Hann vildi að mamma sín gengi um gólf með sig, hann var svo pirraður. Svo mátti ég reyndar halda á honum. Við enduðum svo í Lazy-boy að lesa. Bergþór hafði greinilega ekki orku í afmælishasar.

Annars var helgin ekki öðrvísi en venjulega. Sofa, borða, horfa á sjónvarpið, sauma, slappa af o.s.frv.

Þangaði til næst....


Áfram Magni....

Þetta er bara alger snilld. Ég meina allir nema Magni í botn þremur á einhverjum tímapunkti í kosningunum. Þetta þarf að endurtaka í næstu viku. Og ég legg aftur til að miðvikudaginn í næstu viku verði frídagur svo þjóðin geti vakað og kosið og kosið og kosið. Segjum svo að Íslendingar geti ekki hvað sem er.

Áfram Magni...


Rockstar....frí

Mér finnst að það eigi bara vera frídagur á morgun svo að þjóðin geti vakað og kosið og kosið og kosið.

Ég skora á þau fyrirtæki sem ekki leggja í það að hafa lokað að gefa starfsmönnum frí fram að hádegiGlottandi.

Áfram Magni....


Needful Things eftir Stephen King

Helgin fór ekki alveg eins og ég planaði. Það var ekki búið að klára að ganga frá íbúðinni og ég fékk líka þær fréttir á sunnudaginn að ég þarf að henda eitthvað af húsgögnum. Tryggingarnar virðast sem betur fer ætla að bæta það. ARRRRRRG.

Ég datt bara í bókalestur. Ég hafði tekið frá Needful Things eftir Stephen King þegar ég var að pakka öllu niður. Búin að lesa hana áður og fór á myndina í bíó á sínum tíma. Þessi saga er nú ansi dökk. Mjög svo týpísk fyrir Stephen King. Mér hefur samt alltaf þótt gaman að lesa hann. Ég lifi mig svolítið inn í söguna og sé hana gerast og var því bara í öðrum heimi um helgina.

Fyrir utan bókalesturinn var ég bara á bömmer. Þetta tjónarugl ætlar engan enda að taka.


Bókaleiðangur.

Fór með frænku minni í bókaleiðangur um daginn. Fann ekkert sem mér leist á fyrr en við vorum að fara úr Fornbókabúð Braga, á borðinu hjá honum undir einhverri bók sá ég glitta í science fiction eitthvað. Ég greip bókina. Hún heitir "101 science fiction stories" með inngangi skrifuðum af Isaac Asimov. Og verðið alveg ótrúleg, 300 kr. frænka mín varð græn af öfund. Þetta eru, eins og titillinn gefur til kynna, 101 stuttar sögur eftir 86 höfunda. Það sem ég er búin að lesa er nokkuð gott, og framhaldið lofar góðu. Ætla að gefa mér tíma um páskana til að lesa meira. Hlakka til.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband