Færsluflokkur: Kvikmyndir
1.4.2008 | 16:39
1.apríl....
Mbl.is er með flottasta aprílgabb ársins, að mínu mati.
Ég ætla nú ekki að blaðra og skemma fyrir þeim sem gætu fallið fyrir því. Mikið hrikalega er það fyndið. Ég sit hérna við tölvuna hjá Siggu frænku fyrir norðan og er búin að sýna Ragnhildi það og fannst henni það ekkert smá fyndið. Ég hugsa að ég eigi eftir að "falla" fyrir því nokkrum sinnum í viðbót.
Þangað til næst....
4.3.2008 | 17:13
Sýnishorn....
Ég fór allt í einu að spá í sýnishorn úr bíómyndum.. Þá hvort þau væru í samræmi við innihald myndarinnar.
Það getur verið gaman að sjá sýnishorn úr nýrri mynd. Annað hvort langar manni að sjá hana út frá sýnishorninu eða ekki. Reyndar á það kannski ekki við um myndir eins og Hringadrottinsögu þar sem við sem höfum lesið bækurnar vitum hver söguþráðurinn er og flest okkar höfum líklega séð myndirnar.
Ég, ásamt fleirum geri ég ráð fyrir, höfum lent í því að sjá sýnishorn úr mynd og langa mikið að sjá myndina en orðið fyrir miklum vonbrigðum. Ekki það að sýnishornið væri ekki í samræmi við innihald myndarinnar.. heldur að myndin var bara léleg.
Svo hef ég séð sýnishorn og dauðlangað til að sjá viðkomandi mynd.. og myndin kemur samt skemmtilega á óvart varðandi gæði. Alltaf gaman þegar það gerist.. en það gerist allt of sjaldan.
Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum mínum eru sýnishornin sem eru í engu samræmi við innihaldið.
Ég horfði nefnilega á Pan´s Labyrinth um daginn eftir að vera búin að langa til að sjá hana frá því hún kom í bíó. Ástæðan fyrir því er sýnishornið sem ég sá úr myndinni á sínum tíma. Það gaf til kynna að þetta væri ævintýramynd sem gerist undir lok seinni heimstyrjaldarinnar á Spáni. Ung stúlka lendir í spennandi ævintýrum uppi í sveit og þarf að bjarga litla bróður sínum. Vá hvað ég hafði enga hugmynd um hvað ég væri að fara horfa á. Þvílíkt og annað eins ógeð. Það kom hvergi fram í sýnishorninu eða neinu sem ég las í sambandi við myndina að í henni væri stjúpfaðir stúlkunnar í stóru hlutverki sem sadista helv... Það er sýnt þar sem hann drepur á virkilega ógeðfelldan hátt, þar sem hann er að velja pyntingartól til yfirheyrslu og afleiðingar "yfirheyrslunnar". Ég skil ekki þau tugi verðlauna sem myndin var tilnefnd til og vann.
Ég get að minnsta kosti ekki mælt með þessari mynd. Hún er blóðug, ógeðsleg og alls ekki nein ævintýramynd. Langt frá því. Það má vel vera að hún höfði til einhverra og einhverjir séu mér ósammála.
Málið er að ég hefði aldrei horft á þessa mynd ef sýnishornið hefði verið í samræmi við innihald og söguþráð.
Og á meðan ég man.. ég hata fólk!
Þangað til næst....
17.7.2007 | 21:10
The Monster Squad og fleiri góðar 'monster' myndir....
Ég var að fá tilkynningu frá amazon.com að ' The Monster Squad' væri að koma út á DVD í 20 ára afmælisútgáfu, fulla af aukaefni. Jibbý. Hún kemur út 24. júlí og ég ætla að biðja hann Sigga í 2001 að panta hana fyrir mig. Sá hana einhvern tíman á síðustu öld mjög skemmtileg mynd.
Á þessum árum komu fullt af skemmtilegum 'Monster' myndum í léttum dúr. Critters, Gremlins, Ghostbusters, Beetlejuice, Goonies og The Lost Boys.
Ég á Goonies 25 ára afmælisútgáfuna á DVD. Það var alveg æðislegt að horfa á myndina með 'Commentary' þar sem leikstjórinn Richard Donner og leikararnir Sean Astin, Josh Brolin, Jeff Cohen, Corey Feldman, Kerri Green, Martha Plimpton og Jonathan Ke Quan tala um gerð myndarinnar, segja skoðanir sínar á sumum atriðanna og segja frá þeim breytingum sem gerðar voru á meðan tökum stóð.
The Lost Boys klassísk. Blóðsugur og skrímsli. Corey Feldman, Corey Haim, Jason Patrick Dianne Wiest, Jamie Gertz, Barnard Hughes, Edward Herrman og Kiefer Sutherland. Leikstýrð af Joel Schumacher. Mæli sko alltaf með henni.
Beetlejuice æðisleg. Hann Alec Baldwin er svo ungur í henni. Úps, er ég orðin svona gömul.
Ghostbusters. Bill Murray, Dan Akroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis og Rick Moranis. Klassísk.
Gremlins. Alltaf góð. Átti auðvita Gremlins brúðu og man eftir að kisa sem ég átti tók ástfóstri við brúðuna og sleikti hana alla.
Critters. Ég sá hana fyrir mörgum árum og fannst hún skemmtileg. Ekki þó það að ég yrði að sjá hana aftur og aftur og aftur og aftur.
Þangað til næst....
12.7.2007 | 23:32
Hamfaramyndir....
Mér þykir svo gaman að þeim. Hvort sem um ræðir náttúruhamfarir, eitthvað yfirnáttúrulegt eða geimverur.
Ég var að fá nokkrar myndir frá amazon.com. Þær komu reyndar ekki allar, þær voru sendar í tvennu lagi. Það komu Supernova, Armageddon, Category 7 og The Final Days of Planet Earth sem er um geimpöddur sem ætla að yfirtaka jörðina.
Ég er sem sagt búin að horfa á Final Days og fannst hún bara nokkuð góð, ágætur húmor í henni og ekki mikið um að maður sjái geimverurnar í sínu rétta formi. Þær eru dulbúnar sem fólk. Það er frekar góð setning í myndinni sem segir allt sem segja þarf. "They´re only bugs, theyt put humans on one foot at a time". Eða eitthvað svoleiðis. Minnti mig reyndar á MIB þar sem setningin "there is a bug in town wearing a brand new Edgar suit" heyrist. Myndin er líka svolítið skemmtilega vitlaus.
Horfði líka á Supernova og fannst hún ágæt. Svolítið fyrirsjáanleg á pörtum en það var allt í lagi. Virkilega gaman að sjá sólgosin og það sem sneri að sólinn og afleiðingum sólgosanna.
Ég horfði á Category myndina í gær og fannst hún fín. Það er svo gaman að sjá hvernig hetjurnar ná alltaf að bjarga heiminum á síðustu stundu. Það voru reyndar ágætis subplot í myndinni sem gerðu hana skemmtilegri en hún hefði verið bara sem hamfaramynd.Ég horfi svo líklega á Armageddon við tækifæri. Það er alltaf gaman að henni.
Ég horfi líka reglulega á The Core og The day after tomorrow. Finnst þær æðislegar.
Svo er það Event Horizon, sem er kannski meira sci-fi. Það er alltaf gaman að horfa á hana þrátt fyrir hvað hún er ógeðsleg.
Á svo von á 10.5, Category 6 og Asteroid.
Hann Rúnar Páll var nú ekkert voða hrifinn af því að Final Days of Planet Earth yrði pöntuð þar sem Daryl Hannah leikur í henni. Það var ekki fyrr en ég sagði honum að þetta væri Hallmark mynd að hann samþykkti að það gæti verið varið í hana.
Þangað til næst....
7.7.2007 | 20:32
Villtist í bíó....óvissusýning.
Ég fer nú frekar sjaldan í bíó, en í ár hef ég sett met. Búin að fara fjórum sinnum, nú síðast á föstudaginn fyrir viku.
Ég bauð ónefndri frænku minni í bíó og fórum við til að sjá Premonition.
Það var brunað í Háskólabíó, ég hef ekki komið þangað síðan ég veit ekki hvenær. Þegar þangað var komið keypti ég miða á myndina í sal 1, frænka var svo góð að splæsa popp og drykkjarföng. Svo röltum við okkur inn í sal og fengum okkur sæti.
Að venju eru fullt af auglýsingum og sýnishornum sem við horfðum á með einskærri þolinmæði og svo byrjaði myndin.
Bíddu, bíddu. Hvað gengur á, þegar nöfn leikarann birtust á skjánum blasti við okkur nafnið Bruce Willis. Halló, halló, leikur Bruce Willis í Premonition kom hjá okkur. Ónei, við vorum í vitlausum sal eða verið að sýna vitlausa mynd. Þarna var Die Hard 4.0 að byrja. Þar sem viðbrögð í salnum urðu engin vissum við að við værum í vitlausum sal.
Við urðum samt sammála um að við nenntum ekki að athuga með Premonition, hún væri örugglega löngu byrjuð. Allar auglýsingarnar og sýnishornin á undan Die Hard urðu til þess að við komumst að þessari niðurstöðu. Okkur langaði líka alveg til að Sjá hann Bruce í enn einni Die Hard myndinni.
Í hléinu kíktum við út til að sjá í hvaða sal við værum eiginlega. Þá komumst við að því að stóri salurinn í Háskólabíói sem við héldum að væri salur 1 er bara ekki merktur og salur 1 er fyrir innan.
Eftir þessa bíóferð komst ég að þeirri niðurstöðu að hjá miðasölunni ætti að vera teikning með salaskipan í kvikmyndahúsinu, ekki að það hefði breytt miklu. Við Íslendingar lesum nefnilega aldrei leiðbeiningar.
Þetta var alveg ágætis bíóferð og þar sem Premonition kemur út á DVD í Bandaríkjunum 17.júlí þá bíð ég bara eftir að kaupa hana þaðan frekar en að reyna fara aftur á hana í bíó. Hver veit nema ég myndi villast aftur.
Þangað til næst....
18.5.2006 | 19:42
Glaðningur.....
Það kom skemmtilegur póstur inn um lúguna í dag. Bréf frá Landsbankanum með tveimur boðsmiðum á Da Vinci lykilin. Hmmm, hverjum á ég að bjóða. Mömmu langar alveg rosalega að sjá myndina en hún verður að vinna. Ég bauð pabba. Hann er alveg ótrúlegur. Ha hva, hvernær hvar.....ef ég verð ekki að vinna.....ég ætti ekki að vera vinna! Fékk hann til að segja já á endanum. Ég vona allavega að ég verði ekki að hringja í einhver á síðustu stundu eða fara ein. Pabbi minn er mjög sérstakur. Það vita reyndar allir sem hann þekkja. Hlakka nú samt til að sjá myndina. Fyrir sýninguna heldur Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur fyrirlestur. Vona að það verði skemmtilegt og fræðandi.
Evróvision kallar....
17.5.2006 | 20:36
Horfði á "The Producers"..........
Horfði á "The Producers" í gær. Fékk algert kast þegar ég sá leikaran sem lék George klikkaða apótekarann í Desperate Housewives. Hann er frábær. Ég var nokkarar mínútur að átta mig á hver þetta væri. Svo kviknaði á perunni, George úr DH. Frábært hlutverk. Mæli með þessari mynd. Will Ferrell, Matthew Broderick, Nathan Lane og Uma Thurman. Öll góð.
Mel Brooks hefur mér alltaf fundist alveg ágætur. Elska "To be or not to be", Anne Bancroft er æðisleg í henni. Ég hef séð hana ansi oft. Mel hefur mikið gert grín að nasistum. Það sést vel í "To be or not to be" og auðvita líka "The Producers". Ég hef ekki séð upprunalegur útgáfuna af "The Producers" þarf að gera það á næstunni.
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði