15.5.2006 | 10:41
Ágætis helgi......
Síðastliðnar tvær vikur er ég búin að vera sauma mér föt fyrir árshátíð. Gekk vel til að byrja með. Bjó til sniðið fyrir pilsið, sneið það og saumaði. Tók rúmlega 5 tíma. Svo saumaði ég annað pils sem á að fara í yfir hitt pilsið. Það tók aðeins lengri tíma. Bjó til nýtt snið, það er aðeins víðara. Sneið efnið, nældi það saman, þræddi það og svo loks saumaði. Ég gerði þetta ekki á einu kvöldi, heldur fóru nokkur kvöld í þetta. Jæja svo bjó ég til snið fyrir jakkan, teiknaði upp eftir einhverju sem ég átti. Tókst nú bara ágætlega. Sneið svo efnið, nældi saman og þræddi. Saumaði jakkan svo saman fyrir utan ermarnar. Þetta var á föstudaginn, árshátíð á laugardag í Hveragerði. Ég var komin í tímaþröng þar sem ég hafði farið að passa syni frænku minnar á miðvikudag eftir vinnu. Sigþór og Bergþór. Þeir eru með skemmtilegri einstaklingum sem ég þekki. Mér leiðist allavega aldrei þegar ég er með þá. Þegar ég gafst upp á jakkanum þá stakk mamma bara upp á því að við færum í búðir áður en ég færi austur. Vaknaði eldsnemma, hehehe, eldsnemma á laugardegi þýðir kl.10. Fórum í Kringluna, ekkert þar. Debenhams, ekkert þar. Mamma hafði heyrt af einhverri nýrri fataverslun í Smáralind sem heitir Evans. Við fórum þangað. Vá maður, þar voru föt sem ég passaði í, og meira að segja flott föt. Ég leit ekki út eins og ég væri kerling um 60 í þeim. Það er ekkert að því að vera 60, ég er bara ekki nálægt því að vera 60. Ég og mamma enduðum svo þennan verslunarleiðangur á því að fá okkur að borða í Energiu. Við vorum mikið svangar, fengum frábæran mat og fórum pakksaddar. Maturinn var sem sagt mjög góður og ekki eyðilagði það að hann var ekki dýr. Við ætlum að fara þangað aftur.
Þá var komið að árshátíðinni sem var í boði vinnunnar. Ég tók til það sem ég þurfti að taka með mér, pakkaði niður og lagði af stað. Kom við í Nóatúni til að kaupa mér nesti. Sódavatn, ópal og tyggjó. Ekki var ég nú lengi að keyra í Hveragerði. Það var heilmikil umferð en hún gekk nú samt vel. Kaflarnir þar sem er búið að tvöfalda muna alveg rosalega. Kom á Hótel Örk um kl.16, fékk lykilinn af herberginu og kom mér fyrir. Var með Dorothy í herbergi. Það passaði mjög vel, við báðar frekar rólegar og lausar við allt vesen. Ég ákvað að byrja á hárinu á mér. Þegar ég var búin að taka upp krullujárnið þá hringdi ég í mömmu og spurði hvort hún gæti skotið mig í gegnum síman. ARG! Ég tók með mér vitlaust krullujárn. ARG! Það var nú samt það eina sem klikkaði hjá mér svo ég stakk bara puttanum í innstungu og þá var ég búin að redda hárinu! Maturinn byrjaði kl.19:30. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum með matinn. Forrétturinn var ekki nógu góður, sósan bjargaði aðalréttinu en eftirrétturinn var sem betur fer góður. Fyrir utan það að stólarnir voru ekki þægilegir. Við 6-7 við hringborð og hún Anna M sem er lágvaxin náði ekki einu sinni niður. Ég sat eins og karlmaður með fæturnar útglenntar á ská. Hvað með það. Ég fékk svo gott að borða á Energiu að það reddaði deginum fyrir mér. Eftir matinn var svo herbergispartý. Það flykktust allir inn í eitt herbergið. Þar var mikið hlegið og mismikið drukkið. Sumir hefði nú bara mátt vera heima, eða bara edrú. Eftir herbergispartý var haldið niður. Það vori bræður, ég held, í andyrinu að spila og syngja. Mjög skemmtilegir. Ég endaði nú samt niðri í billjardherberginu með Dorothy, Oskari, Jessicu og Ómari. Ásdís, Jón Arnar og maður Jessicu komu og fóru. Við vorum öll jafnslæm. Ég get kennt kjuðunum um, eða allavega reynt það. Ég var nefnilega ekki að drekka. En aðrir geta nú kennt áfenginu um. Fór svo upp á herbergi og kveikti á sjónvarpinu, The Italian Job var að byrja á stöð 2. Tók andlitið af mér og skellti mér upp í rúm. Ákvað að bíða bara eftir að Dorothy kæmi upp, nennti ekki að vera vakin ef hún kæmi mjög seint. Ég var með lykilin af herberginu. Hún lét sjá sig fljótlega. Ég man nú ekki hvað klukkan var þegar hún kom en það var ekki liðið langt á myndina. Ég vaknaði kl.8 á sunnudagsmorgunin. Klæddi mig og fékk mér morgunverð. Guðmundur kom niður þegar ég var hálfnuð en annars virtust allir vera sofandi. Lagði af stað heim rétt fyrir kl.9. Þegar ég kom heim fór ég aftur að sofa og svaf til kl.18. Mikið rosalega hef ég verið þreytt. Þannig var nú sú helgin.
Ég hefði sofið út í morgun, nema að píparinn kom fyrir kl.9 til að brjóta upp vegginn í eldhúsinu. Íbúðin er öll í drasli. Skúffurnar úr innréttingunni út um allt, uppþvottavélin úti á miðju gólfi, hluti af innréttingunni líka og óhrein glös út um allt. Það vantar nefnilega vaskinn í eldhúsið, hann er inni í þvottahúsi. Gaman, gaman. Enda örugglega á því að fara í rekstrarvörur til að kaupa pappadiska, plastglös og hnífapör. Kemur í ljós.
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.