Leita í fréttum mbl.is

Diet Coke í æð!

Ég fór í járngjöf í gær. Alltaf gaman að láta stinga sig og fá vökva í æð sem lítur út eins og kaffi. Annars segist ég alltaf vera að fá Diet Coke í æð. Ég er pínu kókisti. Ég er glæsilega marin. Fyrst var tekið blóð og svo fékk ég "diet coke" dreypið. Gaman, gaman. Sama og venjulega.

Fékk pínu sjokk þegar ég byrjaði að lesa um brunan á Fuertaventura hérna á mbl.is þar sem foreldrar mínir eru þar í fríi. Þau vissu ekki einu sinni af brunanum þegar ég hringdi til að athuga hvernig væri hjá þeim. Eru víst hinum megin á eynni. 

Fór í Smáralindina í dag. National Geographic var til í Office One. Ég var snögg að kaupa það. Ég á Fjólu ömmu heitinni það að þakka hvað mér þykir gaman af blaðinu. Hún átti stórt safn af þeim og var áskrifandi ef ég man rétt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði þegar ég fór norður í heimsókn var að fara inn í saumaherbergið hennar þar sem blöðin voru geymd og gleyma mér við að skoða myndirnar í þeim. Fjóla amma var einstök kona og hennar er sárt saknað.

Ég álpaðist inn í The Body Shop, þar er verið að selja UNIFEM armbandið á 500 krónur. Ég keypti auðvita eitt. Mjög verðugur málstaður.

Best að athuga hvernig maturinn hefur það, þarf að senda einhvern til að kaupa franskar.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband