11.6.2006 | 22:41
Glæný íbúð!
Búið að vera mikið að gera hjá mér um helgina.
Múrararnir komu á fimmtudaginn og múruðu í götin. Á föstudaginn kom einhver til að rífa af gólfinu. Því miður varð að senda hann heim þar sem ég vissi ekki af því að hann væri að koma. Dagurinn í gær og í dag fór í að pakka niður úr skápum og hillum svo hægt sé að færa húsgögnin til og rífa af gólfinu. Mjög þægilegt að búa í tvíbýli með mömmu og pabba, eins og ég hef komið inn á áður. Því sem ég kom ekki fyrir inni í svefnherbergi hjá mér fór í holið niðri hjá þeim sem er við hliðina á íbúðinni minni.
Á morgun verður rifið af gólfinu, svo koma málararnir. Þegar er búið að mála verður sett nýtt gólfefni. Það verður líklega parket. Nema ég finni eitthvað annað sem fer við flísarnar í forstofunni. Ég valdi nefnilega gólfefnið sem verður rifið af útfrá flísunum í forstofunni. Ég hefði viljað flísar á allt gólfið en þær eru ekki lengur til. Bummer!
Það verður samt gott að geta gengið frá öllu þegar þetta er búið. Komið sér almennilega fyrir.
Þangað til næst..........
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.