Leita í fréttum mbl.is

Hamfaramyndir....

Mér þykir svo gaman að þeim.  Hvort sem um ræðir náttúruhamfarir, eitthvað yfirnáttúrulegt eða geimverur.

Ég var að fá nokkrar myndir frá amazon.com. Þær komu reyndar ekki allar, þær voru sendar í tvennu lagi. Það komu Supernova, Armageddon, Category 7 og The Final Days of Planet Earth sem er um geimpöddur sem ætla að yfirtaka jörðina.

Ég er sem sagt búin að horfa á Final Days og fannst hún bara nokkuð góð, ágætur húmor í henni og ekki mikið um að maður sjái geimverurnar í sínu rétta formi. Þær eru dulbúnar sem fólk. Það er frekar góð setning í myndinni sem segir allt sem segja þarf. "They´re only bugs,  theyt put humans on one foot at a time". Eða eitthvað svoleiðis. Minnti mig reyndar á MIB þar sem setningin "there is a bug in town wearing a brand new Edgar suit" heyrist. Myndin er líka svolítið skemmtilega vitlaus.

Horfði líka á Supernova og fannst hún ágæt. Svolítið fyrirsjáanleg á pörtum en það var allt í lagi. Virkilega gaman að sjá sólgosin og það sem sneri að sólinn og afleiðingum sólgosanna.

Ég horfði á Category myndina í gær og fannst hún fín. Það er svo gaman að sjá hvernig hetjurnar ná alltaf að bjarga heiminum á síðustu stundu. Það voru reyndar ágætis subplot í myndinni sem gerðu hana skemmtilegri en hún hefði verið bara sem hamfaramynd.Ég horfi svo líklega á Armageddon við tækifæri. Það er alltaf gaman að henni.

Ég horfi líka reglulega á The Core og The day after tomorrow. Finnst þær æðislegar.

Svo er það Event Horizon, sem er kannski meira sci-fi. Það er alltaf gaman að horfa á hana þrátt fyrir hvað hún er ógeðsleg.

Á svo von á 10.5, Category 6 og Asteroid.

Hann Rúnar Páll var nú ekkert voða hrifinn af því að Final Days of Planet Earth yrði pöntuð þar sem Daryl Hannah leikur í henni. Það var ekki fyrr en ég sagði honum að þetta væri Hallmark mynd að hann samþykkti að það gæti verið varið í hana.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Áhugaverður kvikmyndasmekkur!    Ég man eftir að hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum með Armageddon á sínum tíma...ég tók hana sennilega of alvarlega, fattaði ekki að þetta væri hálfgerð grínmynd.  En Deep Impact var mun betri.  Event Horizon er líka ágætis ræma...sérstaklega framanaf...þangað til hún fór að verða svolítið of weird í lokin fyrir minn smekk.

Róbert Björnsson, 14.7.2007 kl. 08:10

2 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Það er bara svo gaman að honum Bruce Willis í hetjuhlutverkinu.  Ég skammast mín nú bara fyrir að gleyma Deep Impact. Hún er ekki þessi ´happily ever after´ klisja þar sem heimurinn bjargast á síðustu stundu.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 14.7.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband