21.7.2007 | 18:44
Hin stafræna tækni....hvað gerðum við eiginlega áður en stafrænu myndavélarnar komu til sögunnar
Já alveg rétt við keyptum myndavélar sem tóku 'filmu' og fórum með 'filmurnar' í 'framköllun'. Sáum ekki afrakstur myndatökunnar fyrr en filman kom úr framköllun.
Nú til dags kaupum við minniskort í myndavélarnar, ekki 'filmu'. Við sjáum hvernig myndin tókst á augabragði því stafrænu myndavélarnar eru allar með skjá. Pírum ekki lengur með öðru auganu í gegnum ljósopið á þeim.
Eyðum svo myndum af minniskortinu ef okkur þykja þær ekki nógu góðar. Við förum ekki með minniskortið í framköllun, ég held að minnsta kosti að fæstir geri það, heldur hlöðum myndunum úr vélunum inn í hin ýmsu ljósmyndaforrit sem eru á tölvunum okkar. Þar skoðum við þær, breytum og lögum. Yngjum mömmu upp um 20 ár, gerum himininn blárri, börnin fallegri (ekki það að þau séu ekki nógu falleg fyrir) og missum 10 kg með hjálp photoshop.
Öll albúmin okkar eru inni á tölvunni og einu myndirnar sem eru í gömlu albúmunum okkar eru síðan fyrir aldamót. Ég held að nýjustu myndirnar sem voru teknar á filmu og farið með í framköllun eru síðan fjölskyldan fór til Egyptalands árið 1999. S.s. fyrir aldamótin.
Við ætlum reyndar að vera alveg rosalega dugleg og prenta allar þessar myndir út heima. Kaupum ljósmyndaprentara, ljósmyndapappír og allt sem því fylgir. Hmm. Það er mjög gaman að þessu fyrst, en svo klárast einn litur í blekhylkinu og það tekur 3 mánuði að kaupa nýtt.
Ekki er öll von út enn. Ef ljósmyndapappírinn er búinn, prentarinn bilaður eða bleklaus er hægt að senda myndirnar sem við viljum geta skoðað í alvöru albúmi, ekki þessum á tölvunni, með tölvupósti til Hans Petersen í það sem þeir kalla stafræna framköllun.
En það getur verið stórt verk. Ekki búið að senda neitt í framköllun í heilt ár. Þá þarf að fara í gegnum myndirnar og velja hvað á að senda því stundum eru margar myndir svo keimlíkar að óþarfi er að framkalla þær allar. En þá lendir maður í klemmu. Hvaða mynd af þessum keimlíku á að láta framkalla. Minnið á tölvunni er orðið svo stórt að við þurfum ekki lengur að eyða neinum myndum af minniskortinu, vistum þær bara allar á tölvunni.
Svo er hægt að taka upp vídeo á sumar af þessum stafrænu myndavélum og hlaða inn í tölvuna sína.
Það má nú samt ekki gleyma að til eru stafrænar vélar sem maður þarf að píra í gegnum ljósopið á, Þær kallast SLR Single Lens Reflex og eru yfirleitt í dýrari kantinum og hægt að fá fjöldann allan
Já tæknin er ótrúleg.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Furðulegt þetta með myndina sem ekki sést. Hún er víst til hjá mér . Laga þetta við tækifæri, en þar sem ég er hálf handlama, geri ég það seinna.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 23.7.2007 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.