Leita í fréttum mbl.is

Magnavaka....

Það var mjög skemmtilegt og fræðandi að horfa á Magnavökuna á Skjá Einum. Mikið af skemmtilegu fólki, þekktu og óþekktu sem mætti og lét skoðanir sínar í ljós. Fólk komst reyndar misvel að orði og var hægt að túlka margt á frekar neikvæðan hátt.

Það var gefið í skyn að röddin á Magna hefði aldrei fengið að njóta síns til fulls vegna þeirrar tónlistar sem Á Móti Sól flytur. Ég heyrði nú samt íslensku útgáfuna af laginu sem Magni vippaði yfir á ensku og flutti í gær. Ég gat ekki betur heyrt en þar væri Rockstar Magni á ferð. Það voru nokkrir sem virtust láta öfund sína yfir þátttakendum Rockstar ráða ummælum. Það var reyndar gert með glott á vör og spurning hve mikil alvara hafi verið þar að baki.

Páll Óskar og reyndar Jakob "Magna"son höfðu á orði að þeir væru að sjá alveg nýja hlið á Magna í Rockstar þættinum. Einnig var nefnt að Magni væri ekki poppari, heldur rokkari sem hefði loksins komið út úr skápnum. Stóra spurningin til Á Móti Sól var hvort Magni væri að koma þeim á óvart í þáttunum. Nei þetta er bara hann. Hann hefur alltaf getað sungið svona.

Svo kom það til tals að það væri tvennt ólíkt fyrir hljómsveit að spila á sveitaballi eða taka upp lög fyrir plötu sem þeir vonuðu að yrði spiluð í útvarpinu. Það var ýmislegt annað rætt og fólkið var missátt við "rokkarana" sem eftir eru í þættinum.

Svo gat ég ekki hugsað annað en "Aumingja Ryan" þegar Sylvía Nótt lá hjá honum og fór að syngja um geimhundana. Ég ætla ekki nánar út í það, en þeir vita hvað var erfitt að horfa á þetta sem sáu. Það var æðislegt að sjá hvernig tekið var á móti henni í húsinu. Storm hafði augljóslega húmor fyrir Sylíu, en Lukas virtist ekki vita hvað hann ætti að halda. Þetta var svona eins og að sjá stærra og flottara dýr koma inn á yfirráðasvæði gamla dýrsins, og gamla dýrið vissi ekki alveg hvernig það ætti að taka á móti stóra flotta dýrinu. Æðislegt. Ég verð nú samt að segja að það er alltaf mjög misvelheppnað eða misheppnað það sem hún Sylvía Nótt tekur sér fyrir hendur.

Mér finnst gaman að hlusta og horfa á Magna og skammast mín ekki fyrir að vera orðin aðdáandi. Vínberin eru greinilega súr hjá einhverjum sem koma með leiðinleg, neiknvæð og frekar orðljót blogg. Ég leyfi mér að gleðjast með Magna, fjölskyldu hans og Á Móti Sól, afhverju geta aðrir ekki gert hið sama?

Það verður mjög spennandi að sjá hvernig kosningarnar fara og þá auðvita hver verður sendur heim.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband