Leita í fréttum mbl.is

Rockstar....Storm látin fara

Það var skrítið að sjá Storm fara, ekki að ég væri hissa. Vonandi kemur eitthvað frá henni í framtíðinni. Mér fannst nefnilega What the F**k is Ladylike alveg frábært lag. Það var nú samt skrítið að heyra Supernova segjast vilja spila undir með henni þegar þeir voru nýbúnir að tilkynna að hún færi heim. Svo veit ég ekki hvernig hún kæmi út með þeim á sviði þar sem hún var eini söngvarinn sem hafði ekki tekið lag með þeim. Annars voru hún og Dave ekkert smá flott saman á sviðinu og hann yrði ekki svikin við að fara í smá samstarf við hana.

Það var alveg æðislegt að sjá Magna spila með Supernova, ég er nú samt á því að hann eigi að reyna við húsbandið. Það er alveg geðveikt. Ég gat ekki betur séð að það hefði verið hálfgert spennufall hjá honum Magna þegar Brooke sagði nafnið hans og tilkynnti svo að hann gæti fengið sér sæti. Hann lak niður í stólinn sem var fyrir aftan hann. Mikið hlýtur að hafa verið gaman fyrir hann að geta bara fengið sér sæti og slakað á í smá stund. Íslendingar eru greinilega að standa sig í atkvæðagreiðslunni. Það var ferlega gaman að sjá barn nágrannans sitja við lærdóminn að bíða eftir að kosningarnar byrjuðu í fyrrinótt. Ég sé nefnilega í eldhúsið hjá þeim úr eldhúsinu mínu.

Ég verð alltaf jafn hissa á Dilönu, hún er bara ekki að standa sig. Hún hefur ekki náð sér upp úr fjölmiðlaruglinu og eins og maður segir á ensku "Karma is a Bitch". Hún uppskerir eins og hún sáir. Það var líka svo skrítið að sjá hana gefa skít í aðdáendurnar í raunveruleikaþætti vikunnar og svo segja að hún væri ekkert án þeirra. Hún er hálf tóm þessa dagana. Eins og mér fannst hún frábær í byrjun þá er svolítið skrítið að þola hana varla í dag.

Lukas hleypur upp og niður í áliti hjá mér. Mér fannst honum ekkert takast sérstaklega vel í þættinum í gær og skildi ekki helminginn af textanum. Varð samt ekki hissa á því að hann fengi að setjast hjá Magna og Toby. Sé hann ekki með Supernova.

Miðað við hvað ég var ekki að fíla Toby í byrjun, sviðsframkomuna aðallega. Górillutaktana muniði! Þá hefur hann unnið alveg rosalega á og hann gæti unnið þetta. Hann smellpassar svo við Tommy, Gilby og Jason. Hann er svo skemmtilegur á sviðinu, krafturinn, nálgunin við áhorfendurnar og hvernig hann vinnur með húsbandinu. Mér þykir Magni samt langbestur með því. Hann átti bílin svo sannarlega skilið og gaman að sjá hann taka á móti lyklunum.

Svo er það auðvita möguleikinn sem fólk almennt virðist ekkert rosalega hresst með, hvað ef Magni vinnur. Hann var og er talinn frekar ólíklegur valkostur fyrir Supernova. En var sá sem vann INXS þáttinn ekki líka talinn ólíklegur til þess að vinna.

Annars verð ég að taka hanskan upp aðeins upp fyrir núverandi meðlimi Supernova. Þeir eru bara tónlistarmenn sem vilja spila og finnst greinilega gaman að spila. Leyfum þeim að njóta þess.

Þangað til næst.... Operation Magni: Team Iceland! Mobilize.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband