Leita í fréttum mbl.is

Eftirlýstur....

Ég lýsi hér með eftir mánudeginum.

Á þriðjudaginn fannst mér vera mánudagur, fattaði á miðvikudeginum að það væri í raun miðvikudagur en ekki þriðjudagur. En viti menn í gær fannst mér samt vera miðvikudagur. Ég var búin að vera um 2 tíma í vinnunni þegar ég fattaði að það væri fimmtudagur. Er nú samt alveg með það á hreinu að það er föstudagur í dag. Smile

Hvað varð þá eiginlega um mánudaginn. Það eru nokkrar mögulegar útskýringar á hvarfi hans.

Ég gekk í svefni allan daginn. Sleeping

Ég er viss um að ég gekk ekki í svefni þar sem ég get ómögulega keyrt í vinnuna í morgunumferðinni í Reykjavík sofandi. Maður þarf sko að vera vakandi og rúmlega það.

Mér var rænt af geimverum. Alien

Ég get ekki ímyndað mér að einhverjar geimverur hafi áhuga á að skoða mig. Mér þykir líka frekar ólíklegt að fólki sé rænt af geimverum. Við erum svo miklir villimenn að það er varla mikið hægt að læra af okkur.

Mánudagurinn var felldur niður í þessari viku. Whistling

Ég tel víst að ég hafi misst af fundinum þar sem ákveðið var að sleppa mánudeginum í þessari viku.

En ef einhver veit hvað varð af mánudeginum endilega látið mig vita.

Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvað er mánudagur?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Já þú meinar að mánudagur sé bara hugarburður í mér.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 28.9.2007 kl. 13:01

3 identicon

Hello frænka ... ég tók hann ég skal viðurkenna það.. ég bara þoli ekki ´mánudaga og því tók ég hann bara..

Honum verður skilað aftur eftir páska

ble ble

Anna Birna (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 13:37

4 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Já Anna, mánudagar voru nefnilega bara til mæðu. Gerðu ekkert gagn.

Þú þarf ekkert að flýta þér að skila honum.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 30.9.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband