17.10.2007 | 15:03
Ónei....
....ég er að verða hinn versti fréttabloggari.
Stóð mig að því áðan þegar ég las fyrirsögnina "Tannbursti fjarlægður úr nefi konu á Indlandi" og las fréttina að mig langaði svo að blogga um hana. Stóðst reyndar freistinguna, ekki þó öðruvísi en það að hérna er ég að skrifa um staðfestu mína við að standast freistingar þær sem mbl.is skellir framan í mann með svona fyrirsögnum.
Mér leið alveg svakalega illa þegar ég las fyrirsögnina "Leit að geimverum hafin í Kaliforníu" sem er inni á Tækni og vísindi á mbl.is og gat svo ekki bloggað um fréttina. Það var ekki tengill til þess. Skil reyndar hugsunina á bæ moggafólks þar sem athugasemdakerfið hefði örugglega sprungið ef það hefði mátt. Fyrirsögnin æpir á mann "skrifaðu eitthvað sniðugt". Mér datt nú reyndar í hug að þeir þarna í Kaliforníu væru að leita langt yfir skammt þar sem Hollywood væri nú full af geimverum. Ef stór hluti af fólkinu þar er ekki frá öðrum hnetti þá veit ég ekki hvað.
Fréttin er um gangsetningu fullt af útvarpssjónaukum (radiotelescopes) sem notaðir verða til að afla upplýsinga langt utan úr geimnum.
Ef ég væri geimvera forðaðist ég það í lengstu lög að láta mannfólkið vita af mér.
Annars er ég viss um að við séum bara tilraunadýr eða peð í leik hjá einhverjum sem fylgjast með okkur og grenja af hlátri yfir vitleysunni í okkur.
Þangað til næst....
Meginflokkur: Samviskan | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Róbert Björnsson, 17.10.2007 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.