Leita í fréttum mbl.is

2 litlir skæruliðar

Það var nú aldeilis fjör hjá mér um helgina. Var að passa frændur mína, annar tæplega tveggja og hinn rúmlega þriggja. Ég er alveg á því að þeir stingi sér í samband á nóttinni til að hlaða sig fyrir daginn. Skil ekki orkuna sem þeir hafa. Alveg ótrúlegt.

Þeir komu rúmlega 10 í gærmorgun. Voru á fullu fram að hádegismat, kalkúnanuggets og kokteilsósa. Ég fór með þann yngir í göngutúr í kerrunni í von um að hann myndi sofna, hann var allavega alveg sáttur við að fara í kerruna. Undur og stórmerki eða þannig, hann var glaðvakandi en vildi ekki koma strax upp úr kerrunni þegar við komum heim. Tók hann inn og Svampur Sveinsson var settur í DVD spilarann. Mamma fór með eldri drenginn að versla á meðan. Þegar hann kom aftur léku þeir sér fram að kaffi og fóru svo út að leika. Mamma var með þá úti. Ég skrapp í burtu smástund og tók svo við úti þegar ég kom aftur þar sem vinkona mömmu kom í heimsókn. Eftir kvöldmat fóru strákarnir í sturtu. Heimilisfólkið hélt að það væri verið að drepa ketti inni á baði því þeir öskruðu svo mikið. Gaman að heyra hvernig öskrin bergmáluðu inni á baði! Ég var frekar blaut eftir þetta. Mamma tók eldri strákinn og ég þann yngri. Þegar þeir voru komnir í náttfötin sín tók mamma þann yngri og ég þann eldri. Sá eldri var búin að biðja um gista hjá mér um síðustu helgi þannig að það var mjög gaman að fá loksins að gista. Hann fór samt ekki strax að sofa, vildi fá að sjá Svamp Sveinsson. Þegar hann var farinn að biðja mig um að lesa Herra Hnerra, þá fórum við inn í rúm og ég las fyrir hann. Hann sofnaði klukkan rúmlega átta.

Í dag var vaknað klukkan að verða átta. Fengum okkur morgunmat, svo byrjaði hasarinn. Litli bróðir hans vaknaði reyndar ekki fyrr en klukkan rúmlega níu. Gat sofið svona lengi þar sem hann svaf ekkert í gærdag. Jæja foreldrarnir komu um klukkan tvö til að sækja skæruliðana og fóru klukkan að verða fjögur.  

Strákarnir eru búnir að heilaþvo mig gjörsamlega með Madagaskar og Svampi Sveinssyni. Önnur hvor myndin er sett í DVD spilarann og spiluð í gegn nokkrum sinnum. Þeir sitja reyndar ekki og horfa á myndirnar aftur og aftur. Nei það er horft á smástund, leikið sér, horft á meira, leikið sér. Svona gengur þetta. Þegar eldri strákurinn kemur í heimsókn biður hann alltaf um að fara niður og horfa á Madagaskar. Heilaþvegin eða hvað. Þá er ég að tala um sjálfan mig. Fyrst var hann svo hræddur við ljónið hann Alex, en núna er það eina sem kemst að hjá honum. Og litli bróðir hans er núna farin að taka í hendina á mér segja "niður" og "alex". Þeir eru svo skemmtilega ruglaðir. Bara svona eins og ég. Þess vegna kemur okkur svona vel saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband