Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Ég er þá vínberjaþjófur...

Ég var að hlusta á fréttirnar á rás 2.

Ekki það að ég versli mikið í Hagkaup, hvað þá á Akureyri. Ég man nú heldur reyndar ekki alveg hvenær ég stal vínberi síðast og það var ekki í Hagkaup. Það var í Bónus síðast þegar ég keypti vínber.

Fréttin var sú að úr Hagkaup á Akureyri væri stolið jafnvirði 6 milljón króna af vínberjum árlega. Upphæðin fékkst með því að reikna út færslur á kassa á mánuði. Svo var gefið að hver kúnni/færsla stæli 2 vínberjum og líklega væri einhver með kúnnanum og sá aðili stæli einnig 2. Viðmælandi fréttamannsins á rás 2 sagði að hún teldi það ekki þjófnað ef fólk spyrði hvort það mætti smakka. Frekar fáránlegur útreikningur. Með þessu er verið að gefa í skyn að hver einasti kúnni steli vínberum í hver einasta skipti sem þeir koma í Hagkaup og einnig þeir sem eru með þeim. Ég skildi fréttina allavega þannig.

Síðast þegar ég s.s. stal vínberjum var í bónus þar sem ég var að kaupa vínber og það var ekki starfsmaður nálægt til að spyrja hvort ég mætti smakka. Ég nennti ekki að hlaupa um alla búð til að finna starfsmann til að spyrja.

Ég stel heldur ekki vínberum í hvert skipti sem ég fer að versla, bara þegar ég ætla að kaupa vínber og stel þá venjulega af klasanum sem ég er búin að velja mér.

Og svona í lokin. Það getur oft verið erfitt að hafa upp á starfsfólki í matvöruverslunum. Ég geri ekki ráð fyrir að fólk hlaupi um búðina til að hafa upp á starfsmanni bara til að spyrja hvort það megi smakka vínber.

Þangað til næst....


Afmælið hans Sigþórs....

Já það var fjör í afmælinu hans Sigþórs. Við gáfum honum stafaspilið og svo fékk Bergþór bróðir hans spiderman sokka og Við lesum. Þá getur Ragnhildur farið að kenna strákunum stafina og lesið bókina með þeim. Sigþór á nefnilega svo mikið af dóti að okkur fannst alger óþarfi að gefa honum dót.

Það var auðvita nammi gott að borða. Heitur brauðréttur, súkkulaði kökur, pönnukökur, salat og kex og kókosbolluterta. Mmmmmm. Það eina sem skyggði á afmælið var að Bergþór greyið var veikur og leið frekar illa. Hann vildi að mamma sín gengi um gólf með sig, hann var svo pirraður. Svo mátti ég reyndar halda á honum. Við enduðum svo í Lazy-boy að lesa. Bergþór hafði greinilega ekki orku í afmælishasar.

Annars var helgin ekki öðrvísi en venjulega. Sofa, borða, horfa á sjónvarpið, sauma, slappa af o.s.frv.

Þangaði til næst....


Hann á afmæli í dag....

Já Óli pabbi skæruliðanna á afmæli í dag. Ragnhildur hringdi í mig rétt fyrir fjögur og bauð mér í mat í gær, ég þurfti ekki að koma með gjöf en gerði það nú samt. Ég var mætt rúmlega 6 og ilmurinn sem kom á móti mér var æðislegur. Ragnhildur var á fullu í eldhúsinu að undirbúa allt meðlætið og kjúklingar í ofninum. Mmmm. Ég fór upp og mætti Sigþóri nýkomnum úr baði. Hann var sko ekki tilbúin að fara í föt, hvað þá Bergþór bróðir hans.

Óli var mjög glaður yfir því sem ég gaf honum, en okkur var ekki alveg sama þegar Sigþór tók blaðið (Hustler Humor) og ætlaði að skoða það. Ég tilkynnti honum að hann mætti ekki skoða þetta blað fyrr en eftir 10 ár. Hann virtist alveg sáttur við það þannig að ég geri ráð fyrir því að hann biðji pabba sinn um blaðið eftir 10 ár.

Eftir mikil hopp og læti tókst loks að koma skæruliðunum í náttföt og fá þá niður. Svo mættu Anna og Egill með Birtu. Þegar Sigga og Baddi komu þá stóðu strákarnir í náttfötunum í útidyrahurðinni og görguðu til skiptis "sigga, baddi, amma, afi". Ég geri ráð fyrir að hálft hverfið hafi heyrt að Sigga amma og Baddi afi væru mætt á svæðið. Svo var púslað og leikið sér þangað til maturinn var tilbúin.

Við matarborðið ákvað ég að vera voða lúmsk og spyrja Sigþór hvað hann vildi í afmælisgjöf. Hann var fljótur að svara. Íþróttaálfakarl. Ragnhildur tilkynnt mér á ensku að það væri eitt svoleiðis stykki inni í skáp. Þannig að ég spurði hvað annað honum langaði í. Stærri íþróttaálfsbúning var svarið. Það eru allir sammála að það megi bíða fram á næsta ár. Annað langaði Sigþóri greinilega ekki í, því að hann svaraði mér ekki þegar ég spurði hvað meira honum langaði í. Ég enda örugglega á því að fara í Skólavörubúðina og kaupi eitthvað til stafakennslu því að nóg á hann Sigþór af dóti.

Þegar búið var að borða æðislegan mat (ef ég hefði komist upp með það þá hefði ég bara borðað húðina af kjúklingum, hún var svo góð) og kökur í eftirrétt var farið með strákana í rúmið og tekið af borðinu. Ég fór upp á eftir Óla og Ragnhildi, kom Sigþóri í hrein náttföt, híhíhí, og hjálpaði honum svo upp í kojuna. Þegar Ragnhildur kom svo með Bergþór bauð ég góða nótt. Bergþór sagði bless og góða nótt, en Sigþór sagði eitthvað sem hvorki ég né Ragnhildur skildum. Gerðum bara ráð fyrir að væri einhver stytting á ´bless og góða nótt´.

Það verður fjör á laugardaginn.

Þangað til næst....


Afmæli næstu helgi....

Hann Sigþór á afmæli þann 10. október. Við fengum boðskortið í gær með stórri mynd af íþróttaálfinum, auðvita. Það er mæting kl.15 á laugardaginn 7.okt. Eitt er víst að það verður eitthvað nammigott á boðstólnum eins og venjulega. Þá er bara að drífa sig og kaupa afmælisgjöf og spurning hvort ég reyni að sortera myndirnar sem ég á af þeim bræðrunum og brenna á disk handa Ragnhildi og Óla. Það kemur í ljós. Þær eru svo margar.

Þangað til næst....


Er að komast í skriftargírinn....

Ég fór með mömmu í Smáralindina á laugardaginn. Vá hvað var mikið af fólki á staðnum. Held að ég hafi aldrei séð bílastæðið eins fullt. Við fórum nú ekki í margar búðir, en tókst nú samt alveg að eyða pening. Ég keypti mér smá af fötum og mamma keypti sér kjól. Hún lýsti því yfir þegar við vorum komnar heim að það væri stórhættulegt að fara með mér í búðir. Hún keypti sér alltaf eitthvað þegar hún færi með mér, en tækist alveg að komast eyðslulaust í gegnum búðarráp án mín. Ég fer að fara fram á prósentu í búðunum sem hún verslar í þegar ég er með.

Svo var litið á klukkuna, vá hvað hún var orðin margt. Tíminn hafði sko hlaupið frá okkur og maginn á mér farinn að kvarta.  Mamma stakk upp á því að við réðumst bara á ostakynninguna sem var í Vetrargarðinum. Ég vildi nú ekki taka áhættuna, ég meina allskonar ostar á tóman maga. No thank you very much! Venjulega fæ ég mér að borða á Energiu, en hafði eiginlega ekki áhuga á því þar sem það var svo fullt að einungis var borð laust alveg við útganginn. Sem betur fer verð ég nú bara að segja. Ég og mamma löbbuðum okkur inn á Wok Barinn allavega til að sjá hvað væri í boði. Við fengum okkur sitthvort barnaboxið sem kostaði heilar 490 krónur. Það eru eggjanúðlur með grænmetisblöndu að eigin vali, 2 teriyaki kjúklingaspjót og hrísgrjón. Þetta var rosalega vel útilátið og gott. Nammi namm. Það endaði á því að við keyptum 4 barnabox í viðbót til að taka með heim í kvöldmat handa karlpeningnum á heimilinu. Þeir voru mjög ánægðir með matinn þrátt fyrir að hann væri snemma. Eitt er víst, á Wok Barinn kem ég til með að fara aftur. Ég fæ bara vatn í munninn við að skrifa þetta.

Meira um mig og mömmu. Við fórum nefnilega í kertagerðina Jöklaljós (http://www.joklaljos.is/) í Sandgerði þarsíðustu helgi. Það er hefð hjá okkur að fara þangað á haustinn að kaupa kerti. Mamma kaupir alltaf kertin í aðventukransinn þarna. Mamma keypti eins og venjulega kertin í aðventukransinn og ofsalega falleg rauð pýramidakerti með gyllingu. Ég keypti þó nokkuð af kertum, litlar kúlur, löng mjó kerti, pýramída og hátt kubbkerti. Öll voru kertin sem ég keypti jöklablá. Það er svo gaman að koma í kertagerðina hjá henni Sólrúnu og fer maður sjaldnast tómhentur heim.

Önnur ástæðan fyrir ferðum okkar til Sandgerðis er Listasmiðjan Ný Vídd sem hefur verið í sama húsi og Jöklaljós í mörg ár en okkur til mikillar furðu er hún nú flutt í annað húsnæði við hliðina á Fræðasetrinu. Við kíktum auðvita þangað eins og venjulega dróst ég að leirmununum hennar Stellu. Ég sá skál sem ég kolféll fyrir en hef því miður ekki pláss fyrir hana. Sem betur fer sá ég svona sem maður hengir á vegg og setur sprittkerti eða lítil kerti í (get ekki munað hvað þetta er kallað, stupid me, eða hvað) sem var með sama munstur og liti og skálin. Keypti það auðvita þar sem veggplássið hjá mér er ágætt. Hehehe. Ekki má heldur gleyma steinasmiðjunni sem er við hliðina á listasmiðjunni. Því miður var lokað, eigendurnir í útlöndum og afleysinginn ekki að standa sig, þannig að við lágum bara á gluggunum. Eigum örugglega eftir að kíkja þangað seinna. Mamma keypti innflutningsgjöf handa Helgu vinkonu sinni í listasmiðjunni. Ég mæli með því að fólk fari og skoði kertagerðina og listasmiðjuna. Þar er hægt að fá svo margt skemmtilegt, ekki skemmir heldur að það er ódýrara heldur en í blómabúðunum.

Þangað til næst....


Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband