Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Árshátíðarhárgreiðslan

Auli get ég verið. Var bara að taka eftir færslunni í gestabókinni í sambandi við krullujárnsvesenið á árshátiðinni. En hvað get ég sagt. Þetta virkar fyrir mig og ef eitthvað er þá skána ég bara við það.


Klór, klór og aftur klór.

Mér til mikillar ánægju var málarinn að sparsla þegar ég kom heim í gær. Gólfefnið hafði verið rifið af fyrr um daginn og allt gólfið sprautað með klór ógeðinu til að drepa það sem eftir lifði af sveppnum. Ekki glæsileg lyktin.

Málarinn náði í litaspjöld og ég var langt fram á kvöld að velta mér yfir litum. Gat nú samt ákveðið mig. Hann er líklega á fullu að mála núna og mér skildist að þeir (hann mæti með liðsauka í dag) ætluðu að klára á morgun. Þá þarf að drífa í að láta taka til parketið. Beykiparket, geðveikt flott. Og allt sem til þarf því að um leið og málararnir eru búnir verður komið og lagt á gólfið. Ég get varla beðið. Þá þarf maður að taka til hendinni og ganga frá öllu aftur á sinn stað. Annars held ég bara að það verði smá breytingar á skipulaginu. Þarf aðeins að hugsa það.

Er að fara passa skæruliðana á eftir, best að spara kraftana.

Þangað til næst....


Glæný íbúð!

Búið að vera mikið að gera hjá mér um helgina.

Múrararnir komu á fimmtudaginn og múruðu í götin. Á föstudaginn kom einhver til að rífa af gólfinu. Því miður varð að senda hann heim þar sem ég vissi ekki af því að hann væri að koma. Dagurinn í gær og í dag fór í að pakka niður úr skápum og hillum svo hægt sé að færa húsgögnin til og rífa af gólfinu. Mjög þægilegt að búa í tvíbýli með mömmu og pabba, eins og ég hef komið inn á áður. Því sem ég kom ekki fyrir inni í svefnherbergi hjá mér fór í holið niðri hjá þeim sem er við hliðina á íbúðinni minni.

Á morgun verður rifið af gólfinu, svo koma málararnir. Þegar er búið að mála verður sett nýtt gólfefni. Það verður líklega parket. Nema ég finni eitthvað annað sem fer við flísarnar í forstofunni. Ég valdi nefnilega gólfefnið sem verður rifið af útfrá flísunum í forstofunni. Ég hefði viljað flísar á allt gólfið en þær eru ekki lengur til. Bummer!

Það verður samt gott að geta gengið frá öllu þegar þetta er búið. Komið sér almennilega fyrir.

Þangað til næst..........


Diet Coke í æð!

Ég fór í járngjöf í gær. Alltaf gaman að láta stinga sig og fá vökva í æð sem lítur út eins og kaffi. Annars segist ég alltaf vera að fá Diet Coke í æð. Ég er pínu kókisti. Ég er glæsilega marin. Fyrst var tekið blóð og svo fékk ég "diet coke" dreypið. Gaman, gaman. Sama og venjulega.

Fékk pínu sjokk þegar ég byrjaði að lesa um brunan á Fuertaventura hérna á mbl.is þar sem foreldrar mínir eru þar í fríi. Þau vissu ekki einu sinni af brunanum þegar ég hringdi til að athuga hvernig væri hjá þeim. Eru víst hinum megin á eynni. 

Fór í Smáralindina í dag. National Geographic var til í Office One. Ég var snögg að kaupa það. Ég á Fjólu ömmu heitinni það að þakka hvað mér þykir gaman af blaðinu. Hún átti stórt safn af þeim og var áskrifandi ef ég man rétt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði þegar ég fór norður í heimsókn var að fara inn í saumaherbergið hennar þar sem blöðin voru geymd og gleyma mér við að skoða myndirnar í þeim. Fjóla amma var einstök kona og hennar er sárt saknað.

Ég álpaðist inn í The Body Shop, þar er verið að selja UNIFEM armbandið á 500 krónur. Ég keypti auðvita eitt. Mjög verðugur málstaður.

Best að athuga hvernig maturinn hefur það, þarf að senda einhvern til að kaupa franskar.

Þangað til næst....


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband