Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

Komin tími á nokkur orð....

Ég er búin að vera í bloggfríi. Mér fannst ég vera hálf andlaus og ekkert hafa um að blogga eftir að Magna ævintýrið var yfirstaðið. Það er auðvita ekki rétt, ég hef heilmikið um að skrifa. Hef bara ekki nennt því. Ætla aðeins að reyna bæta úr því á næstunni.

Það var voða gaman hjá mér um daginn. Ég keypti mér nefnilega nýjan bíl. Vei. Ég er nefnilega svo heppin að Óli, pabbi skæruliðanna, vinnur hjá Heklu og ég hringdi í hann þegar ég var að spá í bílakaupin. Hann er frábær. Hafði samband við sölumann, fékk uppgefið verð og hvað mánaðargreiðsla yrði af bílaláni. Hann Óli hætt ekki þar. Nei, hann fékk lánaðan reynsluaksturs bílinn (sem var í litnum sem ég vildi) og kom með hann heim til mín, . Þjónusta að dyrum. Geðveikt. Daginn eftir þegar ég skilaði bílnum (föstudagur) þá gekk ég frá öllu sem þurfti og fór svo á þriðjudeginum í vikunni á eftir og sótti bílinn. Gaman, gaman. Ég fékk mér beinskiptan Skóda Fabia með leðurstýri, álfelgum og topplúgu. Ég er búin að vera á honum í mánuð og hann eyðir nánast engu.

Það skemmtilegasta við þetta allt var þegar skæruliðarnir skoðuðu bílin í fyrsta skipti. Þeir komu sér fyrir í framsætunum og þegar ég opnaði topplúguna vildi Sigþór sko upp á þak og skildi bara alls ekki afhverju hann mætti það ekki. Loksins þegar ég gat lokað lúgunni fór Bergþór í göngutúr um bílinn. Í bókstaflegri merkingu. Hann klifraði um hann allan og vildi svo endilega komast í skottið. Það best við þessa bílaskoðun var þegar skæruliðarnir sátu báðir í bílstjórasætinu og Sigþór heimtaði bíllykilinn. Þegar ég spurði hann afhverju hann þyrfti lykilinn þá svaraði hann einfaldlega. Við erum að fara. Meinti þá bróðir sinn og sig. Ég og pabbi þeirra fengum kast. Þeir bræðurnir eru svo skemmtilegir að það hálfa væri nóg.

Þangað til næst....


Garðálfur á ferðalagi....

Ég fann þessa skemmtilegu frétt inni á boston.com. Njótið vel.

Man's lost gnome attends Steelers game

MORGANTOWN, W.Va. --Allen Snyder's garden gnome is apparently out of jail and now traveling the country. The 14-inch tall red-and-white statue disappeared from Snyder's Morgantown yard in the spring, and Snyder has since received three letters claiming to have been written by "Gnomey."

The latest letter, which Snyder received this week, included photos of the gnome in the company of Steelers fans attending Pittsburgh's football home opener.

"You never took me to any games," the note said. The letter ended: "Have to go now. Boarding a plane. Now, finally, broadening my travels."

An earlier letter included a request for bail money and included what appeared to be booking photos of Gnomey and another of the gnome in the back seat of a police car.

Snyder has no idea who's pulling this prank but said his short list of suspects includes several gag-loving friends.

The plight of his gnome has gotten a lot of attention. Snyder says people are always asking if he's heard from Gnomey.

"I never thought it would go this far," he said.

The story has even caught the attention of officials at Travelocity, which uses a roaming gnome in the online travel agency's advertising.

"While we know that your dear friend, Gnomey, can never be replaced, we're sending the enclosed Roaming Gnome to keep you company in his absence," wrote Michelle Peluso, president and chief executive officer of Travelocity, based in Southlake, Texas. "Hopefully your friend will find his way out of trouble and back to your front yard soon, although we can't help but admire his sense of adventure and love of travel."

Þangað til næst....


Rockstar....Storm látin fara

Það var skrítið að sjá Storm fara, ekki að ég væri hissa. Vonandi kemur eitthvað frá henni í framtíðinni. Mér fannst nefnilega What the F**k is Ladylike alveg frábært lag. Það var nú samt skrítið að heyra Supernova segjast vilja spila undir með henni þegar þeir voru nýbúnir að tilkynna að hún færi heim. Svo veit ég ekki hvernig hún kæmi út með þeim á sviði þar sem hún var eini söngvarinn sem hafði ekki tekið lag með þeim. Annars voru hún og Dave ekkert smá flott saman á sviðinu og hann yrði ekki svikin við að fara í smá samstarf við hana.

Það var alveg æðislegt að sjá Magna spila með Supernova, ég er nú samt á því að hann eigi að reyna við húsbandið. Það er alveg geðveikt. Ég gat ekki betur séð að það hefði verið hálfgert spennufall hjá honum Magna þegar Brooke sagði nafnið hans og tilkynnti svo að hann gæti fengið sér sæti. Hann lak niður í stólinn sem var fyrir aftan hann. Mikið hlýtur að hafa verið gaman fyrir hann að geta bara fengið sér sæti og slakað á í smá stund. Íslendingar eru greinilega að standa sig í atkvæðagreiðslunni. Það var ferlega gaman að sjá barn nágrannans sitja við lærdóminn að bíða eftir að kosningarnar byrjuðu í fyrrinótt. Ég sé nefnilega í eldhúsið hjá þeim úr eldhúsinu mínu.

Ég verð alltaf jafn hissa á Dilönu, hún er bara ekki að standa sig. Hún hefur ekki náð sér upp úr fjölmiðlaruglinu og eins og maður segir á ensku "Karma is a Bitch". Hún uppskerir eins og hún sáir. Það var líka svo skrítið að sjá hana gefa skít í aðdáendurnar í raunveruleikaþætti vikunnar og svo segja að hún væri ekkert án þeirra. Hún er hálf tóm þessa dagana. Eins og mér fannst hún frábær í byrjun þá er svolítið skrítið að þola hana varla í dag.

Lukas hleypur upp og niður í áliti hjá mér. Mér fannst honum ekkert takast sérstaklega vel í þættinum í gær og skildi ekki helminginn af textanum. Varð samt ekki hissa á því að hann fengi að setjast hjá Magna og Toby. Sé hann ekki með Supernova.

Miðað við hvað ég var ekki að fíla Toby í byrjun, sviðsframkomuna aðallega. Górillutaktana muniði! Þá hefur hann unnið alveg rosalega á og hann gæti unnið þetta. Hann smellpassar svo við Tommy, Gilby og Jason. Hann er svo skemmtilegur á sviðinu, krafturinn, nálgunin við áhorfendurnar og hvernig hann vinnur með húsbandinu. Mér þykir Magni samt langbestur með því. Hann átti bílin svo sannarlega skilið og gaman að sjá hann taka á móti lyklunum.

Svo er það auðvita möguleikinn sem fólk almennt virðist ekkert rosalega hresst með, hvað ef Magni vinnur. Hann var og er talinn frekar ólíklegur valkostur fyrir Supernova. En var sá sem vann INXS þáttinn ekki líka talinn ólíklegur til þess að vinna.

Annars verð ég að taka hanskan upp aðeins upp fyrir núverandi meðlimi Supernova. Þeir eru bara tónlistarmenn sem vilja spila og finnst greinilega gaman að spila. Leyfum þeim að njóta þess.

Þangað til næst.... Operation Magni: Team Iceland! Mobilize.


Magnavaka....

Það var mjög skemmtilegt og fræðandi að horfa á Magnavökuna á Skjá Einum. Mikið af skemmtilegu fólki, þekktu og óþekktu sem mætti og lét skoðanir sínar í ljós. Fólk komst reyndar misvel að orði og var hægt að túlka margt á frekar neikvæðan hátt.

Það var gefið í skyn að röddin á Magna hefði aldrei fengið að njóta síns til fulls vegna þeirrar tónlistar sem Á Móti Sól flytur. Ég heyrði nú samt íslensku útgáfuna af laginu sem Magni vippaði yfir á ensku og flutti í gær. Ég gat ekki betur heyrt en þar væri Rockstar Magni á ferð. Það voru nokkrir sem virtust láta öfund sína yfir þátttakendum Rockstar ráða ummælum. Það var reyndar gert með glott á vör og spurning hve mikil alvara hafi verið þar að baki.

Páll Óskar og reyndar Jakob "Magna"son höfðu á orði að þeir væru að sjá alveg nýja hlið á Magna í Rockstar þættinum. Einnig var nefnt að Magni væri ekki poppari, heldur rokkari sem hefði loksins komið út úr skápnum. Stóra spurningin til Á Móti Sól var hvort Magni væri að koma þeim á óvart í þáttunum. Nei þetta er bara hann. Hann hefur alltaf getað sungið svona.

Svo kom það til tals að það væri tvennt ólíkt fyrir hljómsveit að spila á sveitaballi eða taka upp lög fyrir plötu sem þeir vonuðu að yrði spiluð í útvarpinu. Það var ýmislegt annað rætt og fólkið var missátt við "rokkarana" sem eftir eru í þættinum.

Svo gat ég ekki hugsað annað en "Aumingja Ryan" þegar Sylvía Nótt lá hjá honum og fór að syngja um geimhundana. Ég ætla ekki nánar út í það, en þeir vita hvað var erfitt að horfa á þetta sem sáu. Það var æðislegt að sjá hvernig tekið var á móti henni í húsinu. Storm hafði augljóslega húmor fyrir Sylíu, en Lukas virtist ekki vita hvað hann ætti að halda. Þetta var svona eins og að sjá stærra og flottara dýr koma inn á yfirráðasvæði gamla dýrsins, og gamla dýrið vissi ekki alveg hvernig það ætti að taka á móti stóra flotta dýrinu. Æðislegt. Ég verð nú samt að segja að það er alltaf mjög misvelheppnað eða misheppnað það sem hún Sylvía Nótt tekur sér fyrir hendur.

Mér finnst gaman að hlusta og horfa á Magna og skammast mín ekki fyrir að vera orðin aðdáandi. Vínberin eru greinilega súr hjá einhverjum sem koma með leiðinleg, neiknvæð og frekar orðljót blogg. Ég leyfi mér að gleðjast með Magna, fjölskyldu hans og Á Móti Sól, afhverju geta aðrir ekki gert hið sama?

Það verður mjög spennandi að sjá hvernig kosningarnar fara og þá auðvita hver verður sendur heim.

Þangað til næst....


Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 21199

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband