Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
31.8.2007 | 18:00
Honum leiðist ekki....
....og mér ekki heldur.
Ég sat í makindum mínum að horfa á sjónvarpið og dunda mér í tölvunni. Við konur getur gert nokkra hluti í einu. Sneri baki í hann Snúð og heyrði að hann var að leika sér. Hugsaði ekkert út í að hvað hann væri að leika sér með. Hefði betur gert það. Ég rak upp hálfgert óp þegar ég snéri mér svo loksins við og sá hvað Snúður var búin að vera dunda sér. Hann náði í klósettrúllu inn af baði og hafði rúllað ofan af henni. Hann horfði bara á mig með sakleysisaugum og hélt áfram að leika sér með klósettpappírinn.
Ég áætla að hann sé búin að farga um 2 rúllum hingað til. Vonandi vex hann uppúr þessu.
Komst að því í morgun að ég þarf ekki vekjaraklukku. Fékk vægt taugaáfall þegar Snúður stökk á bringuna á mér. Klukkan 8:11 og ég í fríi.
Þangað til næst....
Gæludýr | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 22:10
Óskemmtileg reynsla....lögreglan í Kópavogi á samskiptanámskeið!
Ungur maður (undir 25) sem ég þekki, lenti í árekstri á hringtorgi í dag. Það var keyrt aftan á hann. Hann gerði skyldu sína og stoppaði en viti menn sá sem keyrði á hélt bara áfram sína leið eins og ekkert hefði í skorist. Sem betur fer náði hann bílnúmerinu.
Hann hélt þá áfram og fór á næstu lögreglustöð til að tilkynna áreksturinn, gefa skýrslu og kæra. Þegar hann kemur að litla gatinu sem fólk þarf að tilkynna erindi sitt í spyr lögreglumaðurinn ekki um málavexti eða hvort hann kenni sér meins. Nei takk! Það fyrsta sem hreytt var framan í þennan unga mann var "hvað ertu með margar hraðasektir" og næsta spurning var hvort hann væri á kraftmiklum bíl. Eins og það komi málinu við. Þetta var nú samt ekki búið enn.
Á meðan lögreglumaðurinn reyndi að ná í bílstjórann sem stakk af var unga maðurinn bara látin bíða í afgreiðslunni við litla gatið. Ekki skánaði framkoman hjá lögreglumanninum þegar hann kom úr símanum eftir að hafa talaði við þann sem stakk af. Nei, nei. Hann átti enga sök á árekstrinum, ungi maðurinn keyrði á hann. Einmitt! Hann bakkaði á hann í hringtorginu. Og ástæðan fyrir að hann stakk af var að hann var á svo gömlum bíl að honum fannst ekki taka því að stoppa.
Lögum samkvæmt ber honum að stoppa.
Umferðarlög 1987 nr. 50 30. mars
II. Reglur fyrir alla umferð.
Meginreglur.
Skyldur vegfarenda við umferðaróhapp.
10. gr. Vegfarandi, sem á hlut að umferðarslysi eða öðru umferðaróhappi, skal þegar nema staðar, hvort sem hann á sök á eða ekki. Hann skal veita slösuðum mönnum og dýrum hverja þá hjálp, sem honum er unnt, og taka að öðru leyti þátt í aðgerðum, sem óhappið gefur efni til. Hver sá, sem hlut á að umferðaróhappi eða hefur verið sjónarvottur að því, skal skýra frá nafni sínu og heimilisfangi, ef þess er óskað af öðrum þeim, sem hlut á að óhappinu eða hefur orðið fyrir tjóni.
Viðmótið hjá lögreglunni í Kópavogi gagnvart þessum unga manni var forkastanlegt.
Þangað til næst....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.8.2007 | 11:13
Mikið vildi ég óska....
Á kvöldin þegar ég er að fara að sofa fer heilinn í gang.
Ég sem alveg rosalega skemmtileg og áhugaverð blogg. Skipulegg matseðil vikunnar með það í huga að hafa alltaf með mér nesti í vinnuna og borða hollan og góðan mat. Endurskipulegg og tek til í skápunum hjá mér. Ákveð að henda öllu óþarfa draslinu sem hefur safnast hjá mér í gegnum árin. Losa mig við skó og föt sem ég er hætt að nota. Þríf bílinn, að innan og utan. Finn alveg rosalega góða lausn á vandamáli sem ég hef verið að glíma við. Tek C-vítamín, Omega-3 og B-vítamín á hverjum degi. Vakna eldsnemma til að fara í ræktina fyrir vinnu.
Þegar líður á daginn fatta ég að ég vaknaði ekki eldsnemma til að fara í ræktina fyrir vinnu. Stillti reyndar vekjaraklukkuna á 5:45 en endurstillti hana bara á 7:00 þegar hún hringdi svo ég gæti sofið lengur.
Á mánudegi viku seinna er ég ekki búin að skipuleggja neinn matseðil og tók aldrei með mér nesti í vinnuna. Er ekki búin að taka til í skápunum, henda drasli og losa mið við föt og skó. Bílinn er ennþá skítugur. Man ekki snilldarlausnina sem ég fann á vandamálinu. Man stundum eftir að taka Omega-3 og vítamínin, þá á kvöldin þegar ég er að fara sofa. Hef ekki haft fyrir að gera tilraun til að vakna og fara í ræktina fyrir vinnu. Hef verið andlaus og bara skellt inn einhverjum smá athugasemdum og brosköllum í hjá hinum og þessum bloggvini.
Ég hugga mig reyndar við það að ég er örugglega ekki eina manneskjan sem lendi í þessu, að minnsta kosti vona ég það.
Þetta með fjarstýringuna var kannski vanhugsað hjá mér. Það mætti alveg vera hægt að skipta um stöð.
Þangað til næst....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2007 | 13:12
Kónguló, kónguló vísaðu mér í berjamó....
Ég og mamma fórum í berjamó í gær. Við fórum upp að Tröllafossi í Mosfellsdal og vorum komnar þangað rétt uppúr tólf.
Það var allt morandi í berjum. Ég skellti mér strax í tínsluna og fann þvílíkt magn af bláberjum, bæði venjulegum og eðalbláber. Ég var rúman klukkutíma að fylla eins og hálfs lítra fötu af bláberjum og fór þá til að tæma fötuna og fá mér að drekka. Ekkert smá þyrst eftir allt þetta klifur. Já ég var nefnilega að tína í ansi brattri brekku. Útsýnið alveg æðislegt og ég tók auðvita ekki myndavélina með.
Náði mér svo í aðra fötu svo ég gæti tínt bæði bláber og krækiber, vildi ekki vera að blanda þeim saman. Tíndi rúman lítra af bláberjum og eitthvað svipað af krækiberjum.
Mamma tíndi reyndar mikið meira en ég. Hún er berjatínslumanneskja dauðans. Notar báðar hendur og afköstin alveg svakaleg. Hún sagði mér að þegar hún var krakki var hún stundum fengin að láni til að fara í berjatínslu. Ég áhugaberjatínslumanneskjan nota bara aðra höndina til að tína.
Það var líka fullt af kóngulóm og býflugum, æðislegt að heyra suðið í býflugunum. Svo var ég alltaf að trufla kóngulærnar með tínslunni og þær hlupu undan höndunum á mér.
Þetta var alveg rosalega gaman og ekki skemmdi fyrir að veðrið var frábært.
Fengum ís, rjóma og ber í eftirrétt í gærkvöldi. Restin verður fryst og sultuð næstu daga.
Þangað til næst....
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 12:58
Ég birti tengil um þessa frétt....
....í gærkvöldi.
Náði að skúbba moggann. Bara pínu mont.
Hundruð nakinna manneskja á svissneskum jökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 19:16
Ekki slæm skipti það....
Það er svo mikið af skemmtilega vitlausum fréttum inni á News of the Weird á boston.com
Man exchanges missile launcher for shoesAugust 18, 2007
ORLANDO, Fla. --Police were hoping for a good turnout at their "Kicks for Guns" sneaker exchange, but they weren't expecting a surface-to-air missile launcher.
An Ocoee man showed up and exchanged the 4-foot-long launcher for size-3 Reebok sneakers for his daughter, the Orlando Sentinel reported Friday.
Taking advantage of the exchange's no-questions-asked policy, the man was not identified. He told the Orlando Sentinel that he found the weapon in a shed he tore down last week.
"I didn't know what to do with it, so I brought it here," he told the newspaper. "I took it to three dumps to try to get rid of it and they told me to get lost."
Besides the missile launcher police collected more than 250 guns. They were all exchanged for sneakers or $50 gift certificates.
Þangað til næst....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 19:07
Hundreds pose nude on Swiss glacier....
Endilega kíkið á þessa grein inni á News of the Weird á boston.com. Hundreds-pose-nude-on-Swiss-glacier.
Bara smá fréttablogg.
Þangað til næst....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 15:37
Það borgar sig sko að vera með bílbelti....
....það getur virkilega bjargað lífi manns.
Fann þessa stórsniðugu frétt inni á Boston.com.
Seat belt 'Heimlich' saves choking man
August 16, 2007
EUGENE, Ore. --A seat belt saved a driver, police say, but not in the usual way. Steven Earp, 48, was eating a fast-food sandwich Wednesday morning, said police Sgt. Doug Mozan. Earp choked and blacked out. His 1997 Honda sedan hit a parked car.
After the wreck, Earp came to.
Mozan attributed his revival to a "seat-belt-induced Heimlich maneuver."
Witnesses told police Earp got out of his car, and they asked if he was OK.
"No, I'm not," he said, and collapsed again.
Paramedics revived him and took him to the hospital, where doctors determined he hadn't been injured.
"We urge people to take the extra time to pull over to the side of the road to enjoy your breakfast sandwiches," said Mozan. "The fact that it was a nonfatal accident was extremely lucky. He didn't choke to death or take anyone else with him."
Mér finnst þetta alveg snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2007 | 11:38
Hættulegur veggur....
Ég held að veggurinn sem ég labba framhjá í til að sækja úr prentaranum í vinnunni sem andsetinn. Hann virkar að minnsta kosti mjög blóðþyrstur á mig.
Ég fæ nefnilega alveg óstjórnlega löngun til að slengja hausnum í vegginn á leiðinni til baka frá prentaranum. Sé það alveg fyrir mér. Hef sem betur fer nógu mikla sjálfstjórn til að komast klakklaust framhjá veggnum. Ég veit svosem að ég er stórfurðuleg og viðurkenni það fúslega, en nú er nóg komið af svo góðu.
Ég hef heyrt um skrifstofutæki sem hafa verið illa andsetinn, hætta að virka þegar ákveðinn aðili á skrifstofunni reynir að nota þau. Lausnin er venjulega einföld í þeim tilfellum. Viðkomandi fær sér milligöngumann sem sér um samskiptin við viðkomandi tæki.
Ég get reyndar farið aðra leið að prentaranum en gleymi mér stundum. Það þýðir heldur ekkert að fara framhjá honum með lokuð augun. Það lítur ekki alltof vel út í vinnunni ef ég læðist framhjá veggnum með lokuð augun. Ég myndi þá örugglega bara labba á vegginn og þar með hefði honum tekist ætlunarverk sitt.
Ég þigg ráðleggingar um hvernig ég get komið veggnum fyrir kattarnef.
Þangað til næst....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2007 | 22:14
Heimatilbúin sulta....
....er mikið betri en sultan úr búðinni.
Ég held ég fari að gera meira af því að sulta. Síðast þegar ég sultaði keypti ég jarðaber og hindber, fersk auðvita, og bjó til sultu úr þeim. Var með um helmingi meira af jarðaberjum en hindberjum.
Hún var alveg ótrúlega góð jarðaberja/hindberjasultan mín. Ég notaði hana eiginlega bara spari. Fann eiginlega til þegar hún var búin, ætlaði auðvita að búa til meira en lét aldrei verða af því. Dríf mig bara í þessu núna.
Ætla líka að fara í berjamó aftur í vikunni eða um helgina með mömmu. Förum kannski eitthvað lengra en upp að Tröllafossi ef við förum um helgina.
Hérna er svo mestöll bláberjasultan komin í krukkur.
Best að fara að sulta meira.
Þangað til næst....
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði