Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Bláberjamó....

Ég fór í berjamó í gær. Hef ekki farið í háa herrans tíð. Man bara ekki hvenær ég fór síðast.

Ég og mamma ætluðum að fara næstu helgi, en það var svo gott veður í gær að við ákváðum að láta reyna á hvort ekki væru komin ber. Samkvæmt sérfræðingum var hægt að fara tína ber um síðustu helgi þar sem veðráttan hefur verið svo góð.

Við lögðum af stað uppúr tvö. Pabbi vildi koma með sem var fínt því að þá gætum við tínt meira.
Fyrsta stoppið var rétt fyrir ofan veginn þar sem beygt er inn að Skálafelli. Þar var nánast ekkert af krækiberjum en fullt af bláberjum. Þegar við fundum ekki fleiri ber ætluðum við að fara heim en keyrðum svo upp að Tröllafossi.

Þar var alveg fullt af berjum. Ég vildi endilega stoppa og tína meira og var fallist á það. Vá hvað var mikið af bláberjum, við tíndum álíka mikið og við Skálafellsafleggjarann á helmingi styttri tíma. Komum það seint heim að ég og mamma nenntum ekki að sulta í gærkvöldi. Ætluðum að sulta eftir vinnu í dag.

Þá var komið að því. Berin hreinsuð og vigtuð, tæp þrjú kíló. Ég gat haldið aftur af mér á meðan ég var að hreinsa berin og borðaði ekki nema tvö þrjú ber. Svo var stóri potturinn dreginn fram og berjunum og tæpum þremur kílóum af sykri hellt í hann. Allt látið malla í góða stund, alveg var lyktin yndisleg úr pottinum þegar þetta var búið að sjóða saman. Mmmmm. Æðislegt á bragðið. Blandan verður látin kólna í nótt til að athuga hvort hún hlaupi eitthvað. Ef ekki þá hitum við þetta bara upp á morgun og setjum hleypirinn í.

Ég talaði við Óla pönnukökumeistara, manninn hennar Ragnhildar frænku og hann samþykkti alveg að ég biði mér í pönnukökur og mætti með heimatilbúna bláberjasultu til að setja á þær. Ég veit að Sigþór og Bergþór verða mjög hrifnir af sultunni. Hún er nefnilega alveg æðislega góð.

Ég verð greinilega að sulta meira.

Þangað til næst....

 


Bag-Borrow or steal....

Ég var inni á Yahoo og sá hlekkinn inn á þessa síðu þar. Ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Finnst þetta alveg hrikalega fyndið.

Þangað til næst....

 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband