Leita í fréttum mbl.is

Ekki slæm skipti það....

Það er svo mikið af skemmtilega vitlausum fréttum inni á News of the Weird á boston.com

Man exchanges missile launcher for shoesAugust 18, 2007

ORLANDO, Fla. --Police were hoping for a good turnout at their "Kicks for Guns" sneaker exchange, but they weren't expecting a surface-to-air missile launcher.

 

An Ocoee man showed up and exchanged the 4-foot-long launcher for size-3 Reebok sneakers for his daughter, the Orlando Sentinel reported Friday.

 

Taking advantage of the exchange's no-questions-asked policy, the man was not identified. He told the Orlando Sentinel that he found the weapon in a shed he tore down last week.

 

"I didn't know what to do with it, so I brought it here," he told the newspaper. "I took it to three dumps to try to get rid of it and they told me to get lost."

 

Besides the missile launcher police collected more than 250 guns. They were all exchanged for sneakers or $50 gift certificates.

Tounge

Þangað til næst.... 

Hundreds pose nude on Swiss glacier....

Endilega kíkið á þessa grein inni á News of the Weird á boston.com. Hundreds-pose-nude-on-Swiss-glacier.

Bara smá fréttablogg. Tounge

Þangað til næst....


Það borgar sig sko að vera með bílbelti....

....það getur virkilega bjargað lífi manns. Smile

Fann þessa stórsniðugu frétt inni á Boston.com.

Seat belt 'Heimlich' saves choking man

August 16, 2007

EUGENE, Ore. --A seat belt saved a driver, police say, but not in the usual way. Steven Earp, 48, was eating a fast-food sandwich Wednesday morning, said police Sgt. Doug Mozan. Earp choked and blacked out. His 1997 Honda sedan hit a parked car.

After the wreck, Earp came to.

Mozan attributed his revival to a "seat-belt-induced Heimlich maneuver."

Witnesses told police Earp got out of his car, and they asked if he was OK.

"No, I'm not," he said, and collapsed again.

Paramedics revived him and took him to the hospital, where doctors determined he hadn't been injured.

"We urge people to take the extra time to pull over to the side of the road to enjoy your breakfast sandwiches," said Mozan. "The fact that it was a nonfatal accident was extremely lucky. He didn't choke to death or take anyone else with him."

Mér finnst þetta alveg snilld. LoL

 


Hættulegur veggur....

Ég held að veggurinn sem ég labba framhjá í til að sækja úr prentaranum í vinnunni sem andsetinn. Hann virkar að minnsta kosti mjög blóðþyrstur á mig. Devil

Ég fæ nefnilega alveg óstjórnlega löngun til að slengja hausnum í vegginn á leiðinni til baka frá prentaranum. Blush Sé það alveg fyrir mér. Hef sem betur fer nógu mikla sjálfstjórn til að komast klakklaust framhjá veggnum. Ég veit svosem að ég er stórfurðuleg og viðurkenni það fúslega, en nú er nóg komið af svo góðu.

Ég hef heyrt um skrifstofutæki sem hafa verið illa andsetinn, hætta að virka þegar ákveðinn aðili á skrifstofunni reynir að nota þau. Lausnin er venjulega einföld í þeim tilfellum. Viðkomandi fær sér milligöngumann sem sér um samskiptin við viðkomandi tæki. Smile 

Ég get reyndar farið aðra leið að prentaranum en gleymi mér stundum. Það þýðir heldur ekkert að fara framhjá honum með lokuð augun. Það lítur ekki alltof vel út í vinnunni ef ég læðist framhjá veggnum með lokuð augun. Whistling Ég myndi þá örugglega bara labba á vegginn og þar með hefði honum tekist ætlunarverk sitt.

Ég þigg ráðleggingar um hvernig ég get komið veggnum fyrir kattarnef.

Þangað til næst....


Heimatilbúin sulta....

....er mikið betri en sultan úr búðinni. W00t 

Ég held ég fari að gera meira af því að sulta. Síðast þegar ég sultaði keypti ég jarðaber og hindber, fersk auðvita, og bjó til sultu úr þeim. Var með um helmingi meira af jarðaberjum en hindberjum.

Hún var alveg ótrúlega góð jarðaberja/hindberjasultan mín. Ég notaði hana eiginlega bara spari. Fann eiginlega til þegar hún var búin, ætlaði auðvita að búa til meira en lét aldrei verða af því. Dríf mig bara í þessu núna. Smile

Ætla líka að fara í berjamó aftur í vikunni eða um helgina með mömmu. Förum kannski eitthvað lengra en upp að Tröllafossi ef við förum um helgina.

Gunnhildur 070Hérna er svo mestöll bláberjasultan komin í krukkur.

Best að fara að sulta meira. Whistling

Þangað til næst....


Bláberjamó....

Ég fór í berjamó í gær. Hef ekki farið í háa herrans tíð. Man bara ekki hvenær ég fór síðast.

Ég og mamma ætluðum að fara næstu helgi, en það var svo gott veður í gær að við ákváðum að láta reyna á hvort ekki væru komin ber. Samkvæmt sérfræðingum var hægt að fara tína ber um síðustu helgi þar sem veðráttan hefur verið svo góð.

Við lögðum af stað uppúr tvö. Pabbi vildi koma með sem var fínt því að þá gætum við tínt meira.
Fyrsta stoppið var rétt fyrir ofan veginn þar sem beygt er inn að Skálafelli. Þar var nánast ekkert af krækiberjum en fullt af bláberjum. Þegar við fundum ekki fleiri ber ætluðum við að fara heim en keyrðum svo upp að Tröllafossi.

Þar var alveg fullt af berjum. Ég vildi endilega stoppa og tína meira og var fallist á það. Vá hvað var mikið af bláberjum, við tíndum álíka mikið og við Skálafellsafleggjarann á helmingi styttri tíma. Komum það seint heim að ég og mamma nenntum ekki að sulta í gærkvöldi. Ætluðum að sulta eftir vinnu í dag.

Þá var komið að því. Berin hreinsuð og vigtuð, tæp þrjú kíló. Ég gat haldið aftur af mér á meðan ég var að hreinsa berin og borðaði ekki nema tvö þrjú ber. Svo var stóri potturinn dreginn fram og berjunum og tæpum þremur kílóum af sykri hellt í hann. Allt látið malla í góða stund, alveg var lyktin yndisleg úr pottinum þegar þetta var búið að sjóða saman. Mmmmm. Æðislegt á bragðið. Blandan verður látin kólna í nótt til að athuga hvort hún hlaupi eitthvað. Ef ekki þá hitum við þetta bara upp á morgun og setjum hleypirinn í.

Ég talaði við Óla pönnukökumeistara, manninn hennar Ragnhildar frænku og hann samþykkti alveg að ég biði mér í pönnukökur og mætti með heimatilbúna bláberjasultu til að setja á þær. Ég veit að Sigþór og Bergþór verða mjög hrifnir af sultunni. Hún er nefnilega alveg æðislega góð.

Ég verð greinilega að sulta meira.

Þangað til næst....

 


Bag-Borrow or steal....

Ég var inni á Yahoo og sá hlekkinn inn á þessa síðu þar. Ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Finnst þetta alveg hrikalega fyndið.

Þangað til næst....

 


Greyið geimfararnir....

Fyrst verið er að taka fyrir að þessi grey drekki í sig kjark til að fara í þessa flugferð geri ég nú ráð fyrir að þeir fari bara að taka róandi í staðinn. Smile 

Annars er ég enn á þeirri skoðun að þessi áfengisneysla sé liður í tilraun á áhrifum áfengis á fólk á leið út úr gufuhvolfi jarðar. Wink Kannski var geimfarinn Lisa Novak þátttakandi í henni og tilraunin leiddi í ljós að það hefur ekki góð áhrif á fólk að vera undir áhrifum áfengis á leið út úr gufuhvolfi jarðar. LoL

Þangað til næst....


mbl.is Reglur settar um áfengisneyslu geimfara NASA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítinn kettlingur....fyrir okkur kattavini

FlatmagaðÞað er svo fyndið að sjá Snúð þegar hann flatmagar svona, hann virkar þrefalt stærri en hann er. Algjör klessukettlingur. Smile Þetta er líka ein af uppáhaldsstellingum hans þegar hann liggur á parket, dúk eða flísalögðu gólfi.

Núna skil ég afhverju Tommi og Jenni spóla þegar þeir eru að hlaupa af stað.

Snúður spólar nefnilega á parketinu hjá mér þegar hann hleypur af stað, ekki nóg með það heldur nær hann oft ekki að stoppa almennilega, heldur rennur bara áfram á næsta vegg eða húsgagn. LoL

 

Vatnsdropi

Honum finnst vatnið sem ég gef honum greinilega ekki nógu ferskt. Frown  Hann hefur samt ekki áhuga á krananum nema þegar ég er nýbúin að láta renna.

Hann er alveg stórundarlegur Halo sem betur fer því annars gæti hann ekki verið kisinn minn. Ég vil heldur ekki hafa það á samviskunni að gera Snúð ruglaðan því ég er svolítið skrítin  og það er víst mjög smitandi.

Ekki má heldur gleyma að hann er algjör dekurrófa og ótrúlega sérvitur kettlingur.

 

Gaman, gaman. Blómapottur

Honum þykir svo gaman að leika sér í pottinum með drekatrénu. Devil Eins og sést eru greinarnar frekar grannar. Hann klifrar í þeim og hangir svo á þeim þannig að þær bogna og hann endar á gólfinu.

Ég er nú samt vonandi að verða búin að venja hann af þessum ósið. GetLost Ég fékk ágætis ráð hjá dýralækninum sem sprautaði hann í gær.

Ég á að nota vatnsúða. Ég er með úðabrúsa og er búin að þurfa sprauta á hann þrisvar í dag. Ég varð ekki vinsæl við það og ekki lagaðist það þegar ég fór að ryksuga moldina upp eftir hann. Whistling

Mig langaði svo að setja inn eitthvað léttmeti. Þetta er nú líka gert fyrir Sigþór og Bergþór svo þeir geti fylgst með vitleysunni í honum Lightning McSnúð.

 


Skiljanlegt....

Ég þyrfti svo sannarlega að drekka í mig kjark líka ef ég væri að fara í svona flugferð. Wink

En í fyllstu alvöru, Smile kannski er þetta hluti af einhverri leynilegri rannsókn um áhrif áfengis á fólk á leið út úr gufuhvolfinu. Grin

Ætli þessi drykkja geimfara fyrir brottför hefði komið fram í dagsljósið ef geimfarinn Lisa Novak hefði ekki gjörsamlega tapað sér.

Þangað til næst....


mbl.is Geimfarar fara drukknir um borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband