Leita í fréttum mbl.is

Eftirlýstur....

Ég lýsi hér með eftir mánudeginum.

Á þriðjudaginn fannst mér vera mánudagur, fattaði á miðvikudeginum að það væri í raun miðvikudagur en ekki þriðjudagur. En viti menn í gær fannst mér samt vera miðvikudagur. Ég var búin að vera um 2 tíma í vinnunni þegar ég fattaði að það væri fimmtudagur. Er nú samt alveg með það á hreinu að það er föstudagur í dag. Smile

Hvað varð þá eiginlega um mánudaginn. Það eru nokkrar mögulegar útskýringar á hvarfi hans.

Ég gekk í svefni allan daginn. Sleeping

Ég er viss um að ég gekk ekki í svefni þar sem ég get ómögulega keyrt í vinnuna í morgunumferðinni í Reykjavík sofandi. Maður þarf sko að vera vakandi og rúmlega það.

Mér var rænt af geimverum. Alien

Ég get ekki ímyndað mér að einhverjar geimverur hafi áhuga á að skoða mig. Mér þykir líka frekar ólíklegt að fólki sé rænt af geimverum. Við erum svo miklir villimenn að það er varla mikið hægt að læra af okkur.

Mánudagurinn var felldur niður í þessari viku. Whistling

Ég tel víst að ég hafi misst af fundinum þar sem ákveðið var að sleppa mánudeginum í þessari viku.

En ef einhver veit hvað varð af mánudeginum endilega látið mig vita.

Þangað til næst....


Athugasemdir....

Mest spennandi og skemmtilegasta lesningin á blogginu er umræðan sem verður til í athugasemdum vegna færsla sem skrifaðar eru af fólki sem hefur stórfurðulegar og misvinsælar skoðanir á hinum og þessum málum. Innihaldið er nú of ekki upp á marga fiska. W00t

Munnsöfnuðurinn í sumum er eins og á verstu sjómönnum Wink. Ekkert að því að koma með nokkur blótsyrði endrum og eins. Reyndar þegar ég les færslur eða athugasemdir með djö..., helv..., ands... í fjórða hverju orði sé ég bloggarann í anda hamrandi á lyklaborðið hjá sér með offorsi og þurfa svo að skreppa í tölvubúð til að kaupa sér nýtt lyklaborð. LoL

Notið PÚKANN. Police Stafsetningavillur eru óþarfi en geta verið ansi fyndnar. Ég meina maður hefur nú lesið blogg sem er eins og stafarugl.

Reynið nú að koma skoðunum ykkar almennilega frá ykkur, að minnsta kosti þannig að maður skilji þær og fái nú ekki hausverk af lesningunni.

Ég hef fengið hausverk á því að lesa færslur/athugasemdir hjá sumum. Crying Sem dæmi er þessi svakalega umræða sem hefur orðið vegna færslu hjá aðila sem heldur því fram að hvíti maðurinn sé efstur á fæðukeðjunni. Skil það reyndar ekki þar sem við mannfólkið, allavega flest, erum ekki mannætur. WhistlingÉg skildi ekki meirihlutann af því sem hann skrifaði inn á athugasemdirnar hjá henni Jenný og fékk bara hausverk á því að reyna lesa þetta aftur. Datt helst í hug að hann væri ekki Íslendingur. Errm

Öll umræða er af hinu góða, sérstaklega þar sem við erum ekki öll sammála um allt. Joyful

Þangað til næst....


Fleiri svona fréttir....

Já, aumingja maðurinn að fá ekki svefnfrið fyrir brjáluðum slagsmálaköttum LoL. Mér finnst þessi frétt alveg frábær. Vantar fleiri svona skemmtilegar fréttir í fjölmiðla.

Maður verður eiginlega bara þunglyndur við að fylgjast með flestum fréttum fjölmiðlana.

Þessi frétt og fréttin um gæsastegginn sem tók að sér andarunga í sumar eru bestu fréttir sem ég hef séð í ár.

Þangað til næst....


mbl.is Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stupid criminals....það er ykkar að dæma

For two Northeastern freshmen, school year begins and ends with arrest

A pair of freshmen at Northeastern University learned a tough lesson before classes even started this semester, when one of them allegedly leaned out the window of his dormitory and yelled something regrettable in earshot of plainclothes police officers.

"If you're looking for weed, my roommate Ferrante has some for sale," Michael R. Emery yelled, according to a release issued today by the Suffolk district attorney's office.

The sales pitch, made Sunday to a fellow student out a second-floor window at the Hemenway Street residence hall, got Emery, 18, and his roommate, Matthew J. Ferrante, 18, in a lot of trouble. After their room was searched and officers found a bevy of marijuana, smoking accessories and liquor, the pair was arrested, arraigned, and apparently thrown out of school.

"I can tell you that they are no longer students here at Northeastern," said Laura Shea, a school spokeswoman, who declined to comment further.

According to the release from prosecutors, police went to the second floor of the dormitory after hearing Emery yell and found the door open. In plain view was a bottle of Grey Goose vodka, a shot glass, and a plastic baggie of marijuana. The officers knocked and identified themselves to Emery, of Haverhill, and Ferrante, of North Andover.

As they spoke to the teens, police spotted another bag of marijuana and a glass pipe. The officers read the students their rights and received permission to search the room, according to the release. The search yielded eight small bags of marijuana, a larger bag containing three to four ounces of marijuana, hundreds of clear plastic baggies, and a Triton T2 digital scale. The officers also found a grinder, a bong, $1,045 in cash, bottles of Malibu rum, Smirnoff Twist raspberry vodka, and Southern Comfort, and a vaporizer, a device that uses heat to release marijuana's intoxicating chemicals but does not burn the plant.

Outside the window of their room, the students had rigged a pulley system that had been designed to raise and lower items from the room directly overhead. It was not immediately how the students were using the pulley system, prosecutors said.

Emery and Ferrante were arraigned Tuesday in Roxbury District Court and charged with possession of a class D substance with intent to distribute in a school zone, possession of alcohol by a minor, and conspiracy to violate the state's drug laws. The teens were released without bail and are scheduled to return to court Oct. 24.

A message left at Emery's parents home was not returned. Reached by phone today at his parents home in North Andover, Ferrante said: "I do not want to talk about it."

Þangað til næst....


Ný vekjaraklukka....

....hún er á fjórum fótum og heitir Snúður.

Hann vakti mig áðan. Ég vissi að klukkan var ekki orðin 8 þar sem ég stillti gömlu vekjaraklukkuna mína á átta. Þegar hann var hættur að kúra ofaná mér gáði ég hvað klukkan var. Hann hefur vakið mig klukkan 6:30. Ég bölvaði World Class fyrir að opna ekki fyrr en klukkan 8 á laugardögum. Fór bara framúr þar sem ég  er glaðvöknuð. Venjulega get ég sofnað aftur, sérstaklega ef ég vakna svona snemma. Ekki núna sem er ágætt þar sem ég er að fara í ræktina á eftir.

Ég sit núna og hlusta á vatnið renna í eldhúsvaskinn. Heyri að Snúður er að fá sér að drekka. Hann drekkur vatnið beint úr krananum. Vatnið sem ég set hjá honum er víst ekki nógu ferskt.

Það er nú samt ágætt. Snúður og ég pössum vel saman. Bæði stórfurðuleg.

Þangað til næst....

 


Honum leiðist ekki....

....og mér ekki heldur. 

Ég sat í makindum mínum að horfa á sjónvarpið og dunda mér í tölvunni. Við konur getur gert nokkra hluti í einu. Wink Sneri baki í hann Snúð og heyrði að hann var að leika sér.Snúður 182 Hugsaði ekkert út í að hvað hann væri að leika sér með. Hefði betur gert það. Ég rak upp hálfgert óp þegar ég snéri mér svo loksins við og sá hvað Snúður var búin að vera dunda sér. Hann náði í klósettrúllu inn af baði og hafði rúllað ofan af henni. Hann horfði bara á mig með sakleysisaugum og hélt áfram að leika sér með klósettpappírinn.

Ég áætla að hann sé búin að farga um 2 rúllum hingað til. Vonandi vex hann uppúr þessu.

Komst að því í morgun að ég þarf ekki vekjaraklukku. Fékk vægt taugaáfall þegar Snúður stökk á bringuna á mér. Klukkan 8:11 og ég í fríi. 

Þangað til næst....


Óskemmtileg reynsla....lögreglan í Kópavogi á samskiptanámskeið!

Ungur maður (undir 25) sem ég þekki, lenti í árekstri á hringtorgi í dag. Það var keyrt aftan á hann. Hann gerði skyldu sína og stoppaði en viti menn sá sem keyrði á hélt bara áfram sína leið eins og ekkert hefði í skorist. Sem betur fer náði hann bílnúmerinu.

Hann hélt þá áfram og fór á næstu lögreglustöð til að tilkynna áreksturinn, gefa skýrslu og kæra. Þegar hann kemur að litla gatinu sem fólk þarf að tilkynna erindi sitt í spyr lögreglumaðurinn ekki um málavexti eða hvort hann kenni sér meins. Nei takk! Það fyrsta sem hreytt var framan í þennan unga mann var "hvað ertu með margar hraðasektir" og næsta spurning var hvort hann væri á kraftmiklum bíl. Eins og það komi málinu við. Þetta var nú samt ekki búið enn.

Á meðan lögreglumaðurinn reyndi að ná í bílstjórann sem stakk af var unga maðurinn bara látin bíða í afgreiðslunni við litla gatið. Ekki skánaði framkoman hjá lögreglumanninum þegar hann kom úr símanum eftir að hafa talaði við þann sem stakk af. Nei, nei. Hann átti enga sök á árekstrinum, ungi maðurinn keyrði á hann. Einmitt! Hann bakkaði á hann í hringtorginu. Og ástæðan fyrir að hann stakk af var að hann var á svo gömlum bíl að honum fannst ekki taka því að stoppa.

Lögum samkvæmt ber honum að stoppa.

Umferðarlög 1987 nr. 50 30. mars 

II. Reglur fyrir alla umferð.
Meginreglur.

Skyldur vegfarenda við umferðaróhapp.
10. gr. Vegfarandi, sem á hlut að umferðarslysi eða öðru umferðaróhappi, skal þegar nema staðar, hvort sem hann á sök á eða ekki. Hann skal veita slösuðum mönnum og dýrum hverja þá hjálp, sem honum er unnt, og taka að öðru leyti þátt í aðgerðum, sem óhappið gefur efni til. Hver sá, sem hlut á að umferðaróhappi eða hefur verið sjónarvottur að því, skal skýra frá nafni sínu og heimilisfangi, ef þess er óskað af öðrum þeim, sem hlut á að óhappinu eða hefur orðið fyrir tjóni.

Viðmótið hjá lögreglunni í Kópavogi gagnvart þessum unga manni var forkastanlegt.

Þangað til næst....


Mikið vildi ég óska....

.... að ég ætti fjarstýringu á hausinn á mér. Hún þarf ekkert að vera flókinn. Bara virka á heilann með on/off takka. Einfalt.

Á kvöldin þegar ég er að fara að sofa fer heilinn í gang.

Ég sem alveg rosalega skemmtileg og áhugaverð blogg. Skipulegg matseðil vikunnar með það í huga að hafa alltaf með mér nesti í vinnuna og borða hollan og góðan mat. Endurskipulegg og tek til í skápunum hjá mér. Ákveð að henda öllu óþarfa draslinu sem hefur safnast hjá mér í gegnum árin. Losa mig við skó og föt sem ég er hætt að nota. Þríf bílinn, að innan og utan. Finn alveg rosalega góða lausn á vandamáli sem ég hef verið að glíma við. Tek C-vítamín, Omega-3 og B-vítamín á hverjum degi. Vakna eldsnemma til að fara í ræktina fyrir vinnu. Smile

Þegar líður á daginn fatta ég að ég vaknaði ekki eldsnemma til að fara í ræktina fyrir vinnu. Stillti reyndar vekjaraklukkuna á 5:45 en endurstillti hana bara á 7:00 þegar hún hringdi svo ég gæti sofið lengur. Sleeping

Á mánudegi viku seinna er ég ekki búin að skipuleggja neinn matseðil og tók aldrei með mér nesti í vinnuna. Er ekki búin að taka til í skápunum, henda drasli og losa mið við föt og skó. Bílinn er ennþá skítugur. W00t Man ekki snilldarlausnina sem ég fann á vandamálinu. Man stundum eftir að taka Omega-3 og vítamínin, þá á kvöldin þegar ég er að fara sofa. Hef ekki haft fyrir að gera tilraun til að vakna og fara í ræktina fyrir vinnu. Shocking Hef verið andlaus og bara skellt inn einhverjum smá athugasemdum og brosköllum í hjá hinum og þessum bloggvini.

Ég hugga mig reyndar við það að ég er örugglega ekki eina manneskjan sem lendi í þessu, að minnsta kosti vona ég það.

Þetta með fjarstýringuna var kannski vanhugsað hjá mér. Það mætti alveg vera hægt að skipta um stöð. Whistling

Þangað til næst....


Kónguló, kónguló vísaðu mér í berjamó....

Ég og mamma fórum í berjamó í gær. Við fórum upp að Tröllafossi í Mosfellsdal og vorum komnar þangað rétt uppúr tólf.

Það var allt morandi í berjum. Ég skellti mér strax í tínsluna og fann þvílíkt magn af bláberjum, bæði venjulegum og eðalbláber. Ég var rúman klukkutíma að fylla eins og hálfs lítra fötu af bláberjum og fór þá til að tæma fötuna og fá mér að drekka. Ekkert smá þyrst eftir allt þetta klifur. Já ég var nefnilega að tína í ansi brattri brekku. Útsýnið alveg æðislegt og ég tók auðvita ekki myndavélina með. Frown

Náði mér svo í aðra fötu svo ég gæti tínt bæði bláber og krækiber, vildi ekki vera að blanda þeim saman. Tíndi rúman lítra af bláberjum og eitthvað svipað af krækiberjum.

Mamma tíndi reyndar mikið meira en ég. Hún er berjatínslumanneskja dauðans. Devil Notar báðar hendur og afköstin alveg svakaleg. Hún sagði mér að þegar hún var krakki var hún stundum fengin að láni til að fara í berjatínslu. Ég áhugaberjatínslumanneskjan nota bara aðra höndina til að tína.Crying

Það var líka fullt af kóngulóm og býflugum, æðislegt að heyra suðið í býflugunum. Svo var ég alltaf að trufla kóngulærnar með tínslunni og þær hlupu undan höndunum á mér. Smile

Þetta var alveg rosalega gaman og ekki skemmdi fyrir að veðrið var frábært. Cool

Fengum ís, rjóma og ber í eftirrétt í gærkvöldi. Restin verður fryst og sultuð næstu daga.

Þangað til næst....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband