26.7.2007 | 21:29
Stafræn eða ekki....smá skoðanakönnun
Mig langar svo að vita hvernig myndavélar þið eigið og notið. Verið svo væn að taka þátt í þessu hjá mér. Ég er sjálf búin að svara.
Ég á bæði stafræna og filmu vél. Nota þá stafrænu aðallega þar sem það er svo hentugt að niðurhala myndirnar af minniskortinu í tölvuna og tæma svo kortið. Ég á helling af slide-filmu inni í ísskáp, bæði lit og svart/hvíta. Hef bar ekki komið mér til að nota hana. Það er svo askoti þægilegt að sjá afrakstur myndatökunnar strax.
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna.
Þangað til næst....
25.7.2007 | 21:03
Lightning McSnúður....
Ég er farin að hafa áhyggjur af Snúð. Hugsa að einkenni CKS sé að ágerast.
Ég er farin að kalla Snúð Lightning McSnúð. Hann hleypur fram og til baka um íbúðina, klessandi á allt sem fyrir honum verður. Hraðinn á kettlingnum er svakalegur. Ég veit ekki fyrr en hann er komin í fangið á mér, en fyrir augnabliki var Snúður inni í forstofu að borða.
Lightning McSnúður does it again.
Annars er ég að fara með krílið í bólusetningu á föstudaginn eftir vinnu. Aumingja hann. Hann fær þó líklega að sofa uppí hjá mér ef hann verður eins veikur og hann varð síðast.
Ég ætla líka að leita ráða hjá dýralækninum í sambandi við Drekatréð mitt. Hann Snúður hékk á einni greininni í gærkvöldi og hún sveigðist alveg niður í gólf. Aumingja tréð mitt. Ég er búin að binda greinarnar saman en bandið sem þær eru bundnar með vekur forvitni Snúðs svo hann lætur það ekki vera. Ef einhver kann ráð við að halda honum Snúð frá trénu, þigg ég það með þökkum.
Þangað til næst....
Gæludýr | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2007 | 14:52
Hvað er þetta með bílbeltin...
Mér líður eins og ég sé nakin án bílbeltis. Skil ekki þessa vitleysu hjá þeim sem ekki setja á sig beltið.
Um að gera að hækka bara sektina meira. Er nú ekki betra að vera með bílbelti en að vera dauður.
Þangað til næst....
Sýndi vítavert gáleysi með barn í bifreiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2007 | 18:44
Hin stafræna tækni....hvað gerðum við eiginlega áður en stafrænu myndavélarnar komu til sögunnar
Já alveg rétt við keyptum myndavélar sem tóku 'filmu' og fórum með 'filmurnar' í 'framköllun'. Sáum ekki afrakstur myndatökunnar fyrr en filman kom úr framköllun.
Nú til dags kaupum við minniskort í myndavélarnar, ekki 'filmu'. Við sjáum hvernig myndin tókst á augabragði því stafrænu myndavélarnar eru allar með skjá. Pírum ekki lengur með öðru auganu í gegnum ljósopið á þeim.
Eyðum svo myndum af minniskortinu ef okkur þykja þær ekki nógu góðar. Við förum ekki með minniskortið í framköllun, ég held að minnsta kosti að fæstir geri það, heldur hlöðum myndunum úr vélunum inn í hin ýmsu ljósmyndaforrit sem eru á tölvunum okkar. Þar skoðum við þær, breytum og lögum. Yngjum mömmu upp um 20 ár, gerum himininn blárri, börnin fallegri (ekki það að þau séu ekki nógu falleg fyrir) og missum 10 kg með hjálp photoshop.
Öll albúmin okkar eru inni á tölvunni og einu myndirnar sem eru í gömlu albúmunum okkar eru síðan fyrir aldamót. Ég held að nýjustu myndirnar sem voru teknar á filmu og farið með í framköllun eru síðan fjölskyldan fór til Egyptalands árið 1999. S.s. fyrir aldamótin.
Við ætlum reyndar að vera alveg rosalega dugleg og prenta allar þessar myndir út heima. Kaupum ljósmyndaprentara, ljósmyndapappír og allt sem því fylgir. Hmm. Það er mjög gaman að þessu fyrst, en svo klárast einn litur í blekhylkinu og það tekur 3 mánuði að kaupa nýtt.
Ekki er öll von út enn. Ef ljósmyndapappírinn er búinn, prentarinn bilaður eða bleklaus er hægt að senda myndirnar sem við viljum geta skoðað í alvöru albúmi, ekki þessum á tölvunni, með tölvupósti til Hans Petersen í það sem þeir kalla stafræna framköllun.
En það getur verið stórt verk. Ekki búið að senda neitt í framköllun í heilt ár. Þá þarf að fara í gegnum myndirnar og velja hvað á að senda því stundum eru margar myndir svo keimlíkar að óþarfi er að framkalla þær allar. En þá lendir maður í klemmu. Hvaða mynd af þessum keimlíku á að láta framkalla. Minnið á tölvunni er orðið svo stórt að við þurfum ekki lengur að eyða neinum myndum af minniskortinu, vistum þær bara allar á tölvunni.
Svo er hægt að taka upp vídeo á sumar af þessum stafrænu myndavélum og hlaða inn í tölvuna sína.
Það má nú samt ekki gleyma að til eru stafrænar vélar sem maður þarf að píra í gegnum ljósopið á, Þær kallast SLR Single Lens Reflex og eru yfirleitt í dýrari kantinum og hægt að fá fjöldann allan
Já tæknin er ótrúleg.
Þangað til næst....
Bloggar | Breytt 25.7.2007 kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2007 | 14:14
Skemmtilegt símtal....
Gemsinn minn hringdi og ég svaraði "Halló". "Heyriru í mér" kom á móti. "Já" segi ég. "það er gott" var svarið og svo kom bjartur skemmtilegur hlátur. "Bless" var sagt og svo lagt á.
Ég er nú aldeilis hlessa. Ég hef ekki lent í síma ati í ár og daga. Ekki var það ódýrt heldur. Hringt í gemsann, númerið hvergi skráð svo að drengurinn sem hringdi valdi bara eitthvað númer.
Alls ekki slæmt að fá svona símtal í vinnunni á föstudegi. Hvað ætli hann hafi hringt í marga.
Þangað til næst....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2007 | 15:53
Verður maður ekki stundum að leika sér....
Ég rakst á mjög skemmtilega síðu fyrir nokkru sem heitir Tickle.
Þar er hægt að taka próf sem segja manni allt milli himins og jarðar um mann sjálfan. Alveg frá því hvort maður hugsi nógu vel um heilsuna til þess hvert partý þemað þitt er. Það þarf að skrá sig sem notanda, en þá kemst maður í öll þessi próf. Ég hef staðið mig að því að gleyma mér og taka próf eftir próf eftir próf.
Hún er að mestu til gamans þessi síða, en það er margt áhugavert sem kemur í ljós ef maður svara sannleikanum samkvæmt.
Þangað til næst....
17.7.2007 | 21:10
The Monster Squad og fleiri góðar 'monster' myndir....
Ég var að fá tilkynningu frá amazon.com að ' The Monster Squad' væri að koma út á DVD í 20 ára afmælisútgáfu, fulla af aukaefni. Jibbý. Hún kemur út 24. júlí og ég ætla að biðja hann Sigga í 2001 að panta hana fyrir mig. Sá hana einhvern tíman á síðustu öld mjög skemmtileg mynd.
Á þessum árum komu fullt af skemmtilegum 'Monster' myndum í léttum dúr. Critters, Gremlins, Ghostbusters, Beetlejuice, Goonies og The Lost Boys.
Ég á Goonies 25 ára afmælisútgáfuna á DVD. Það var alveg æðislegt að horfa á myndina með 'Commentary' þar sem leikstjórinn Richard Donner og leikararnir Sean Astin, Josh Brolin, Jeff Cohen, Corey Feldman, Kerri Green, Martha Plimpton og Jonathan Ke Quan tala um gerð myndarinnar, segja skoðanir sínar á sumum atriðanna og segja frá þeim breytingum sem gerðar voru á meðan tökum stóð.
The Lost Boys klassísk. Blóðsugur og skrímsli. Corey Feldman, Corey Haim, Jason Patrick Dianne Wiest, Jamie Gertz, Barnard Hughes, Edward Herrman og Kiefer Sutherland. Leikstýrð af Joel Schumacher. Mæli sko alltaf með henni.
Beetlejuice æðisleg. Hann Alec Baldwin er svo ungur í henni. Úps, er ég orðin svona gömul.
Ghostbusters. Bill Murray, Dan Akroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis og Rick Moranis. Klassísk.
Gremlins. Alltaf góð. Átti auðvita Gremlins brúðu og man eftir að kisa sem ég átti tók ástfóstri við brúðuna og sleikti hana alla.
Critters. Ég sá hana fyrir mörgum árum og fannst hún skemmtileg. Ekki þó það að ég yrði að sjá hana aftur og aftur og aftur og aftur.
Þangað til næst....
17.7.2007 | 17:54
Snúður....ofdekraður kettlingur
Ég er að slást við hann Snúð. Hann er nú þegar búin að eyða út einni færslu áður en ég gat vistað hana. Getur ekki látið tölvuna í friði. Eins og sést. Hafði mikið fyrir því að tæla hann í burtu af tölvunni. Hann er mjög áhugasamur einmitt núna. Heyrir hljóðið í lyklaborðinu þegar ég pikka þetta inn.
Snúður er líka frekar sérvitur. Borðar ekki matinn sinn nema að það séu tvær skálar með mat. Skrítið en satt. Um leið og ég tek aðra skálina til að reyna að venja hann af þessu hættir hann að líta við matnum.
Snúður er snyrtipinni. Finnst ég ekki nógu þrifinn þannig að hann rótar reglulega moldinni upp úr pottinum með drekatrénu svo ég ryksugi nú örugglega.Snúður fær bara að fara út á verönd þar sem hann er enn svo lítill. Ég er enn að ákveða mig hvort hann verður inni eða úti kisa. Ég hallast að hann verði inni kisa. Kemur bara í ljós þegar hann verður eldri.
Eins og fólk veit þá eru kettir næturdýr. Ég hef fundið fyrir því. Snúður sefur og sefur, sem er ekki óeðlilegt fyrir kettlinga, nema á næturnar. Ég hef þurft að hafa lokað inn til mín þar sem hendurnar og fæturnir á mér eru uppáhaldsleikföngin hans, að minnsta kosti þegar ég er að reyna sofa. Það dugar reyndar ekki að loka á hann, hann krafsar í hurðina og mjálmar eymdarlega þangað til ég vakna.Snúður er mjög hrifinn af blómum. Hann lyktar af öllum blómunum úti á verönd og reyndir svo að éta þau sem honum líst best á. Það er ekki alslæmt.
Því miður hrífst hann jafn mikið af plöntunum hjá mér. Það grynnkar á moldinni í pottinum hjá drekatrénu og hann Snúður reynir að klifra í því. Það er rúmlega tveggja metra hátt í. Mér þykir svo erfitt að skamma hann fyrir þetta, þó ég geri það, því hann verður alveg miður sín og rífur bara kjaft. Æi þið vitið sem eigið kisur hvernig þær mjálma þegar þær bara skilja ekki af hverju er verið að skamma þær og eru sakleysið uppmálað.
Hann reyndar skammast sín pínu þegar ég er að reka hann frá drekatrén því hann skríður út í horn og horfir á mig svo ég fæ samviskubit. Ég reyndi að setja friðarlilju á skrifborðið hjá mér. Ónei. Snúður lét hana ekki í friði. Réðst á blöðin braut þau af og japlaði svo bara á þeim.
Snúður er nú bara kettlingur ennþá. Ekki einu sinni orðin fjögurra mánaða. Hann er góður til heilsunar og stækkar jafnt og þétt. Ég er búin að fara með hann tvisvar til dýralæknis. Fór með hann á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti og lét bólusetja hann fyrir nokkrum vikum. Hann fær svo seinni sprautuna á föstudaginn í næstu viku. Ætla láta gera þetta fyrir helgina svo ég geti hugsað um ef hann veikist eins mikið og hann veiktist af fyrri sprautunni. Svo þarf að gelda hann eftir nokkra mánuði. Hann verður örmerktur um leið og hann verður geldur. Steinunn dýralæknir sagði að það væri best að gera þetta saman.
Þangað til næst....
Gæludýr | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2007 | 15:58
Sumar og sólbruni....
Ég stóð mig að því að vera óvenju pirruð út í samstarfsfólk mitt í gær. Ég veit að ég var ekki eins brosmild og glaðleg og venjulega.
Þetta var nú samt betur fer ekkert háalvarlegt. Var farin að brosa svona uppúr hádegi. Geri ráð fyrir að pirringurinn stafi nú bara af sólbrunanum síðan á sunnudaginn. Mig sveið svo í bakið eftir að ég var búin að fara í sturtu á sunnudaginn að það hálfa væri nóg. Mér leið líka hálfilla í gærmorgun, með sviða í bakinu og heljarinnar hausverk.
Ég vona að vinnufélagarnir hafi nú ekki hlotið varanlega skaða af pirringnum í mér.
Ekki er ég mikið skárri í dag, að minnsta kosti ekki í bakinu. Langar bara að fara heim, leggjast upp í rúm með þunnt lak á bakinu. Aumingja ég. Hefði kannski ekki átt að skamma hana mömmu svona mikið fyrir að brenna um daginn. Mér er að hefnast fyrir það.
Mömmu þykir greinilega mjög gaman að þjáningum mínum, hún reynir að halda í sér hlátrinum þegar ég er að aumka mér og heldur að ég sjái það ekki. Enga samúð þar.
Þangað til næst....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 20:53
Sumar og sól....
Mikið hafði ég það rosalega gott í dag. Skrapp í Nóatún og keypti hamborgara í hádeginu og voru þeir grillaðir og hafðir í hádegismat.
Eftir matinn lagðist ég bara út á verönd, bar á mig sólvörn og fór að lesa Ísfólkið. Sneri mér reglulega og bar á mig sólvörn svo ég brynni ekki. Mikið ofboðslega var ég bjartsýn. Ég þarf sólvörn með súperstyrk. Ég brann s.s. á bakinu. Svíður pínu. Annars er ég fín, kannski smá rauð í framan. Þetta kemur af því að vera rauðhærður. Ég verð alltaf að passa mig rosalega vel í sólinni. Hef reyndar ekki lagst út í sólbað í mörg ár. En maður freistast í þessu yndislega veðri sem hefur verið í dag og undanfarna daga.
Ekki má heldur gleyma honum Snúð. Hann fékk að fara út, fer reyndar bara út á verönd þar sem hann er svo lítill ennþá og hann á eftir að fá seinni bólusetninguna. Það var alveg rosalega erfitt fyrir hann að vera úti. Allar þessar flugur sem hann náði ekki í. Eymdarmjálmið í honum var bara fyndið. Ég fékk nú hálfgert sjokk þegar hann fór að eltast við býflugu, en býflugan hafði sem betur fer vit fyrir honum og forðaði sér.
Þegar leið á daginn fór að hægjast á Snúð, á endanum kom hann sér bara fyrir í skugga og fékk sér að drekka einstöku sinnum. Því auðvita var skál með vatni handa honum út á verönd. Ekki annað hægt í þessum hita. Þegar þetta er skrifað liggur hann bara og sefur. Alltof erfitt að vera allan daginn úti.
Það er svo gaman þegar veðrið leikur við okkur.
Þangað til næst....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nýjustu færslurnar
- EINA VITIÐ - OG STANDA EINU SINNI ALMENNILEGA Í LAPPIRNAR......
- Það er rétt að halda svona ummælum til haga frá SITJANDI RÍKISSTJÓRN um að LANDSBANKINN VERÐI EKKI SELDUR :
- Stríðið sem aldrei átti að verða.
- Hvað er þetta með jafnaðarmenn og lítilsvirðingu gagnvart konum
- Marta María afhjúpar mótsagnir Kristrúnarstjórnar