Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ónei....

....ég er að verða hinn versti fréttabloggari. Blush

Stóð mig að því áðan þegar ég las fyrirsögnina "Tannbursti fjarlægður úr nefi konu á Indlandi" og las fréttina að mig langaði svo að blogga um hana. Stóðst reyndar freistinguna, ekki þó öðruvísi en það að hérna er ég að skrifa um staðfestu mína við að standast freistingar þær sem mbl.is skellir framan í mann með svona fyrirsögnum.

Mér leið alveg svakalega illa þegar ég las fyrirsögnina "Leit að geimverum hafin í Kaliforníu" sem er inni á Tækni og vísindi á mbl.is og gat svo ekki bloggað um fréttina. Það var ekki tengill til þess. Skil reyndar hugsunina á bæ moggafólks þar sem athugasemdakerfið hefði örugglega sprungið ef það hefði mátt. Fyrirsögnin æpir á mann "skrifaðu eitthvað sniðugt". Mér datt nú reyndar í hug að þeir þarna í Kaliforníu væru að leita langt yfir skammt þar sem Hollywood væri nú full af geimverum. Ef stór hluti af fólkinu þar er ekki frá öðrum hnetti þá veit ég ekki hvað. Grin 

Fréttin er um gangsetningu fullt af útvarpssjónaukum (radiotelescopes) sem notaðir verða til að afla upplýsinga langt utan úr geimnum.

Ef ég væri geimvera forðaðist ég það í lengstu lög að láta mannfólkið vita af mér.

Annars er ég viss um að við séum bara tilraunadýr eða peð í leik hjá einhverjum sem fylgjast með okkur og grenja af hlátri yfir vitleysunni í okkur.

Þangað til næst....


Yndisleg frétt....

....og myndin sem fylgir fréttinni hreint út sagt frábær.

Það er svo gaman þegar fólki dettur svona í hug.

Ég sé þetta alveg fyrir mér, dansararnir í þvílíkum hlífðargöllum (svo þær fái nú ekki flísar úr timbursúlunum) þannig að liðið sem flykkist á "nektar"súludansinn í fjósum og fjárhúsum landsins verður aldeilis fyrir vonbrigðum. LoL

Þangað til næst....


mbl.is Landbúnaðarnefnd leggst gegn nektardansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dejavu all over again....

....eða hvað.

Þetta eru nú bara smáglæpir miðað við hans "glæpa"sögu. Hann var sýknaður af morðinu á eiginkonu sinni og vini hennar. En þvílíkur farsi.

Er þetta kannski athyglissýki hjá honum.

Spurning hvort hann sé "glæpon" hafi bara ekki náðst aftur fyrr en nú.

Ætli þessum réttarhöldum verði sjónvarpað.

Það var ótrúlega fyndið að sjá réttarhöldin vegna morðanna. Ég var í Ameríkunni þegar þó voru að taka enda. Fólk var að hneykslast á því að eitthvað vitni sem hafði setið fyrir svörum í vitnastúkunni ári áður og var nú endurkallað mundi bara ekki hverju það hafði svarað. Ég man varla hvað ég borðaði í gær.

Ég hélt að hann yrði dæmdur sekur fyrir morðin á sínum tíma. Aumingja fólkið sem sat í kviðdómi þá. Var örugglega orðið hálfgeðveikt á setunni, komið á róandi lyf, með magasár útaf ringulreiðinni sem líf þeirra var orðið, gafst upp á endanum og ákvað slá þessu öllu upp í kæruleysi og sýkna manninn. Wink

Þetta er auðvita ekkert hlátursmál, en ég verð nú bara að hlæja að vitleysunni í þessum manni.

Þangað til næst....


mbl.is Vitorðsmaður O.J Simpson ætlar að vitna gegn honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaður....

Við Íslendingar erum mjög sparsöm þjóð, að minnsta kosti íslenskir ökumenn.

Íslenskir ökumenn spara stefnuljósið í óhófi. Ef það er notað, þá er það ekki gefið fyrr en við erum komin í beygjuna og þá er því skellt á til þess eins að staðfesta að við séum að beygja. Þetta hef ég eftir útlendingi sem kom í heimsókn og hafði orð á þessu.

Ég hef reyndar tekið eftir því að í sumum tilfellum þar sem ég gef stefnuljós til að komast á næstu akrein á háannatímum í umferðinni í Reykjavík, þá er ekkert gert til að hleypa mér inní. Ég hef það á tilfinningunni að ökumaðurinn á næstu akrein finnist ég bara vera að svína.

Ég upplifi mig alltaf eins og í kappakstri í þessum tilfellum. Ónei vina, þú færð sko ekki að fara framfyrir mig.

Komum aftur að stefnuljósunum. Þau er þarft öryggistæki. Ekki síst eins og umferðin er í Reykjavík. Verum duglegri að nota stefnuljósið í hringtorgum, fráreinum, aðreinum og einfaldlega þegar tilefni gefur til.

Ég hef því miður ekki hingað til heyrt hugboðin sem bílstjórarnir sem notar ekki stefnuljós og eru að fara beygja sendir mér. Whistling Skrítið.

Þangað til næst....


Betri þjónusta....

Mig langar nú bara að segja frá því að eftir að erlendu stelpurnar sem vinna í Subway Ártúnshöfða byrjuðu þykir mér mikið betra að koma þangað. Afgreiðslan er fljót og skilvirk og allt mikið snyrtilegra. Ég var nefnilega hætt að fara þangað. Fannst staðurinn orðinn frekar ókræsilegur.

Ég var ekki einu sinni viss hvort þær væru íslenskar eða ekki. Öll afgreiðslan fer fram á íslensku en þegar ég var að hrósa þeim fyrir afgreiðsluna kom hjá þeim "ég ekki skilja íslensku".

Þangað til næst....

 


mbl.is Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir....

Mest spennandi og skemmtilegasta lesningin á blogginu er umræðan sem verður til í athugasemdum vegna færsla sem skrifaðar eru af fólki sem hefur stórfurðulegar og misvinsælar skoðanir á hinum og þessum málum. Innihaldið er nú of ekki upp á marga fiska. W00t

Munnsöfnuðurinn í sumum er eins og á verstu sjómönnum Wink. Ekkert að því að koma með nokkur blótsyrði endrum og eins. Reyndar þegar ég les færslur eða athugasemdir með djö..., helv..., ands... í fjórða hverju orði sé ég bloggarann í anda hamrandi á lyklaborðið hjá sér með offorsi og þurfa svo að skreppa í tölvubúð til að kaupa sér nýtt lyklaborð. LoL

Notið PÚKANN. Police Stafsetningavillur eru óþarfi en geta verið ansi fyndnar. Ég meina maður hefur nú lesið blogg sem er eins og stafarugl.

Reynið nú að koma skoðunum ykkar almennilega frá ykkur, að minnsta kosti þannig að maður skilji þær og fái nú ekki hausverk af lesningunni.

Ég hef fengið hausverk á því að lesa færslur/athugasemdir hjá sumum. Crying Sem dæmi er þessi svakalega umræða sem hefur orðið vegna færslu hjá aðila sem heldur því fram að hvíti maðurinn sé efstur á fæðukeðjunni. Skil það reyndar ekki þar sem við mannfólkið, allavega flest, erum ekki mannætur. WhistlingÉg skildi ekki meirihlutann af því sem hann skrifaði inn á athugasemdirnar hjá henni Jenný og fékk bara hausverk á því að reyna lesa þetta aftur. Datt helst í hug að hann væri ekki Íslendingur. Errm

Öll umræða er af hinu góða, sérstaklega þar sem við erum ekki öll sammála um allt. Joyful

Þangað til næst....


Ekki slæm skipti það....

Það er svo mikið af skemmtilega vitlausum fréttum inni á News of the Weird á boston.com

Man exchanges missile launcher for shoesAugust 18, 2007

ORLANDO, Fla. --Police were hoping for a good turnout at their "Kicks for Guns" sneaker exchange, but they weren't expecting a surface-to-air missile launcher.

 

An Ocoee man showed up and exchanged the 4-foot-long launcher for size-3 Reebok sneakers for his daughter, the Orlando Sentinel reported Friday.

 

Taking advantage of the exchange's no-questions-asked policy, the man was not identified. He told the Orlando Sentinel that he found the weapon in a shed he tore down last week.

 

"I didn't know what to do with it, so I brought it here," he told the newspaper. "I took it to three dumps to try to get rid of it and they told me to get lost."

 

Besides the missile launcher police collected more than 250 guns. They were all exchanged for sneakers or $50 gift certificates.

Tounge

Þangað til næst.... 

Hvað er þetta með bílbeltin...

Mér líður eins og ég sé nakin án bílbeltis. Skil ekki þessa vitleysu hjá þeim sem ekki setja á sig beltið.

Um að gera að hækka bara sektina meira. Er nú ekki betra að vera með bílbelti en að vera dauður.

Þangað til næst....


mbl.is Sýndi vítavert gáleysi með barn í bifreiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fór til London í síðustu viku....

Já þá hefur maður loksins komið til London.

Það er nefnilega svo fínt að vera í Vildarklúbbi Icelandair. Það var tvöfalt punktatilboð í október hjá þeim og ég stökk á það og fékk mér miða til London. Reyndi eftir bestu getu að plata einhvern með mér, en það voru allir búnir að plana útlandaferðirnar og ætluðu ekki að hætta við eða fara í aðra ferð. Það munaði mjög litlu að ég fengi frænku mína með. Ef ég hefði talað við hana hálftíma fyrr! Bara fyndið. Hún hafði nefnilega verið "plötuð" til að fara til Tallin rétt áður en ég hringdi.

Þá var að finna gistingu. Ég var mikið að spá í hótel sem mamma gisti á þegar hún fór út í fyrra þar sem það var rétt hjá Oxfort Street. Ég var endalaust inni á www.visitlondon.com að skoða tilboð á gistingu þar. Ég álpaðist svo óvart inn á Bed and Breakfast linkinn og fann þar lítið hótel sem heitir The Cardiff www.cardiff-hotel.com  steinsnar frá Paddington stöð. Það var reyndar skrítið hvernig ég ákvað að gista þar, ég var nefnilega búin að liggja yfir nokkrum hótelum að reyna ákveða á hverju þeirra ég ætlaði að gista. Datt svo bara inn á þetta og bókaði strax. Fjórar nætur, fimmtudag til mánudags.

Þá var það að plana eyðsluna, hehehe! Það fyrsta sem fór á innkaupalistann minn var Planet Hollywood glas handa bróðir mínum þar sem hann hafði brotið glasið sitt rétt eftir að hann kom með það heim. Það gaf mér fyrirtaks afsökun að gera mér ferð þangað og fá mér að borða. Og mikið ofsalega var maturinn góður. Namm. Svo skoðaði ég heimasíður hjá hinu ýmsu fyrirtækjum sem eru með búðir á Oxford Street og punktaði hjá mér hvað mig langaði í. Auðvita mátti heldur ekki gleyma jólagjöfum handa mömmu og co.

Kreditkort, gjaldeyrir, flugmiði, vegabréf, ferðataska og ég sjálf. Tilbúin til brottfarar.

Mamma keyrði mig og ég var komin út á völl klukkan 7, tékkaði mig inn og fór í fríhöfnina. Þar blasti við manni Stefán Hilmarsson, Kristján einhversson (sorry, man aldrei hvers son hann er), Bubbi og einhver stelpa sem ég veitt ekkert hver er. Þau voru öll að árita geisladiskana sína þannig að ég geri ráð fyrir að stelpan sé söngkona, kannski einhver úr Idol. Það var líf og fjör þarna þar sem fullt af fólki var á leið til útlanda. Ég keypti mér langloku og sódavatn og snæddi það í rólegheitum. Keypti mér svo Séð og Heyrt og rölti að brottfararhliðinu.

Brottför klukkan 9, seinkaði um 5 mínutur. Flugið var fínt en lendingin var sú versta sem ég hef lent í. Ekki það að hún hafi verið hræðileg, það var bara svo ofboðslega mikil ókyrrð í aðfluginu. Flugvélin lenti klukkan 12:05, á áætlun miðaða við seinkunina. Þá var það Heathrow Express lestin www.heathrowexpress.com . Hún gengur frá Heathrow að Paddington stöð á 15 mínútna fresti og var besti kosturinn fyrir mig. Ég borgaði 14 og hálft pund fyrir miðan að Paddington og ferðin tók um 20 mínútur. Leigubíll hefði kostað mig 40 til 50 pund og tekið lengri tíma, að ég held. Frá Paddington lá leiðin að hótelinu, svona þegar maður fann leiðina út af stöðinni. Hehehe. Ég var 4-5 mínútur að labba þetta. Óskaplega þægilegt.

Henti farangrinum inn á herbergi og skellti mér niður í bæ. Það allra fyrsta sem ég gerði var að fara í Beadworks búðina á Tower Street. Það var alveg ágæt að koma þangað og sjá það sem þeir voru að selja með berum augum, ekki bara á ljósmyndum á netinu. Ég varð samt fyrir svakalegum vonbrigðum þar sem úrvalið var frekar aumingjalegt miðað við á beadworks.co.uk og líka dýrara. Mér sýndist það að minnsta kosti, þrátt fyrir að ég borgi flutningsgjald og toll af því sem ég panta af netinu. Eyddi tæplega 25 pundum og fór ekki aftur eins og ég hafði planað.

Þá var það Oxford Street. Ég fór í nokkrar búðir og verslaði smávegis. Hálf skreið til baka á hótelið, eftir að ég var búin að fara í apótek og ná mér í plástur og sótthreinsi. Ég fékk nefnilega þessa svaka blöðru á stóru tánna við allt þetta labb. Það voru ekki skórnir, heldur sokkarnir sem ég var í. Þeir fóru í ruslið. Ég hataði þessa sokka hvort eð var.

Þegar ég var búin að búa um ´sárin´ fór ég á Aberdeen Steakhouse rétt hjá hótelinu. Mæli ekki með þeim stað. En svona til sárabóta þá hitti ég fullorðin hjón frá Danmörk og spjallaði heilmikið við konuna. Hún var færeysk en hafði farið til Danmerkur sem krakki til að fara í skóla og búið þar síðan. Þau vissu heilmikið um Ísland og var mjög gaman að hafa hitt þessi hjón.

Ég hafði stillt vekjaraklukkuna á símanum á 8 svo ég gæti fengið mér morgunmat. Það fylgdir nefnilega alvöru enskur morgunverður með herbergjunum alveg svakalega góður. Hann er borinn fram frá 7-9 en ég gat engan veginn komið mér á fætur, ég var alveg búin á því og svaf til klukkan 10. Skamm, skamm.

Svo verslaði ég bara og verslaði. Keypti mér fullt af fötum, DVD og fleira. Fór vísvitandi með hálftóma ferðatösku út. Keypti mér littla tösku til að hafa í handfarangri og hafði fötin sem ég notaði úti í henni.

Ég fór á Breska safnið á sunnudeginum. Varð fyrir miklum vonbrigðum. Byggingin sem safnið er í er æðisleg. Ekki fannst mér til mikils koma það sem var inni á safninu. Það var stór hluti af safninu lokaður, ég gat þar af leiðandi ekki skoðað það sem mig langaði til. Það er reyndar ofsalega skemmtileg sýning í sérsal á safninu sem heitir "Taboo and Power in the Pacific". Hún bjargaði ferðinni á safnið. Ég er kannski svona mikið snobb, en mér fannst miklu skemmtilegra að fara á Egypska safnið í Kaíró.

Á mánudeginum fór ég í síðustu ferðina niður á Oxford Street. Fór í HMV til að kaupa Cars og Planet Earth sem voru að koma út. Keypti auðvita nokkrar myndir í viðbót, súperman bol handa Gísla bróðir og Goonies bol handa Rúnari P. Þeir voru ánægðir með þá sem er kannski engin furða. Ég var búin að segjast ætla að kaupa boli með "my sister went to london and all I got was this lousy t-shirt" áprentað. Mér fannst Goonies og súperman mikið flottari og mjög viðeigandi. Heheheh.

Ég eyddi restinni deginum í lobbýinu á hótelinu þar sem flugið heim var ekki fyrr en klukkan níu um kvöldið. Skrapp reyndar út nokkrum sinnum til að kaupa mér að borða. Ég var mjög ánægð með gistinguna. Hótelið er gamalt en snyrtilegt. Sama fjölskyldan er búin að reka þetta í meira en 40 ár. Það var lika gaman að sitja í andyrinu og fylgjast með fólkinu sem var að fara og koma. Það er nóg að gera hjá þeim og meirihlutinn af þeim sem skráðu sig inn á meðan ég beið voru að koma aftur og höfðu gist oft áður. Ég ætla að gista þarna þegar ég fer aftur til London. Um 6 leytið fór ég svo að Paddington til að taka Heathrow Express á völlinn. Það tók enga stund að tékka mig inn, en svo byrjaði ævintýrið!

Vá maður það er alveg gengið út í öfgar eftirlitið við innganginn á fríhöfninni á Heathrow. Ég var með plastpoka með tveimur bókum í og sódavatni, litla ferðatösku og handtöskuna mína. Það voru sem betur fer starfsmenn við inngagninn að aðstoða fólk og dreyfa zip-lock pokum fyrir vökvan í handfarangri. Ég náði í einn og bað hann um að taka sódavatnið og henda því, ekker mál. En þá kom hjá honum að ég væri með þrjár töskur/poka. Ég var ekki alveg samþykk því að ég væri með þrennt þar sem ég taldi að handtaskan væri hverrar konu réttur. Ónei. Ég tók bækurnar úr pokanu og setti svo handtöskuna í litlu ferðatöskuna, það er nefnilega hægt að stækka hana. Æi þið vitið með rennilás í lokinu. Nei, ég kom henni ekki fyrir í mæligrindina. Á endanum stóð ég á töskunni til að minnka hana, þið vitið renna aftur fyrir stækkunina og þá var hún komin í rétta stærð. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég var komin inn á fríhafnarsvæðið var að opna litlu ferðatöskuna og taka handtöskuna mína úr henni. Almáttugur. Það fyndasta við þetta allt er að inni í fríhöfninni getur þú keypt ferðatöskur og allt mögulegt þannig að þú gætir farið um borð í vélina með 20 töskur og 15 poka. Þess vegna. Fáránlegt. En auðvita ferlega fyndið eftirá.

Fríhöfnin á Heathrow er dýr. Ég verslaði bara í Swarovski búðinni, lítin sætan kristalfrosk og svo keypti ég mér að borða og drekka. Hálftíma fyrir brottför kom tilkynning um brottfararhliðið. Ég kom mér þangað og svo var hleypt inn í vél. Það var einungis nokkurra mínutna seinkun á brottför, þrátt fyrir það lenti vélin á réttum tíma á Keflavíkurflugvelli. Mikið var gott að koma heim.

Það sem ég hafði ætlað að kaupa í fríhöfninni á Heathrow, en fundist svo dýrt, keypti ég í fríhöfninni heima. Það var töluvert ódýrara en á Heathrow. Mamma og pabbi biðu eftir mér og svo lá leiðin heim. Mikið rosalega elska ég rúmið mitt mikið.

Þangað til næst....


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 21042

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband