Færsluflokkur: Samviskan
21.6.2008 | 18:53
Mannvonskan er mikil...
Sem dýravini á ég ekki orð.
Gæludýr, hvers kyns sem þau kunna að vera þurfa að treysta á okkur til að hugsa um sig. Ekki geta þau heldur tjáð sig svo við skiljum nema að litlu leyti.
Aðilinn sem framdi þennan óhugnað á greinilega verulega bágt. Að koma svona fram við minni máttar er ofar mínum skilning.
Vonandi næst viðkomandi, fær þungar sektir og fangelsisdóm.
Við megum ekki komið svona illa fram við dýrin okkar.
Þangað til næst...
Dýraníðings leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2008 | 12:29
Afneitun....
Ég heyrði viðtalsþátt á BBC World í gær á leið heim úr vinnunni í sambandi við þessi mál. Þar kom fram að ein af ástæðunum að þetta viðgengist, þ.e. enginn virtist vita neitt fyrr en atburðirnir komu fram í dagsljósið og þá kæmi fólk fram og segðist hafa vitað að ekki væri allt í lagi þarna, ætti rætur sínar að rekja til seinni heimstyrjaldarinnar.
Á þeim tímum var algengt að fólk færi með kjaftasögur í nasistana um nágranna og vini til þess að fá verðlaun, oft á tíðum bara af því að það hafði horn í síðu einhvers. Afleiðing þess væri að fólk skipti sér ekki af málum annarra og vildi helst ekki þekkja nágrannana sína.
Tæplega 63 ár eru síðan Seinni heimstyrjöldinni lauk og nokkrar kynslóðir. Ég er auðvita ekki dómbær á hvernig fólk hagar sér í daglegu lífi í Austurríki en er efins að þessi útskýring sé réttlætanleg.
Í þessum þætti var talað eins og Amstetten málið væri einsdæmi af Austurrískum sálfræðingi. Hann reyndi að gera lítið úr Kampusch málinu og nefndi ekkert konuna sem hélt dætrum sínum í haldi eftir skilnaðinn við manninn sinn.
Í því máli var einhver kona margbúin að kvarta við yfirvöld bæjarins yfir að eitthvað væri ekki í lagi hjá móðir stúlknanna og ekkert gert fyrr en hún hótaði að höfða mál á hendur þeirra sem sáu sér ekki færi á að athuga umkvartanir sínar.
Svo er ég forvitinn af hverju það voru félagsmálayfirvöld í Amstetten fóru í 21 skráða heimsókn á heimili Fritzl. Varla var það eingöngu út af þessum þremur ættleiðingum. Hvað á maður að halda.
Þangað til næst....
Kanslari Austurríkis óttast orðspor landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2007 | 10:52
Úps....
....ég svaf yfir mig í morgun.
Held að það sé einhver pest að ganga á moggablogginu.
Þegar ég kíkti inn á bloggið áðan þá blasti við mér að Ragga nagli og Jóna sváfu báðar yfir sig í önnur í gær og hin í morgun.
Vona að mogginn gefi ekki út einhverja yfirlýsingu þess efnis að við þurfum að halda okkur frá þeim bloggurum sem sýnt hafa einkenni svo ekki brjótist út faraldur.
Þangað til næst....
18.10.2007 | 16:46
Snúður....
....af því að ég hef ekkert skrifað um "litla" krílið lengi
Ég hef verið mjög samviskusöm, farið með Snúð til dýralæknis og látið gera allt sem telst nauðsynlegt fyrir ketti. Bólusetning búin og næsta skref að láta gelda hann og örmerkja.
Ég pantaði tíma í byrjun september til að láta gelda og örmerkja. Bræðrum mínum til mikillar skelfingar. Aðallega þó Gísla. Honum fannst ég ótukt að láta taka eistun á honum Snúð og vorkenndi honum ógurlega. Verst þótti honum þó tilhugsunin um að Snúður kæmi ekki til með að sakna þeirra þar sem hann hefði varla vitað að hann væri með þau.
Dagurinn fyrir aðgerðina var ósköp venjulegur. Ég í sumarfríi þannig að ég gat nú aldeilis dekrað við Snúð. Um kvöldið tók ég matinn frá honum þar sem hann átti að fasta frá miðnætti. Þurfti ekki að taka vatnið þar sem hann drekkur bara beint úr krananum. Hann kvartaði ekki mikið yfir matarleysinu.
Þá rann stóri dagurinn upp, Snúður rúmlega 5 mánaða að fara í fyrstu og vonandi einu aðgerðina á ævinni. Ég mætti galvösk með hann og fékk að fara á bakvið með hann. Honum leist mjög vel á kanínuna sem var í búri sem við löbbuðum framhjá en varð svo fyrir vonbrigðum þegar hann var settur í búr langt frá henni. Mér var tilkynnt að ég gæti sótt hann um klukkan fimm.
Ég gerði ráð fyrir að Snúður yrði hálfmeðvitundalaus þegar ég kæmi til að sækja hann og gæti bara sett hann upp í rúm og verið í afslöppun þegar heim kæmi. Að minnsta kosti hafa kettir sem eru að koma úr aðgerðum þegar ég hef verið á Dýralæknamiðstöðinni eiginlega verið meðvitundalausir.
Nei takk. Það tók starfsmanninn sem kom með Snúð nokkrar tilraunir að koma honum í búrið sitt. Svo lá hann með hausinn klesstan við grindina sem lokar búrinu með fulla meðvitund. Honum þótti svakalega gott að láta klóra sér á hausnum og reyndi gjörsamlega að troða honum út í gegnum rimlana. Hann hafði fengið verkjalyf sem sást á augunum á honum. Augasteinarnir útþandir. Það síðasta sem mér var sagt áður en ég fór með hann heim var að ég mætti gera ráð fyrir að hann borðaði ekki neitt í bráð.
Þegar heim var komið setti ég hann upp í rúm gerði ráð fyrir að hann svæfi vímuna úr sér. Snúður var ekki alveg sáttur við það vildi komast niður á gólf en gat það ekki hjálparlaust. Þegar ég var búin að setja hann á gólfið skjögraði hann fram. Fæturnir, rófan og gólfið flæktust mikið fyrir honum. Stefnan var tekin á matinn. Ég hafði ekki fyllt á hann síðan kvöldið áður þannig að ég hljóp með skálina inn í eldhús og fyllti hana, við mættumst svo á miðri leið. Einmitt, hann borðar ekki neitt í bráð. Hefur örugglega hugsað þegar ég setti hann upp í rúm "Hvað ertu að gera stelpa. Ég er ekki syfjaður, ég er svangur."
En þetta var rétt að byrja. Eftir mikið át fór hann að rölta um, réttara sagt staulast þar sem hann stóð varla í lappirnar. Sá auðvita íbúðina í nýju ljósi, svona útúr dópaður. Ég vorkenndi honum svo mikið þar sem heimilisfólkið stóð og hló að göngulaginu á honum að ég tók hann í fangið. Þar leið honum greinilega ágætlega og kom sér vel fyrir. Svo labbaði ég um og ruggaði honum eins og ungabarni. Ef ég stóð kyrr eða settist fór hann að brjótast um og vildi komast niður á gólf. Frekar erfiður sjúklingur.
Um kvöldið fór hann að hressast og víman að renna af honum. Hann lék sér, hljóp um og réðst á kálfana á fólki sem átti sér einskis ills von. Sem sagt heimilisfólkinu. Ég fékk lítinn svefnfrið um nóttina þar sem Snúður lék sér að öllu sem hann komst í. Ég var sem betur fer í sumarfríi.
Daginn eftir var yndislegt að horfa á hann labba. Með sauma á viðkvæmum stað og göngulagið eftir því.
Síðan eru liðnir einn og hálfur mánuður. Hann er orðin um 4 kíló rúmlega sex og hálfs mánaða, var 1250 grömm 9 vikna. Þannig að litla krílið mitt er ekki lengur lítið.
Þangað til næst....
17.10.2007 | 15:03
Ónei....
....ég er að verða hinn versti fréttabloggari.
Stóð mig að því áðan þegar ég las fyrirsögnina "Tannbursti fjarlægður úr nefi konu á Indlandi" og las fréttina að mig langaði svo að blogga um hana. Stóðst reyndar freistinguna, ekki þó öðruvísi en það að hérna er ég að skrifa um staðfestu mína við að standast freistingar þær sem mbl.is skellir framan í mann með svona fyrirsögnum.
Mér leið alveg svakalega illa þegar ég las fyrirsögnina "Leit að geimverum hafin í Kaliforníu" sem er inni á Tækni og vísindi á mbl.is og gat svo ekki bloggað um fréttina. Það var ekki tengill til þess. Skil reyndar hugsunina á bæ moggafólks þar sem athugasemdakerfið hefði örugglega sprungið ef það hefði mátt. Fyrirsögnin æpir á mann "skrifaðu eitthvað sniðugt". Mér datt nú reyndar í hug að þeir þarna í Kaliforníu væru að leita langt yfir skammt þar sem Hollywood væri nú full af geimverum. Ef stór hluti af fólkinu þar er ekki frá öðrum hnetti þá veit ég ekki hvað.
Fréttin er um gangsetningu fullt af útvarpssjónaukum (radiotelescopes) sem notaðir verða til að afla upplýsinga langt utan úr geimnum.
Ef ég væri geimvera forðaðist ég það í lengstu lög að láta mannfólkið vita af mér.
Annars er ég viss um að við séum bara tilraunadýr eða peð í leik hjá einhverjum sem fylgjast með okkur og grenja af hlátri yfir vitleysunni í okkur.
Þangað til næst....
24.8.2007 | 11:13
Mikið vildi ég óska....
Á kvöldin þegar ég er að fara að sofa fer heilinn í gang.
Ég sem alveg rosalega skemmtileg og áhugaverð blogg. Skipulegg matseðil vikunnar með það í huga að hafa alltaf með mér nesti í vinnuna og borða hollan og góðan mat. Endurskipulegg og tek til í skápunum hjá mér. Ákveð að henda öllu óþarfa draslinu sem hefur safnast hjá mér í gegnum árin. Losa mig við skó og föt sem ég er hætt að nota. Þríf bílinn, að innan og utan. Finn alveg rosalega góða lausn á vandamáli sem ég hef verið að glíma við. Tek C-vítamín, Omega-3 og B-vítamín á hverjum degi. Vakna eldsnemma til að fara í ræktina fyrir vinnu.
Þegar líður á daginn fatta ég að ég vaknaði ekki eldsnemma til að fara í ræktina fyrir vinnu. Stillti reyndar vekjaraklukkuna á 5:45 en endurstillti hana bara á 7:00 þegar hún hringdi svo ég gæti sofið lengur.
Á mánudegi viku seinna er ég ekki búin að skipuleggja neinn matseðil og tók aldrei með mér nesti í vinnuna. Er ekki búin að taka til í skápunum, henda drasli og losa mið við föt og skó. Bílinn er ennþá skítugur. Man ekki snilldarlausnina sem ég fann á vandamálinu. Man stundum eftir að taka Omega-3 og vítamínin, þá á kvöldin þegar ég er að fara sofa. Hef ekki haft fyrir að gera tilraun til að vakna og fara í ræktina fyrir vinnu. Hef verið andlaus og bara skellt inn einhverjum smá athugasemdum og brosköllum í hjá hinum og þessum bloggvini.
Ég hugga mig reyndar við það að ég er örugglega ekki eina manneskjan sem lendi í þessu, að minnsta kosti vona ég það.
Þetta með fjarstýringuna var kannski vanhugsað hjá mér. Það mætti alveg vera hægt að skipta um stöð.
Þangað til næst....
23.7.2007 | 14:52
Hvað er þetta með bílbeltin...
Mér líður eins og ég sé nakin án bílbeltis. Skil ekki þessa vitleysu hjá þeim sem ekki setja á sig beltið.
Um að gera að hækka bara sektina meira. Er nú ekki betra að vera með bílbelti en að vera dauður.
Þangað til næst....
Sýndi vítavert gáleysi með barn í bifreiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði