Færsluflokkur: Lífstíll
23.10.2006 | 13:04
Ég er þá vínberjaþjófur...
Ég var að hlusta á fréttirnar á rás 2.
Ekki það að ég versli mikið í Hagkaup, hvað þá á Akureyri. Ég man nú heldur reyndar ekki alveg hvenær ég stal vínberi síðast og það var ekki í Hagkaup. Það var í Bónus síðast þegar ég keypti vínber.
Fréttin var sú að úr Hagkaup á Akureyri væri stolið jafnvirði 6 milljón króna af vínberjum árlega. Upphæðin fékkst með því að reikna út færslur á kassa á mánuði. Svo var gefið að hver kúnni/færsla stæli 2 vínberjum og líklega væri einhver með kúnnanum og sá aðili stæli einnig 2. Viðmælandi fréttamannsins á rás 2 sagði að hún teldi það ekki þjófnað ef fólk spyrði hvort það mætti smakka. Frekar fáránlegur útreikningur. Með þessu er verið að gefa í skyn að hver einasti kúnni steli vínberum í hver einasta skipti sem þeir koma í Hagkaup og einnig þeir sem eru með þeim. Ég skildi fréttina allavega þannig.
Síðast þegar ég s.s. stal vínberjum var í bónus þar sem ég var að kaupa vínber og það var ekki starfsmaður nálægt til að spyrja hvort ég mætti smakka. Ég nennti ekki að hlaupa um alla búð til að finna starfsmann til að spyrja.
Ég stel heldur ekki vínberum í hvert skipti sem ég fer að versla, bara þegar ég ætla að kaupa vínber og stel þá venjulega af klasanum sem ég er búin að velja mér.
Og svona í lokin. Það getur oft verið erfitt að hafa upp á starfsfólki í matvöruverslunum. Ég geri ekki ráð fyrir að fólk hlaupi um búðina til að hafa upp á starfsmanni bara til að spyrja hvort það megi smakka vínber.
Þangað til næst....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2006 | 12:11
Afmælið hans Sigþórs....
Já það var fjör í afmælinu hans Sigþórs. Við gáfum honum stafaspilið og svo fékk Bergþór bróðir hans spiderman sokka og Við lesum. Þá getur Ragnhildur farið að kenna strákunum stafina og lesið bókina með þeim. Sigþór á nefnilega svo mikið af dóti að okkur fannst alger óþarfi að gefa honum dót.
Það var auðvita nammi gott að borða. Heitur brauðréttur, súkkulaði kökur, pönnukökur, salat og kex og kókosbolluterta. Mmmmmm. Það eina sem skyggði á afmælið var að Bergþór greyið var veikur og leið frekar illa. Hann vildi að mamma sín gengi um gólf með sig, hann var svo pirraður. Svo mátti ég reyndar halda á honum. Við enduðum svo í Lazy-boy að lesa. Bergþór hafði greinilega ekki orku í afmælishasar.
Annars var helgin ekki öðrvísi en venjulega. Sofa, borða, horfa á sjónvarpið, sauma, slappa af o.s.frv.
Þangaði til næst....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2006 | 13:18
Rockstar....Storm látin fara
Það var skrítið að sjá Storm fara, ekki að ég væri hissa. Vonandi kemur eitthvað frá henni í framtíðinni. Mér fannst nefnilega What the F**k is Ladylike alveg frábært lag. Það var nú samt skrítið að heyra Supernova segjast vilja spila undir með henni þegar þeir voru nýbúnir að tilkynna að hún færi heim. Svo veit ég ekki hvernig hún kæmi út með þeim á sviði þar sem hún var eini söngvarinn sem hafði ekki tekið lag með þeim. Annars voru hún og Dave ekkert smá flott saman á sviðinu og hann yrði ekki svikin við að fara í smá samstarf við hana.
Það var alveg æðislegt að sjá Magna spila með Supernova, ég er nú samt á því að hann eigi að reyna við húsbandið. Það er alveg geðveikt. Ég gat ekki betur séð að það hefði verið hálfgert spennufall hjá honum Magna þegar Brooke sagði nafnið hans og tilkynnti svo að hann gæti fengið sér sæti. Hann lak niður í stólinn sem var fyrir aftan hann. Mikið hlýtur að hafa verið gaman fyrir hann að geta bara fengið sér sæti og slakað á í smá stund. Íslendingar eru greinilega að standa sig í atkvæðagreiðslunni. Það var ferlega gaman að sjá barn nágrannans sitja við lærdóminn að bíða eftir að kosningarnar byrjuðu í fyrrinótt. Ég sé nefnilega í eldhúsið hjá þeim úr eldhúsinu mínu.
Ég verð alltaf jafn hissa á Dilönu, hún er bara ekki að standa sig. Hún hefur ekki náð sér upp úr fjölmiðlaruglinu og eins og maður segir á ensku "Karma is a Bitch". Hún uppskerir eins og hún sáir. Það var líka svo skrítið að sjá hana gefa skít í aðdáendurnar í raunveruleikaþætti vikunnar og svo segja að hún væri ekkert án þeirra. Hún er hálf tóm þessa dagana. Eins og mér fannst hún frábær í byrjun þá er svolítið skrítið að þola hana varla í dag.
Lukas hleypur upp og niður í áliti hjá mér. Mér fannst honum ekkert takast sérstaklega vel í þættinum í gær og skildi ekki helminginn af textanum. Varð samt ekki hissa á því að hann fengi að setjast hjá Magna og Toby. Sé hann ekki með Supernova.
Miðað við hvað ég var ekki að fíla Toby í byrjun, sviðsframkomuna aðallega. Górillutaktana muniði! Þá hefur hann unnið alveg rosalega á og hann gæti unnið þetta. Hann smellpassar svo við Tommy, Gilby og Jason. Hann er svo skemmtilegur á sviðinu, krafturinn, nálgunin við áhorfendurnar og hvernig hann vinnur með húsbandinu. Mér þykir Magni samt langbestur með því. Hann átti bílin svo sannarlega skilið og gaman að sjá hann taka á móti lyklunum.
Svo er það auðvita möguleikinn sem fólk almennt virðist ekkert rosalega hresst með, hvað ef Magni vinnur. Hann var og er talinn frekar ólíklegur valkostur fyrir Supernova. En var sá sem vann INXS þáttinn ekki líka talinn ólíklegur til þess að vinna.
Annars verð ég að taka hanskan upp aðeins upp fyrir núverandi meðlimi Supernova. Þeir eru bara tónlistarmenn sem vilja spila og finnst greinilega gaman að spila. Leyfum þeim að njóta þess.
Þangað til næst.... Operation Magni: Team Iceland! Mobilize.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2006 | 15:54
Rockstar....
Náði nú ekki að horfa á flutninginn hjá liðinu á netinu í gær þar sem ég fór í afmælismat hjá Önnu B frænku minni. Það var svo gott í matinn hjá henni að ég fæ vatn í munninn við að hugsa um það.Mmmmm. Nóg um það.
Horfði á þáttinn í gærkvöldi og fannst þau misminnisstæð. Var líka nokkuð viss um að Magni fengi ekki nóg af atkvæðum til að sleppa úr þremur neðstu. Við erum svo fá, þátturinn var sýndur allt of seint og svo eru ákveðnir aðilar í þættinum með stóran hóp af aðdáendum á bak við sig sem passa að sitt fólk lendir ekki í botninum.
Patrice fannst mér bara eins og venjulega. Ekki hissa á því að hún lenti í þremur neðstu og var auðvita látinn fara.
Magni var góður að venju. Fannst hann ekkert þurfa á gítarnum að halda, hvað þá að fá kast á sviðinu og brjóta eitt stykki gítar. Hann átti ekki skilið að lenda í einu af þremur neðstu. Fannst hann bjarga sér frábærlega.
Ryan var bara helv... góður. Þetta var það besta sem ég hef séð hann gera, sé hann alveg fyrir mér fronta bandið. Hann nýtti sér líka athugasemdina sem Magni fékk frá Tommy Lee um að rústa eins og einum gítar þó að hann hafi ekki gengið svo langt, bara hent gítarnum aftur fyrir sig.
Storm vinnur á hjá mér. Mér fannst hún alveg frábær. Crying er auðvita klassískt og ég held að ég hafi aldrei heyrt það í annarri útgáfu en original fyrr en hjá Storm. Hún er með alveg svakalega rödd og getur sko sungið hvað sem er. Æðisleg! Fegin að hún var ekki í þremur neðstu.
Toby er ekki að virka fyrir mig. Hreyfingarnar hjá honum voru samt með skárra móti. Ég missti alveg af því þegar hann vippaði sér úr að ofan og fannst það bara alger óþarfi. Var nú alveg ágætur í elimination þættinum, hefði samt mátt standa með Patrice og svitna aðeins meira.
Dilana var frekar hræðileg. Mér fannst hún fara mjög illa með lagið. Svona svipað og hún Storm gerði í síðustu viku. Þarna heyrði ég hvað hún hefur takmarkað raddsvið. Hún á bara að endurtaka Ring of Fire. Það var toppurinn og hún hefur ekki náð honum aftur. Hún fór kom líka frekar illu út úr fjölmiðla"prófinu" og fékk að heyra það í elimination þættinum, átti það líka alveg skilið. Hún var að sína sitt rétta andlit, fannst tárinn sem hún hefur látið falla fyrir hina keppendurnar í þáttunum líta út fyrir að vera frekar fölsk. Allavega eftir þessa framkomu. Það er munur að eiga hardcore aðdáendur.
Lukas vex alltaf í augunum á mér. Yrði alveg sátt við að hann frontaði Supernova ef Magni gerir það ekki. Miðað við það sem ég hef séð af honum fannst mér hann komast í gegnum fjölmiðla"prófið" mjög fagmannlega.
Svo er það Supernovalagið. Ég stóð mig að því í morgun að reyna muna hver söng með þeim. Ó já, Toby. Það var ekki minnistæðara en það. Þegar ég er búin að hugsa aðeins meira um það þá man ég að það minnti mig á eitthvað annað lag. Þeir eru ekki frumlegir fyrir fimm aura. Það er mitt álit.
Þangað til næst....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er....
Tenglar
Áhugamál
Ýmislegt sem ég hef áhuga á.
- Beaworks í Bretlandi Þaðan panta ég perlur og ýmislegt annað til skartgripagerðar
- Jewelry Supply Netverslun með perlur og ýmislegt til skartgripagerðar
Tölvuleikir
- World of Warcraft Heimasíðan fyrir hlutverkaleikin World of Warcraft..
- Thottbot Stuðningssíða fyrir World of Warcraft
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- DVD
- Dægurmál
- Ferðalög
- Föndur
- Gæludýr
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Samviskan
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði