Leita í fréttum mbl.is

Hvað er þetta með bílbeltin...

Mér líður eins og ég sé nakin án bílbeltis. Skil ekki þessa vitleysu hjá þeim sem ekki setja á sig beltið.

Um að gera að hækka bara sektina meira. Er nú ekki betra að vera með bílbelti en að vera dauður.

Þangað til næst....


mbl.is Sýndi vítavert gáleysi með barn í bifreiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Í Svíþjóð (allavega í Jönköping) þá er það hluti af kennslunni að keyra á 20 - 30 km/ án belti til þess að "nýi" ökumaðurinn fatti hvað sem skeður. Mér finnst það ansi góð hugmynd.

Ps.
Ég er á smá blogg – flakki.
Mér finnst Blogg.is vera frábært blogg, það er samt alltaf hægt að gera betur. Ég er með nokkrar hugmyndir um betri blogg og því vill ég spyrja þig um að kíkja á þetta "rugl" mitt og segja þína skoðun.  

Þetta er kannski smá hallærislegt, en þetta er mest gert í gríni.
Ef þú hefur áhuga… smeltu þá HÉR!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Tryggvienator

Amm sammála. Mér líður hálf illa í bíl án bílbeltis. Maður er aðeins of laus í sætinnu einhvernveginn.

Tryggvienator, 23.7.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Margrét M

sammála sko

Margrét M, 23.7.2007 kl. 15:35

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég kenndi óþekktarormunum mínum beltisnotkun eftir þrotlausar tilraunir með því að leyfa þeim að vera beltislaus í aftursætinu og snögghemlaði síðan á 5-10 kmh á bílaplani.. það var smá grenj og væl en það þurfti ekkert að tuða um þetta meir við þau.

Óskar Þorkelsson, 23.7.2007 kl. 15:59

5 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Já það veitir ekki af að sýna hvaða afleiðingar það hefur að vera beltislaus í bíl.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 23.7.2007 kl. 16:07

6 identicon

Þetta eru mjög ólík dæmi...

Í fyrra dæminu er barn laust í bílnum, ökumaðurinn hlýtur að bera ábyrgð á því.

Hinsvegar er ég ósammála því að það megi sekta fullorðið fólk sem tekur eingöngu áhættuna fyrir sig sjálft. Ef það vill spila með sitt eigið líf þá verður bara að hafa það, ekki sambærilegt því og að leggja aðra í hættu.

Ég er almennt á móti lögum sem þjóna þeim tilgangi að vernda fólk frá sjálfu sér. Fólk verður bara að læra að það á að bera ábyrgð á eigin líkama og heilsu. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 23:13

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hverjir eru það sem borga fyrir vitleysuna í fólki... jú það eru við! Reglur fyrir þá sem ekki hugsa, takk!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 23:33

8 Smámynd: halkatla

ég nota alltaf ósjálfrátt bílbelti, það er hluti af rútínunni við að setjast inní bíl, en mér finnst samt að ef fólk er nógu kærulaust eða vitlaust að "nenna" ekki að setja það á sig þá sé það bara þess mál, það sem getur komið fyrir...

halkatla, 24.7.2007 kl. 00:41

9 identicon

Það er ekki einkamál fólks ef það spennir ekki beltin því það erum jú við, almenningur, sem borgum fyrir heilbrigðiskerfið og bætur til fólks ef/þegar það slasast í umferðarslysum.  

Guðrún (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 05:38

10 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Það má vel vera að það sé þess mál sem ekki notar bílbeltið. Ég og við erum ekki ein í heiminum, ef ég slasast í bílslysi hefur það ekki bara áhrif á mig. Það hefur áhrif á fjölskyldu mína og fólkið í kringum mig.

Beltin Bjarga.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 24.7.2007 kl. 10:02

11 identicon

"Það er ekki einkamál fólks ef það spennir ekki beltin því það erum jú við, almenningur, sem borgum fyrir heilbrigðiskerfið og bætur til fólks ef/þegar það slasast í umferðarslysum."

Sameiginlegt heilbrigðiskerfi er ekki réttlæting fyrir fasisma.

T.d. er óhollt mataræði að drepa fleiri en öll fíkniefni til samans... má það ekki lengur vera einkamál fólks?

Er sameiginlegt heilbrigðiskerfi réttlæting fyrir matseðil ríkisins og fleiri stefnur í anda fasisma?

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 19:47

12 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

IX. Um notkun öryggis- og verndarbúnaðar.

[Öryggisbelti og annar öryggis- og verndarbúnaður í ökutæki.]1)

1)L. 66/2006, 13. gr.

71. gr. [Hver sá sem situr í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifreiðin er á ferð.

Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 150 sm á hæð. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal nota öryggisbelti fyrir barnið.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 25.7.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Ég er rauðhærð með krullur. Hef dútlað við hitt og þetta. Þykir gaman að elda góðan mat, lesa, horfa á góðar myndir og sjónvarpsþætti og leika við kisuna mína hann Snúð. Er hálfskrítin og stolt af því.

Spurt er....

Rottur eða kakkalakkar, hvort er verra?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband